Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 3
BJARMI 73 ræður fram. Hver gestur segir þar fra trúan-eynslu sinni eða innra manni. Hindúinn seg'ir frá því, hvaða lið trú hans hefir veitt honum, sama g'jöra hinir: Mú- hamedsmenn, Parsar og kristnir menn. 0f>- reynsla vor hefir orðið sú, að hvert einasta samtal hefir endað á því, að allra augu snerust að Kristi. Hvers vegna? Vegna þess, að liann einn gjörði það, sem hinir gátu ekki. Hann frelsar læri- sveina, ekki eingöngu á himnum heldur og á jörðu. Hann getur einn veitt ját- endum sínum full svör um tilgang lífsins. II. Hver er aðstaðan milli erfikenninga og hugsanastefnu trúarbragðanna annars- vegar og breytinga þjóðlífsins hinsvegar? Pegar um það er rætt, þá er stundum 'nælt á þessa leið: »Skólahald kristniboðsins (»skólamiss- ion«) er ekki ámælisvert, því að aukin menntun verður alstaðar að liði. Lækn- 'ngar og sjúkrahús (»lækningamission«) eru þörf fyrirtæki, jafnan lofsvert að bæta niein og græða sár. Iðnaðar- og búnaðar- kennsla kristniboðsins eiga rjett á sjer, þar sem henni fylgja margai' umbætur til meiri velmegunar. En það er trúarboð- skapurinn, sem er varhugaverður. Hvers vegna eiga erlendir aðkomumenn að vera að skifta sjer af trúarhugmyndum fólks- ms? Er ekki lang best að láta í friði forn- an erfikenningar trúarbragðanna, sem ofn- ai‘ eru saman við allt þjóðlífið?« Hverju getum vjer svarað þessu? Hjer ei' eiginlega spurt um hvort aðalatriði kristniboðsins sjeu rjettmæt. í Tyrklandi, Rússlandi og Pýskalandi sjáum vjer greinilega hvað trúarsköðanir eru áhrifaríkar í lífi þjóðanna. Vjer fullyrðum: Með flutningi fagnaðarerindisins leit- Urnst vjer við að gefa uppvaxandi kynslóð nýjan arf. Engin þjóð er annari lægri í raun og veru, þótt þroski þeirra sje misjafn, og hjá hverri þjóð eru afar miklir þroskunar- möguleikar. Þessa má sjá glögg dæmi á Indlandi. Samkvæmt guðshugmynd Indvei'ja er Brahma ekki í heiminum heldur utan hans og í engu sambandi við heiminn. Hann er hátt hafinn yfir allt starf, og laus við all- ar ástríður. Sje það rjett, að hið besta og æðsta hjá mönnum sje eftirmynd hins besta hjá Guði, þá verður árangur indverskrar trú- arheimspeki sá, að mönnum beri að leita brott frá heiminum, til Brahma, brott frá öllu starfi, og að ekkert sje gott nje illt í raun og veru. Afleiðingar slíkra skoðana í þjóðlífinu hljóta að vera kyrstaða og afturför. Hvernig er Guð fagnaðarerindisins? Guð elskar heiminn í Kristi. Sorgir heimsins og þjáningar eru hin þunga byrði Guðs. Jeg þori varla að segja það upphátt, til þess að verða ekki misskilinn: — að synd heimsins sje synd Guðs. Á kross- inum tók hann að sjer alla ómælandi eymd heimsins og lagði hana á hjarta sjer, - ef oss leyfist að tala mannlegt líkingar- ingamál um Guð. Sje það rjett að hið besta hjá mönnun- um sje eftirmynd hins besta hjá Guði, þá hlýtur lærisveinn Krists að þjást meö heiminum og fyrir heiminn, og krossinn er merki þess þjáningasamf jelags; enda er boðskapur vor sannarlega í sam- bandi við lífið — endurreisn lífsins. Er nokkur munur á fyrir þjóðlífið hvort guðshugmyndin er Kristur, Brahma eða Búddha? spyrja menn. Vjer spyrjum Búddha hvað lífið sje. Svarið er: Vera til og að syndga er eitt og hið sama. Því er takmarkið: eyðing alls lífs. Ekkert starf, engin ástríða. Endatak- markið er nirvana, sem naumast mun þýða »allsleysi« heldur »slökkt ljós«. Þetta kallar Búddha sigur. Hvað segir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.