Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1933, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.10.1933, Blaðsíða 4
148 BJ ARMI kennslu njóta nógu snemma,, þurfa miklu minni fjárhagsaðstoð alla æfi eftir skóla- dvölina en hinir. Hinir hröktust manna á milli tilsagnarlaust, oft og einatt um- kringdir af háði og stríði hugsunarlauss fólks, og stundum hættulegir sjálfum sjer og öðrum. Jafnframt rakst jeg á, að fávitahælin bjarga mörgum börnum, sem ekki eru fá- vitar í raun og veru, þótt vanhirðing og vanþekking hefðu dæmt þau í þann hóp. »Hingað kom í vor 8 ára drengur, blind- ur, sagður fáviti, sem ekkert gæti lært,« sagði sænsk forstöðukona við mig í sum- ar. »En við erum komnar að raun um, að drengurinn hefir fullt vit.« Þetta er ekkert einsdæmi, en þó eru hin dæmin fleiri, að þeir sem voru á tak- mörkum tornæmis og fávisku, höfðu ekk- ert gagn af neinni kennslu fyr en þeir komu í fávitaskóla. Og þeir urðu sjálf- bjarga. Ennfremur sá jeg, að læknavísindin áttu mikið verkefni, þar sem hin marg- breyttu mein fávitanna voru. Yissi jeg það nokkuð áður af lestri tímarita, en sá það þó enn betur á þessari ferð, einkum við samtal við dr. Larsen, aðstoðarlækn- irinn í Kellersku stofnuninni dönsku. Yf- irlæknirinn, dr. Vildenskov, var því mið- ur ekki heima, er jeg kom þar, en dr. Larsen fræddi mig um svo margt, að jeg hlaut að hugsa: Það væri betur að margir íslenskir læknar væru svona fróðir um mein fávitanna, og tækju svo höndum sam- an við íslenska mannvini og kennara til að hrinda framtíðarmálum fávita á Is- landi í viðunanlegt horf. Þetta þrennt þarf að haldast í hendur: fórnfós mannúð, uppeldisfræði og sjer- fræði læknavísindanna, ef allt á að vera í besta lagi. 1 íslenskum manntalsskýrslum hefir staðið sjerstakur dálkur með yfirskriftinni fábjánar og hafa þeir verið taldir þar rúm- lega 100 — en eru vafalaust mikið fleiri. Orðið fábjáni hefir kuldalegan blæ og svo neikvæða merkingu, að villandi er að nefna svo þá, sem dálítið geta lært og oft eru kallaðir hálfvitar í daglegu tali. Er því rjettara að taka upp samnefnið fávita um alla þá, sem áður voru nefndir fábján- ar og hálfvitar. Nefndin sem samdi barnaverndarlögin og gjörði fyrirspurnir til hreppsnefndar- oddvita um þetta fólk, tók það nafn upp og sömul. landlæknir í heilbrigðisskýrsl- unum frá 1931. En hverja mái þá kalla fávita? Eða hvar eru takmörkin annars vegar milli þeirrá og geðveikra, og hins vegar milli fávita og tornæmustu barnanna, sem mörgum finst að ekkert geti lært, oft af því að kennsl- an er ekki við þeirra hæfi? Fyrri spurningin snýr að læknisfræðinni en sú síðari að uppeldisfræðinni, og þar sem jeg er enginn sjerfræðingur í þeim greinum vil jeg ekki fara lengra en rjett drepa á hvernig þessum spurningum er venjulega svarað í aðalatriðum. Spurningunni: Hverjir eru fávitar? er venjulega svarað svo: Fávitar eru þeir sem vantar almennan sálarþroska frá; fæðingu eða fyrstu æsku svo þeir verða ósjálf- bjarga. Er við skýrslugerðir takmörkin sett venjulega við 4 ára aldur. Þeir sem verða fyrir því áfalli innan 4 ára að þeir ná litlum eða engum sálarþroska upp frá því, eru þá taldir með fávitum, en hinir, sem svipað áfelli fá 5 ára eða seinna, eru taldir með geðveikum. Þykir þó sjerfræðingum álitamál, hvort rjett sje að líta á aldurstakmarkið eitt o'g yfirhöfuð sje aðgreiningin milli þeirrar teg- undar geðveiki, sem læknar kalla »dem- entia«, eða sljóleika og áfallandi fávisku oft svo erfið að það sje sjerfræðinga einna að skipa hverju einstöku tilfelli í rjettan flokk. Ennfremur er þess að gæta, að með fávitum eru venjulega taldir þeir, sem eru frá bernsku svo siðferðilega lamaðir að þeir ráða ekkert við geðshræringar sín-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.