Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1932, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.07.1932, Blaðsíða 16
112 BJARMI um fjölgaði stórum. Kirkjustjórnin var samt svo afskiftalaus, að kirkjunnar var hvergi getið, ei fyrstu útvarpslög I)ana voru sett (1926). Þá var sett 9 manna útvarpsráð, 3 voru fuiltrúar samgöngu- og kenslumála rikisins, 2 fulllrúar blaðanna, 1 fyrir útvarpstækjaiðnrekendur og 3 fyrir hlustendur, — en enginn fulltrúi kirkj- unnar. Arið 1930 var C mönnum bætt í útvarps- ráðið, »ríkisdagurinn« eða rjettara sagt stjórn- málaflokkarnir fengu þá 4 fulltrúa en kirkjan engan. Áhugamenn, og þá sjerstaklega trúaðir barnakenharar, sem sáu hvað var á ferðinni, stofnuðu árið 1926 »Kristilegt hlustendafjelag«. Markmið þess var: 1) Aö útvarpsguðsþjónust- unum báðum skyldi haldið áfram, (önnur öfl reyndu að spilla því). 2) Að fá fulltrúa frá kirkjunni í ráðið, 3) Að styðja að því, að út- varpað sje erindum við kristilega landsfundi og flutt að staðaldri fræðandi erindi um ýmsa kristilega starfshætti, fjær og nær. Smám sam- an komu prestarnir í þessa fylkingu. Pað fór fyrir þeim svipað og páfanum, segii Rasmussen. Hann fyrirbauð kaþólskum klerkum að tala i útvarp fyrir nokkrum árum, en árið 1931 var útvarpsstöð stofnsett í sjálfri páfahöllinni, og kaþólsk kirkja á slíkar stöðvar víðar nú, bein- llnis notaðar til trúboðs. »Hlustendafjelagið kristilega« er nú orðið svo mannmargt í Danmörku, að það á 2 fulltrúa í útvarpsráðinu, — annar þeirra er prestur, — og hefir fengið ráðuneytið til að setja »kirkju- legan ráðunaut« til stuðnings nefnd þeirri úr útvarpsráðinu, sem sjer um dagskrárefni út- varpsins, alveg eins og búnaðarmál, garðyrkja, húsmæðrafjelög o. fl. hafa fengið þar sjerstaka ráðunauta. — Vitaskuld hafa ýms vantrúar- og ljettúðaröfl reynt að spilla öllum þessum áhrif- um, og hefir lekist að koma í veg fyrir, að danska útvarpið flytti daglegar morgunbænir með sálmasöng og »fimtudagshugvekjur« eins og norska útvarpið og sænska gjörir. En besti stuðningurinn gegn ókristilegum áhrifum er sú reynsla, að mikill meiri hluti útvarpsnotenda hlustar langhelst á guðsþjönustur og almennar frjettir, og myndu segja útvarpinu upp, ef guðs- þjónustur hættu. — Um alt þetta ræðir ritið »Kirken og Radiofonien«, og flytur mörg hvatn- ingarorð til leiðtoga kirkjunnar, að hagnýta bet- ur útvarpið, Gætu Isl. lesendur margt af því lært, og þar á meðal, að húsmæðrafjelögin dönsku hagnýta sjer útvarpið betur en íslensk kvenfjelög. ötvarpslögin dönsku frá 1926 voru endurskoð- uð 1930, og gjört er ráð fyrir nýrri endurskoð- un 1934, er við því að bú;ast um annað eins stórveldi og útvarpið. útvarpslög vor íslend- inga þurfa og gagngerðrar endurskoðunar við, og þá ættu kvenfjelög landsins að fá einn eða tvo fulltrúa í endurbætlu útvarpsráði; en það verður ekki, nema |iau hafi einurð á að tala um jiað við þingmenn heima í hjeruðunum. Islandsk A.u'bog 1932 heitir nýkomin bók frá »Dansk-Islandsk Samfund:. Þar skrifar Stíiun- ing, forsætisráðherra, um ísland 1930, Sigfús Blöndal: »Studiet af Islandsk og Island«, Tryggvi Sveinbjörnsson: lsland 1931, og ýmsir fleiri. Flest alt gott og fróðlegt ókunnugum og marg- ar myndir frá Islandi. En eitt er aðfinslu- vert I mesta máta, og það er, hvernig gengið er alveg framhjá kirkjunni og hennar máium, þegar verið er að lýsa því sem gjörst hefir 1 ísl. þjóðllfi undanfarið, og það lítið er að henni er vikið, er verra en ekkert. Myndir eru fjöl- margar frá Islandi í bókinni. Þingvallakirkja sjest á hópmyndinni frá Alþingishátíðinni, og svo er ein sveitakirkja sýnd sjerstaklega við hliðina á Hvanneyrarfjósinu nafnkunna. Þykir erlendu fólki það einkennilegt: Stórt fjós og lítil kirkja hvað hjá öðru! Lakara er þð hitt, að þeg- ar S. Bl. telur upp »nokkur ísl. tímarit 1931«, jiá nefnir hann .ekki Prestafjelagsritið nje nokk- urt trúmálatímarit annað, en þýðir vendilega hvassyrta vantrúarumsögn og árás Gunnars Benediktssonar, (sem S. Bl. kallar »Gunnar Sig- urðsson«!), í Iðunni I fyrra. Með öðr- um orðum: 1 þessari árbók, sem fiytur marg- breyttan fróðleik um ísland, sjá útlendingar þetta eitt um kirkjuna, Þingvallakirkju á bak við nýja bæinn, aðra kirkju litla hjá stóru fjósi og síðast en ekki síst, að íslenskur prestur kveðst vera »andvígur trúarbrögðum yfirleitt« og að íslensk kirkja sje að hans skoðun »alls ekki trú- arbragðastofnun«, og [iví sje sjer »ánægja að vera I jijónustu hennar«, o.. s. frv., eins og lesa má i Iðunni 1931, bls. 41 og 42. — Það má vel vera, að rjett sje að refsa Gunnari og öllum þeim, sem áttu að hafa vit fyrir hon- um, með því að koma vantrúarrausi hans út um víða veröld. En það er ósanngjarnt, að »is- lensk árbók» flytji engar að.rar fregnir af is- lenskum trúmálum, en jietta eina Saurbæjar- skraf. Verði því haldið áfram, þá verður að skrifa skorinort um það I erlend blöð. — En mig skal ekki furða, þótt danskur fræðimaður nefndi nýlega í blaðadeilu, að á íslandi væri »radikala« guðfræðin í hásæti. Hann hefir frjett um »Gunnar Sigurðsson« (!!). Útgefandi: S. Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.