Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1932, Síða 16

Bjarmi - 01.08.1932, Síða 16
128 BJARMI Skaftfellingur 10 kr., Tr'boðsfjelag karla, Ak- ureyri, 250 kr., Vinkona, til minningar um hjón- in á Leysingjastöðum í Húnav.s., óðalsbónda Guð- jðn Ingva Jónsson, d. 1930, og konu hans, frú Steinunni Púlsdóttur, d. 1924, og ron þeirra, Björn ólsen, d. 1930, 10 kr. S. J. Vm. 5 kr., Laufey, Iloltum, 5 kr., Kristniboðsdeild K. F. U. M. og K. í Vm. 150 kr., »Tvær« 100 kr. og sömu 100 kr. til »hungraðra Kínverja«, B. F>. 4 kr., S. ó. 2 kr. Júlnkvoðjiisjúður: Börn við Eystri-Eyjafjöll 22,30 kr. Börn í Skálavík 1,50 kr. Til EllIhcimiJisIns í Hvík: »Tvær« 300 kr., K. P. 50 kr. I’rcstlaiinasjúðu]’ Straiidnrkirkju: Kona í Bol.v. 5 kr., N. N. Winnipeg 20 kr., N. N. ísafirði 12,50 kr. Kirkjuráðlð. Kosning hjeraðsfunda fór svo, að kosnir voru Matthías Þórðarson, þjóðmenjavörð- ur og ólafur Björnsson, kaupmaður, með 10 og 9 atkvæðum. Jón Björnsson, Sauðárkrók, hlaut atkvæði 5 hjeraðsfunda, aðrir færri. Kosningin hefði farið á sama veg, þótt atkvæði einstak- linganna hefðu -verið talin. Áður voru í ráðinu: Kirkjumálaráðherra, biskup og vígslubiskup (S. P. S.). — Það fær margt vandaverk. Fyrsta útvai'iisguðsþjúnusta á íslensku vestan hafs, fór fram 5. júní s. 1. Hún fór fram í kirkju Fyrsta lútherska safnaðar í Winnipeg og ræð- una flutti sr. Björn B. Jónsson, prestur þess safnaðar. Hann skýrir frá |)ví í Lögbergi 16. júnt, að borist hafi á annað hundrað brjef og skeyti víósvegar frá ísl. fólki í Vesturheimi, til að þakka þessa nýbreytni, og sumir sent dollar með, upp í kostnaðinn við næstu ísl. útvarpsmessu í Winnipeg. Þakklæti þeirra er mest, sem lengi hafa engan kost átt á að hlýða á messugjörð á móðurmáli stnu, ýmist vegna lasleika eða einangrunar í enskumælandi um- hverfi. líjcraðsl'uudir og safnaðarfundir í sumar hafa lagst eindregið gegn prestafækkun, alstaðar, þar sem Bjarmi hefir frjettir frá. Sóknarnefnd dómkirkjusafnaðarins skrifaði öll- um sóknarnefndum landsins út af prestafækkun- artillögu Neðri-deildar, og hefir fengið ýms góð svör aftur, Hjer er sýnishorn, kafli úr brjefi frá form. sóknarn., dags. 3. þ. m.: »Á aðalsafnaðarfundi fyrir útskála-sókn, sem haldinn var 31. júlí s. 1., var brjef yðar lesið upp, og þessu næst tekin til umræðu þingsálykt- unartillaga landlæknisins. Kom brátt í ljós, að hún hefir ekkert fylgi. Sjerstaklega þótti athuga- verð atkvæðagreiðsla þingmanna þeirra, er vilja fækka prestum. Fanst mönnum þeir bregðast illa trausti kjósenda sinnat vitandi vel, að hjeraös- og safnaðarfundir víðast á landinu, nú fyrir tveimur árum, mótmæltu fækkun presta mjög eindregið. Tillaga sú, sem hjer fer á eftir, kom fram frá sóknarnefndinni og var samþykt í einu hljóði: »Fundurinn mótmælir eindregið fækkun presta og samsteypu prestakalla. Telur þjóðinni, nú eins og viðhorfið er, brýn nauðsyn á fleiri góð- um, trúuðum og áhugasömum kennimönnum, sjer- staklega til uppfræðslu barna og ungmenna, í kristindómi.« Fundurinn ákvað, að skrifa hinum nýja kirkju- málaráðherra og skora á hann að gera alt sem í hans valdi stendur, til aukinnar kristindóms- fiæðslu og eflingar og styrktar kirkju og krist- indómi í landinu.« Sainbaiul norskrn siiniiinlagaskúla heldur lands- fund á þriggja ára fresti. Norvegur er svo stór og kostnaðarsamt að sækja þjóðfundi, að kristi- legu fjelögin hafa sjaldnast ársþing, nema fyrir eitt og eitt fylki eða biskupsdæmi. Seint í júnl hjelt ]>etta samband landsfund í Kristjáns- sandi. Undanfarin þrjú ár höfðu andkristin öfl, og ]>ó einkum kommúnistar, barist mjög gegn sunnu- dagaskólum trúaða fólksins og sett meðal ann- ars á fót í ýmsum borgum guðleysisskóla fyrir börn, á sunnudögum, og kappkostað að hafa barnaskemtanir samtímis sunnudagaskólum. — En trúaðir menn og konur höfðu ekki horft á þetta iðjulausir nje kjarklausir. Og árangur »baráttunnar um börnin« var sá, ao sunnudagaskólum sambandsins hafði fjölgað um 218 síðan 1. jan. 1929; 655 sjálfboðaliðar og 13000 börn voru þar starfsmenn og þátttakend- ur. Alls voru um síðustu áramót 1891 sd.skólar í sambandinu, börnin 123979 og kennarar 6113. Ársreikningur var 40,472,98 kr., innkomið og farið. Sambandið hafði fjölgað ferðastarfsmönn- um um 2, báðir prestar. Sambandiö gefur út mánaðarblað með texta- skýringum, er það ári eldra en öldin, ritstjóri er sr. I. C. Larsen, jafnframt framkvæmdarstjóri. Handa börnunum gefur það út »Börnebibliotek- et«. Það er orðið 78 ára gamalt; ritstjóri þess er nú frú Hvoslef. Það selst vel; upplagiö er 26,500. Söngbókin hefir verið endurprentuð 26 sinnum og eintök hennar orðin alls 430,000. Enginn veit, hve margir fullorðnir eiga upptök gæfu sinnar frá þessu starfi. Útgefandi: S. Á. Gislason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.