Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.04.1934, Side 1

Bjarmi - 15.04.1934, Side 1
Frá Noregi. Eftir V. Skagfjörð, cand. theol. Margt er á annan veg í kirkju- og kristnilífi frænda vorra Norðmanna en hjá oss. Meðal margs annars má þar tilnefna hið kristilega starf meðal stúdenta og menntaskólanemenda, sem nú á síðustu ár- urn hefii- unnið marga og mikla sigra hjer > Noregi. Fyrir skömmu átti »Norges kristelige studentlag« 10 ára afmæli, og þ.vkir mjer því vel við eiga, að gefa les- endurn »Bjarma« kost á að Ivynnast þessu mikilvæga starfi. IJm aldamótin síðustu var stofnað kristi- legt stúdentafjelag hjer í Osló, Norske studenters knstelige forbund,« sem enn er starfandi. Fyrstu árin var starf þess mjög áhrifamikið og blessunarríkt, enda margir ágætir kirkjumenn, sem stóðu þar í fylk- mgarbroddi. En þegar aldamótaguðfræðin (»nýguðfræðin«) náði fótfestu hjer við há- skólann leið ekki á löngu uns hún fór einn- að gera vart við sig í stúdentafjelag'inu. í*eir fáu, sem hjeldu fast við sína gömlu frú, fengu ekki rönd við reist, og' svo fór a3 lokum, að aldamótaguðfræðingarnir rJeðu lögum og lofum í fjelag'inu. Hjer í Noreg'i mætti aldamótaguðfræð- in harðri mótspyrnu innan kirkjunnar, sem leiddi af sjer harðvítuga kirkjudeilu. Fyrsti þátturinn í þeirri deilu var hin víðfræga bók »Mót straumnum,« sem Heuck biskup gaf út (1904); alvarleg og á- hrifarík viðvörun við afneitunarguðfræð- inni. Næsti þáttur var prófessor-deilan 1908 sem lauk með því að einn róttækasti alda- mótaguðfræðingurinn, J. Ording, var skip- aður prófessor við háskólann, og samdæg- urs sagði prof. dr. S. Odland af sjer em- bætti sínu við háskólann, þar sem hann gæti ekki samvisku sinnar vegna, tekið á sig þá ábyrg'ð, að standa við hlið þess manns, sem afneitaði meginstaðreyndum kristindómsins, og á þann hátt að gerast óbeinlínis samsekur um það, að prestaefni kirkjunnar fengju skaðvæna uppfræðslu í nafni vísindanna Tveim árum síðar, 1908, var svo Safnaðarháskólinn settur á. stofn, þar sem dr. Odland varð prófessor. Vet- urinn 1919 blossaði svo kirkjudeilan upp að nýju, og þá lauk henni með allsherjar- fundi hjer í Osló, þar sem allir leiðtogar biblíutrúarmanna voru samankomnir (alls ca 4—5 þús.), og' þar sem samþykt var einróma að hafna allri samvinnu við alda- mótaguðfræðinga. — Síðasti -þátturinn í þessari löngu og hörðu deilu var svo »Norg- es kristelige studentlag«. Um stofnun þess segir svo í nýútkomnum bækling í tilefni af 10 ára afmælinu: Það var ekki óeðli-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.