Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.08.1932, Page 6

Bjarmi - 01.08.1932, Page 6
118 BJARMI ur, gekk út, náði í »helga« ösku frá lík- neskinu og bar á enni sjer. Pað var rauna- legt að horfa á það. Johxmne Heiberg. Prestafjelag Islands samþykti á aðalfundi sínum á Pingvöll- um meðal annars: 1) Að beina þeim tilmælum til prest- anna, að þeir leggi eins mikla rækt og þeim er frekast unt við fermingarundir- búning ungmenna, að þeir leitist við að halda guðsþjónustur fyrir börn og ung- linga, annað hvort sjerstakar’ eða í sam- bandi við venjulegar safnaðarguðsþjónust- ur, eftir því, sem best þykir henta, að hafa samvinnu við þau fjelög ungmenna, sem starfandi eru á hverjum stað, styðja þau og leiðbeina þeim, en sje enginn slíkur fje- lagsskapur starfandi í sókninni, þá stofna til kristilegs fjelagsskapar meðal ung- menna, þar sem líkur eru til, að hann geti þrifist, að gangast fyrir því, að í hverju prestakalli verði stofnað foreldrasamband tii eflingar kristilegu uppeldi æskulýðsins, eða fá kvenfjelög eða önnur fjelög í sókn- um sínum til þess að taka þetta mál á stefnuskrá sína, að leita sem bestrar sam- vinnu við skólana. 2) Prestafjelagið skorar á Alþingi, að taka f'átækralöggjöfina til gagngerðrar endurskoðunar, þannig, að lögð sje meg- ináhersla á það, að fátækraflutningur og sveitardráttur út af fátækramálum hverfi úr sögunni, og að lögð sje áhersla á það, að veita vinnufærum mönnum atvinnu, þeim og fjölskyldum þeirra til framfærslu, fremur en beinan peningalegan styrk, eft- ir því sem kostur er á. 3) Að öðru leyti álítur Prestafjelagið heppilegast, að fátækraframfærslan fær- ist meir í það horf, að í stað hennar komi sem fullkomnastar alþýðutryggingar, svo sem tryggingar vegna sjúkdóma, slysa, ör- orku, elli o. s. frv. 4) Aðalfundur Prestafjelagsins kýs ár- lega fimm manna nefnd, til þess að at- huga og gera tillögur um samvinnu milli prestastjettarinnar og þeirra, sem vinna í þjóðmálum að bótum á kjörum fátækra manna og bágstaddra og að jafnrjetti allra.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.