Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.08.1932, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.08.1932, Qupperneq 8
120 BJARMI Sr. Vilhelrn Kolcl, formaöur heimatrúaoðsins danska, f. 186!) — d. 1932. Prestafundur Norðlendinga. (Otdráttur úr fundargerð). Ár 1932, miðvikudaginn 6. júlí, var ársfundur Prestaf,jelags Hólastiftis settur að Laugum í Reykjadal,, í húsi alþýðu- skólans. Kvöldið fyrir, hafði vígslubiskup stiftisins, sr. Hálfdan Guðjónsson á Sauð- árkróki, og nokkrir prestar úr fjarlægari sýslum komið heim að Laugum, en nokkr- ir prestar komu um morguninn. Vígslubiskup setti fundinn og stýrði honum. Kvaddi hann til fundarskrifara sr. Lárus Arnórsson á Miklabæ og sr. Knút Arngrímsson á Húsavík. Fundinn sóttu þessir prestar: Úr Húnavatnsprófastsdæmi: Sr. B. Stef- ánsson, prófastur, Auðkúlu, sr. G. Árna- son, Æsustöðum, sr. S. Norland, Hindis- vík; úr Skagafjarðarprófastsdæmi: Sr. H. Guðjónsson, vígslubiskup, Sauðárkr., P. Þóroddsson, Hofsós, sr. G. Björnsson, Við- vík, sr. L. Arnórsson, Miklabæ; úr Eyja- fjarðarprófastsdæmi: Sr. S. Kristinsson, prófastui’, Völlum, sr. I. Þorvaldsson, Ól- afsfirði, sr. S. Stefánsson, MÖðruvöllum, sr. Fr. Rafnar, Akureyri; úr Suður-Þing- eyjarprófastsdæmi: sr. Ásm. Gíslason, pró- fastur, Hálsi, sr. Hermann Iljartarson, Skútustöðum, sr. Þ. Sigurðsson, Grenjað-- arstað, sr. K. Arngrímsson, Húsavík, sr. Þ. Sigurðsson, Vatnsenda; úr Norður-Þing- eyjarprófastsdæmi: sr. Páll Þorleifsson, Skinnastað. Alls sóttu því fundinn 17 þjónandi prestar úr Hólastifti. En auk þessara presta 3íit sr. Friðrik HaUgrims- son, dómkirkjuprestur í Reykjavík, fund- inn, sem gestur, og einnig nokkrar (9) prestskonur. Fundurinn stóð í tvo daga. Fyrri daginn (G. júlí) gerðist það, er hjer segir: Eftir að forstíti hafði sett fundinn og boðið fundarmenn velkomna, hélt sr. Guð- brandur Björnsson i Viðvík — áður gtíng-- ið var til dagskrár stutta guðsþjónustu með fundannönnum. Lagði hann þar út af orðunum Í Joh. 12, 35.—36. Því næst var gengið til dagskrár og tek- in fyrir þessi mál: 1. Sr. Guðbrandur í Viðvík flutti er- indi, sem hann kallaði: »Afstaða kirkj- unnar til bindindismÆsins.« Tók ræðumað- ur það fram, að hann ætlaðist ekki til að fá neina fundarsamþykt í málinu, heldur fýsti sig að heyra skoðanir stjettarbræðra sinna um það og undirtektir. 2. Sr. Björn Stefánsson, prófastur á Auð- kúlu, flutti erindi, er hann nefndi: »Kröf- ur safnaðarins til prestsins.« Hneig ræða hans að því, að meta bæri prestinn sem prest, engu síður eftir framkomu hans utan kirkju en í. Bæði erindin voru rædd sameiginlega og urðu um þau alllangar og fjörugar um- ræður, og tóku margir til máls, en í hvor- ugu málinu var ályktun gerð. Stóðu er- indi þessi og umræður fram að kvöldverði.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.