Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1933, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1933, Blaðsíða 6
150 BJARMI Frá kirkjumálum Þjóðverja. Það hafa verið svo stórvaxin umbrot og breyt- ingar I kirkjumálum Þjóðverja síðan í vor sem leið, að þau eða þær hafa ekki meiri orðið í Þýskalandi siðan á siðabótaröld. Hafa erlend kirkjuleg tímarit sagt margt um þessi mál, en flest af því hefir borið með sjer, hvað afar- erfitt er að fá hlutlausa yfirsýn yfir þau - eins og raunar fleiri þýsk málefni. Annars veg- ar er hatrið og óttinn, sem allt leggur út á versta veg, en hins vegar blint traust á »leið- toganum« og öllum hans ráðstöfunum, og að því er kirkjumálin snertir, mætast fögnuður og gremja, ótti og von: Fögnuðui'lnn yfir að bar- áttan gegn guðleysi og opinberri spillingu hefir fengið öflugan ríkisstuðning. Grcmja yfir harð- hentum átökum ríkisvaldsins gagnvart hátt- settum klerkum, sem voru andvígir sameiningu þýsku kirknanna. »Landskirkjurnar« evangelisku hafa öldum saman verið 28, og það hefir ekki gengið orðalaust að steypa þeim í eina heild. og gjöra unga trúnaðarmenn Hitlers úr presta- hóp að yfirmönnum gamalla kirkjuleiðtoga - og það allt á ö mánuðum! óttlnn er við væntan- legt einræði ríkisbiskups og of mikið sambland þjóðmála við trúmál, en vonirnnr sólbjartar þar sem þjóðernisaldan og hetjudýrkunin er ríkust. — Allt þetta og margt fleira veldur því, að fátt er hlutlaust skrifað um kirkjumál Þjóðverja um þessar mundir, bæði heima og erlendis. En samt mun Bjarmi reyna að gjöra það innan skamms. En þar sem íslensk 'olöð eru með ýrr.sar dylgjur og óhróður í garð þýskrar kirkju, þykir réttmætt að birta nú þegar sýnishorn af því, hvað trúaður þjóðernisjafnaðarmaður þýskur segir um þessi málefni. Sr. Gunnar Engberg, góðkunnur æskulýðsleið- togi danskur, skrifaði í sumar grein 1 »Kriste- ligt Dagblad«, og kallaði hana »Trúaðir Þjóð- verjar á vegamótum«, þar sem hann álasar þýskum trúmönnum fyrir þáttöku þeirra I stjórn- málabaráttunni, og furðar sig á, að aðalfram- kvæmdastjóri 1 K. F., U. M. í Þýskalandi, dr. Strange, skuli hafa heitið Hitler fullu fylgi. — Þessari grein svaraði þýskur K. F. U. M. maður, er staddur var í Danmörku, á þessa leið: »Sem þýskur biblíufjelags- og K. F. U. M. leiðtogi las jeg grein yðar með mikilli athygli. Þjer viðurkennið, að það sje næstum ómögulegt að gjöra sjer fullkom- lega grein fyrir ástandi og viðhorfi í framandi landi. Jeg er kristinn Þjóðverji, og lít töluvert öðru vísi á ástand og horfur en þjer. Þess vegna ætla jeg að reyna að útskýra, hvers vegna foringi vor, Dr. Strange, gat gefið þýsku stjórninni svo ákveðið loforð um stuðning. Yjer kristnir ungir menn gátum ekki verið vinir »frjálslyndis«-fyrirkomulagsins þar sem hver gat lifað eftir sínum vilja án nokkurra skyldna við föðurlandið og þjóðina. Mjer detta aðeins í hug hin mörgu saurblöð (»Junggeselle«, »Leibeigene« o. fl.), sem allir gátu keypt. Jeg minn- ist allra hinna spillandi leikrita, sem sýnd voru í Þýskaalndi (»Der fröliche Wein- berg«, »Ehen werden im Himmel ge- lassen«) þar sem Guð almáttugur var lát- inn koma á leiksviðið sem gamall karl á inniskóm. En í ríkisleikhúsinu voru einn- ig sýnd siðspillandi leikrit eins og t. d. »Musikk« eftir Wedekins eða »Razzia« eft- ir Rehfisch, þar sem lögregluþjónn var látinn lifa með vændiskonu. Og svo þess utan allar »revyurnar« með hinum al- kunnu klúryrðum, og háði um hjónaband- ið. En ef menn skrifuðu gegn sliku, þá var ávalt sama svarið, persónufrelsið væri í hættu. Margir vorra kristnu manna vita að þjóðernis-jafnaðarmanna-hreyfingin berst gegn allri slíkri »list«, og hefir frá upphafi vega sinna gjört það. Lesið bók Hitlers: »Meine Kampf«, þar sem hann meðal annars lýsir, hve skaðleg áhrif hafi orðið af völdum siðspillandi »listar«, sem eitrað hefir margan, bæði á sál og lík- ama. Ef þjer hafið fylgst með innanríkislög- gjöfinni, þá vitið þjer, hvernig stjórnin reynir að skapa heilbrigt hjúskaparlíf. Fá tækt fólk, sem vill gifta sig, fær til þess 1000 marka styrk. Hjón, sem eiga fleiri en 4 börn, fá ríkisstyrk, en skattur er lagður á gift fólk, sem ekki vill eiga börn, og eins á piparsveina. Þar eð menn vita, hve fjölskyldulífið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.