Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.04.1934, Qupperneq 7

Bjarmi - 15.04.1934, Qupperneq 7
BJARMI 61 mfiltíðina. - Lindbergh afþakkaði boðið, Hann var spurður uni ástæðuna, og svaraði hann þvl svo: »Pyrir skömmu kom jeg til Shanghai I Kína. Þar var mjer sagt frá hallærinu mikla og að fólk dæi daglega þúsundum saman úr sulti og drepsóttum i sumum hjeruðum Kínaveldis. Marg- 'r læknar höfðu farið þangað, en einir 7 kom- 'ð aftur lifandi; og nú væri þar hinn mesti skort- ur meðala. Jeg bauðst til að Ieggja lið og tók í flug- vjel mína eins mikil lyf og hún gat borið. Þeg- ar jeg lenti, komu læknar og hjúkrunarkonur til að taka á móti lyfjunum, en fólkið þyrptist að, til að sjá hvort ekkert kæmi ætilegt. Sumir ðitu í vængina á flugvjelinni, til að ganga úr skugga um hvort ekki væri hægt að borða þá. —• Með mestu erfiðismunum komst jeg af stað aftur til að sækja meira. En þessar ferðir höfðu þau áhrif á mig, að mjer fannst jeg gjörbreytast áður en jeg fór frá Kína. — Vísindin eru góð, þau hafa meðal annars gefið mjer flugvjelina, svo að jeg get flogið umhverfis jörðina, þrátt fyrir storma og illviðri. En vjer þurfum annað meira en vlsind- in, — Vjer þurfum nýtt hugarfar. — Og jeg •nun aldrei borða 5 dollara miðdegisverð, meðan flugvjelin mfn er með tarinaför sárhungraðra nianna og meðan ekki er að fullu bætt úr hung- ursneyðinni.« K. F. U. K. I Svíþjóð stofnar til fundar með leiðtogum K. F. U. K. á Norðurlöndum í Sig- túnum í Svíþjóð 30. júlí 13. ágúst I sumar. ltæðu- wenn verða þar margir góðir, en jafnframt eiga konurnar að fá góðan tíma til að kynnast jiessa 14 daga. Skyldi nokkur fara frá islandi? Fyriiiestraföi' Stanley Jones um Norðurlönd, sem getið var um I síðasta bl., hefir vakið hina meslu eftirtekt. Flytja stórblöðin löng samtöl við hann um kristniboð. Stanley Stones er Ameríkumaður, en fór til Indlands eftir háskólaprófið. Bar ekki mikið á honum við kristniboð fyrstu árin og um eitt skeið var heilsa hans svo biluð, að útlit var á, að hann yrði að hverfa alveg frá Indlandi. — En þegar öll sund virtust lokuð, tók Drottinn 1 taumana. Heilsuleysið hvarf, en trúarþrekið uiargfaldaðist, og síðan hefir hann starfað meö uuklum árangri, aðallega meðal menntamanna Indlands. Bækur hans hafa náð útbreiðslu um °Þ kristin lönd — jafnvel út á íslandi. »Kristur a vegum Indlands«, sem tímáritið Jörð er að flytja I íslenskri þýðingu, var fyrsta bókin, sem gjörði hann heimsfrægan, en slðar hefir hann skrifað ýmsar aðrar jafngóðar eða betri, Prje- dikunarferðir hefir hann farið um Suður-Ame- ríku og Kína og Japan og skrifað ágætar frá- sögur þaðan. Hvað eftir annað hafa honum verið boðin bestu embætti heima fyrir, og ársþing Metodista í Bandaríkjum kaus hann einróma að biskup fyrir fám árum, en hann hefir hafnað því öllu. »Drott- inn gaf mjer heilsuna til að vera kristniboði og því starfi held jeg meðan kraftar leyfa,« segir hann. Heimatrúboðið I Stokkhólmi — »Stockholms Stadsmission« er það nefnt á sænsku - varð í vetur fyrir svo hörðum árásum út af fátækra- hjálp, sem það veitir, að stjórnarnefnd þeirrar starfsgreinar þess, sem Svíar nefna »Smá smul- or«, sagði af sjer störfum. En þá komu bæði gefendur og þiggjendur með svo ákveðnar áskor- anir um áframhald, að starfið var tekið upp aftur. Konungsefni Svía tók fyrstur til máls við útsölu til styrktar starfinu þegar verið var að endurreisa það, og er mælt að heimatrúboð- inu hafi orðið það hinn mesti styrkur. Stúdeiitai' og menntaskólapiltar í Svíþjóð hafa hafið herför gegn saurblöðum og lauslætisbækl- ingum. Stúdentar I Lundi urðu fyrstir til að hefjast handa I þessu efni. »Munaðarfýsn og fje- græðgi er að eitra fyrir æsku þjóðar vorrar, og þá stendur það næst oss æskumönnum sjálfum að hrinda brott óþverranum,« segja þeir. And- mælaskjöl gegn öllum óþverra I ritmáli hafa síð- an farið um landið og æskumenn tugum þúsunda saman skrifað undir þau, Sumstaðar taka og menntaskólapiltar mikinn þátt í almennu safn- aðarstarfi. fbúnr Gyðingnlnnds voru taldir rjett fyrir síð- ustu aldamót og voru þá 1035154 (konur 509076, karlar 526078). Um sjötti hver maður, en tæp- lega þó, var Gyðingur. Peir voru alls um 172 þúsund. íbúar I Jerúsalem voru um 92 þús., af þeim voru um 56 þús, Gyðingar. Dnniol Frnser, framkvæmdarstjóri kristniboös- fjelags skotsku kirkjunnar síðan 1925 og kunn- ur Afríku-kristniboði árin 1896 1925, er nýlega látinn, 64 ára gamall. Síðustu skýrslur segja að jarðarbúar sjeu um 1958 milljónir, Rómversk-kaþólskir menn eru þá taldir 298 milljónir, evangeliskrar trúar 145

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.