Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1934, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.03.1934, Blaðsíða 1
XXVIII. á arg'. Reykjavík, 15. mars 1934. 6. tbl. Nýjárskvedja til IristnMsráa. Það er alveg óhætt að gjöra ráð fyrir því, að margir kristniboðar í Kína byrji árs- skýrslu sína að þessu sinni með þeirri stað- hæfingu, að liðið ár hafi verið blessunar- t’íkasta og að öllu leyti ánægjulegasta árið þeirra við kristniboðsstarf. Það verður sannað með tölum, að sett hafa verið ný met hvað ytra gengi snert- ir; t. d. voru liðlega 50 manns fullorðinna skírðir í kalli yðar. eða helmingi fleiri en 1932. En trúarvakningarnar víða um land, (innan safnaðanna einkanlega), bera það með sjer að kristindómurinn hefir fest ræt- ur í hjörtum ótal. manna hjerlendis. Fleiri menn munu nú sannfærðir um en nokkru sinni fyrr, að sigur kristnu trúarinnar er eina framtíðar von þessa elsta og mesta þjóðfjelags heimsins. Það varð ekki okkar starfi að sök, þótt bændaherirnir, eða »varðsveitir þorp- anna«, berðust innbyrðis, aðeins örfáa kílómetra fyrir sunnan bæinn. Einn lækn- anna frá sjúkrahúsi okkar í Laohokow, var þá hjer um tíma, og hafði um 150 særðra manna undir hendi. Lælíningastofu er nýbúið að opna hjer á stöðinni; norski læknirinn verður hjer tvo mánuðina fyrstu, en svo mun hjúkrunarkona taka við því verki, og læknirinn aðeins koma við og við. Samkomusalur er við hliðina á lækn- ingastofunni, en kínverskum trúboða hef- ir verið falið að tala þar máli Krists, bæði á hátíðlegum samkomum og í einkasam- tali við menn. Alls hafa verið haldin 12 trúarbragða- námskeið f.yrir trúnema, en síðasta nám- skeiðið byrjaði hjer á aðalstöðinni þriðja dag jóla. Á því námskeiði eru alls 53 ungra manna frá útstöðvunum; aðalnámsgreinir eru kver og' biblíusögur, og nokkrar náms- greinar efstu bekkja barnaskólans. Hjeð- an ganga 8 ung'lingar í æskulýðsskólann á nágrannastöðinni í Nanyang, og verða þar í 6 mánuði. Von er um, að sumir þeirra sjeu trúboðaefni og fari síðar í biblíu- skóla. Starf hefir verið hafið á tveimur út- stöðvum, sem lengi láu í eyði, sakir ræn- ingjaóeirða, og má þá heita, að verk trú- boðanna í þessu umdæmi sje nú loks kom- ið í líkt horf, og þegar gengi þess var mest, nefnilega fyrir stjórnarbyltinguna 1927. Prjedikunarstöðvar eru í fjórum stærstu þorpunum, og reglubundnar sam- komur því haldnar á vikufresti á alls ell- efu stöðum. Námskeiðunum hefir venju- lega verið lokið með nokkurra daga vakn- ingasamkomum. Sú trúarhreyfing, sem hjer byrjaði fyrir tveimur árum, virðist

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.