Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1933, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.1933, Blaðsíða 8
152 BJARMÍ sinnaskiftum. Var orðinn nýr maður fyrir Jesúm Krist. Þeir verða í þeim söfnuð- um, sem þeir hafa snúist til Krists í. En kristinn Gyðingur verður aldrei Þjóðverji, þ. e. a. s. í pólitísku lífi (stjórn, menning og uppeldi) viljum vjer vera lausir við áhrif og afskifti þeirra, vegna þess að vjer álítum, að Guð hafi gefið oss Þýskaland til að lifa þar og ala upp börn vor eins og oss finnst rjettast. Þar að auki sýnir mannkynssagan, að Gyðingar koma ávalt fram sem föðurlandslausir menn. Mjer detta í hug slæm áhrif þeirra á stjórnmál vor, fjármál og listir. Ef að Gyðingar eiga að lifa í framandi landi, þá eiga þeir aðeins að dvelja þar sem gestir, og reyni þeir til að hafa áhrif á andlega lífið, verðum vjer að segja þeim kurteislega og ákveðið: »Hjer í voru landi ráðum vjer, þar eð þjer lifið öðru tilfinn- ingalífi og á annan hátt en vjer.« Jeg veit, að Luther var ekki mikill vin- ur Gyðinga, og hafi verið sagt í Eisleben: »Það var einmitt Lúther, sem kenndi þýsku þjóðinni að halda ættstofni sínum hreinum og utan við aðra kynflokka,« þá er vert að minnast baráttu Lúthers við hin stórkostlegu erlendu áhrif gegn um páf- ann í Róm. Biblíuþýðing hans skapaði hið þýska tungumál. Það var áður aðgreint i margar mismunandi mállýskur, og vjer munum aldrei gleyma, að hann flutti þýsk- an söng og hljóðfæraslátt inn á þýsk heimili. Hann sagði sjálfur einu sinni: »Fyrir Þjóðverja er jeg fæddur, og fyrir Þjóðverja vil jeg vinna.« En jeg lofa yður, kæri prestur, að vjer, »þýsk-kristnir« munum boða Guðs orð: um syndina hjá mönnunum og náðina frá Guði í Jesú Kristi, einnig nú á þeim tím- um, sem Guð hefir gefið oss í Þýskalandi. Með kærri kveðju, yðar einlægur Kunrt Dryscke (cand. theol.) Hvaðanæfa. Pingmenn Lettlands eru 100. Socialistar eiga 21, bændaflokkur 14. Smærri þingflokkar eru: Ihaldsflokkur, Kommunistar, sem nefna sig »bænda- og verkamannaflokk«, af því að »kom- munismi« er bannaður með lögum, nýbænda- flokkur, Þjóðverjar, Rússar, Gyðingar, Pölverjar o. fl. Er því síst furða, þótt róstusamt sje oft á þingi, og öll samtök mjög erfið, —og margir sjeu svo þreyttir á flokkaskiptingunni, að þjóð- ernishreyfingin, sem þar er nýlega hafin, fái byr undir vængi. — Aðalmálgagn íhaldsmanna heitir »Jaunakas Zinas« (Nýjustu frjettir). Bændaflokksblaðið heitir »Briva Zeme« (Frjálst land), en Pjóðernishreyfingarinnar »Perkon krusts« (Þórshamar) o. s. frv. Kirsteins. Stórt fyrirtæki i Stockholm sagði nýlega upp 57 starfsmönnum vegna kreppunnar. Þeir 400 starfsmenn, sem eftir áttu að verða, buðust þá til að sleppa vinnu fimmtu hverja viku, og kaupi sínu þá viku, ef hinir fengju að vera kyrrii'. Þetta tilboð var þegið, og hefir vakið mikla eftirtekt. Frá Ungvcrjnlaildi. Hin kristilega hreyfing meðal æskulýðsins á Ungverjalandi er nefnd »Soli Deo Gloria«-hreyfingin. Nafnið þýðir: Guði einum dýrðina, og tilgangur hreyíingar- innar er auðskilinn af nafni því, sem hún hefir valið sjer. Einn leiðtoganna, Soos, segir meðal annars um fjelag sitt: »1 staðinn fyrir skoðanir okkar á Kristi, er aðalefni fagnaðarerindis okkar lifandi kraftur Krists. — — •— Kristindómurinn er hvorki sunnudagaföt sem við klæðumst til að gleyma sorgum og áhyggjum lifsins nje svefn- meðal gegn þjáningum þess, heldur þvert á móti kraftur, sem í öllum erfiðleikum daglega lxfs- ins hjálpar okkur til að vinna sigur.« Hreyfingin á sterkastar rætur meðal stúdent- anna á háskólunum og meðal nemenda mennta- skólanna. — f júlí voru meðlimirnir ca. 2200, og nú eru þeir skiftir í 65 deildir. Biblíulestr- ar eru haldnir og vandamál lífsins rædd út frá kristilegu sjónarmiði og skýrð fyrir æskulýðn- um. Kjörorð piltanna er: »Hreinleiki, hófsemi, ráðvendni», og stúlknanna: »Hreinleiki, hlýðni, hjálpfýsi«. Jóh. H. Ritstjóri: S. Á. Gíslason PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.