Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.04.1934, Page 3

Bjarmi - 15.04.1934, Page 3
BJARMI 57 er það skýrt tekið fram, að það byggir starf sitt á trúnni á friðþægingu Frels- arans fyrir syndir vorar og upprisu bans oss til rjettlætingár, eins og Heilög Ritn- ing kennir og Postullega trúarjátningin ber vitni um. Meðlimir »Stundentlagets« eru nú hátt á annað hundrað. En hver áhrif það hefir, verður ekki sagt með tölum. Geta má þess, að á fundum fjelagsins eru oft fleiri stúd- ontar en þeir sem inmútaðir eru sem með- limir, oft yfir 200, og' munu ekki mörg kristileg og heldur ekki önnur — fje- lög geta sagt það sama. Frh. Verðskuldar pakklæti. Siirsjaldan berast raddir vestan um haf um lo'istnihald heima ;i Fróni« og þv! telur Bjarmi 'Mett að flytja jjessa grein athugasemdalausa, enda j>ðtt ritstj. sje henni ekki samþykkur að öllu leyti. Ititstj. Bjai'ina. Herra ritstjóri »Bjarma«! Jeg sendi yður línur þessar í þeirri von, að þær við tækifæri verði birtar í >:>Bjarma«. Efni þeirra er, að mig lang- ar til a.ð þakka sr. Benjamín Kristjáns- syhi fyrir ritgjörð hans: »Kirkjan og árás- arlið hennar«, sem birtist í tímaritinu >>íðunn« 1933, endurprentuð í vikublað- inu »Heimskringla« 21. febrúar s. 1., sem er andmæli gegn niðurrifsmönnum krist- indómsins. — Að minni hyggju mun ritgjörð hans sprungin af líkum anda, sem vakti fyrir Jóni biskup Vídalín, þá hann flutti ræð- Una miklu á Alþingi 10. júlí 1718, gegn Oddi vicelögmanni Sigurðssyni, og' dóms- valdi landsins á þeim tímum. »Hann talaði um rjettinn, sem lög hefðu í landi, ei' þ'ðs skyldi mönnum á Guð vísandi« »Djöfullinn leikur með lausum hala, að löngun og vilja hans dómarar tala, ef ranglætið nær svo í dónium að drottna, hjá drenglyndum jafnvel mun guðsóttinn jrrotna, og nái glæpamenn greiðslu á því hæli, gerð verður kirkjan að ræningjabæli; þeir vjelræði stunda sem aðra iðn, og ekki vilja skipast láta, tilbiðja foreyðslu fávisku í« o. s. frv. Allt útlit er fyrir, að sr. B. Kristjáns- son, ef honum eldist aldur, verði nýtui- þjónn hinnar stríðandi kirkju. — Einnig má vona, að framvegis muni hann ekki taka þegjandi við árásum þeim, sem beint verður að kirkju og kristindómi á kom- andi tíð, enda var það auðheyrt á ræð- um hans, er hann flutti hjer vestanhafs, að mikið inundi vera í manninn spunnið. Því miður er útlit fyrir, að á Islandi sje oröinn fjölmennur guðleysingjahópur, og er það illa farið, en sem betur fer, mun einnig vefa áberandi hópur manna innan vjebanda kristninnar, sem ekki mun hrekj- ast láta þó kalt blási, tel jeg þar fyrsta í flokki ritstjóra þessa blaðs og sr. B. Kristjánsson. Tímarnir hafa breytst síðan jeg fór frá Tslandi fyrir 32 árum. — Þá virtist almenningur vera hjartfólginn i sinni svo kölluðu barnatrú, og andlegu mál- in helgur f jársjóður. En lítið finnst mjer biskup landsins láta á sjer bera gagnvart ófögnuði þessum (máske góðmenni að eðl- isfari). En varla hefði hinn mikli andans maður sem faðir hans var, Helgi lector Hálfdánarson, látið slíkt um eyrun þjóta, án þess að minnast á það í ritum og ræð- um, svo að ófreskja sú hefði ekki hertek- ið land og þjóð. - Góðmennskan er virð- ingarverð í alla staði, en allt hefir sín tak- mörk. Kristur sjájfur var og er friðarhöfð- ingi, en samt segir hann til Gyðinganna: »Þjer eiturormar og nöðrukyn«, — þetta mundi þ.ykja mikið sagt nú á dögum, en Kristur hafði fulla einurð á að segja til syndanna, þá er hann áleit þess við þurfa.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.