Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 11

Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 11
BJARMI 81 »Sauikoniur i sraflivelfiiipiiiiir Dr. Stanley Jones fór í mars og fyrri hluta apríls fyrirlestrarför um Norður- lönd og Eystrasaltslönd eins og þegar hef- ir verið sagt frá. Leiðsögumaður hans var Wade biskup Metodista á Norðurlöndum. I kyrru vikunni hjeldu þeir samkomur á Eistlandi við geysiaðsókn, en á páskadag fóru þeir frá Tallinn (Reval) til Lenin- grad. Dr. St. Jones fjekk ekki að flytja nein opinber erindi á Rússlandi, en fjekk þó að hitta að máli þá trúmálaleiðtoga, sem enn starfa í borgum þeim, sem um var farið, en eru þar í ónáð stjórnarvalda og búa við ýmsar ofsóknir. »Þeir samfundir minntu á samkomurnar í grafhvelfingum Rómaborgar, þegar kristnir menn urðu að fara huldu höfði,« sagði dr. St. Jones. »Hvers vegna farið þjer til Rússlands?« spurðu blaðamenn hann. »Ástæðan til þeirar farar er sú, að stúd entar á Indlandi spyrja mig iðulega á »spurningafundum«: »Hvað segið þjer um kommúnismann á Rússlandi?« — Komm- únismi er eins og þjer vitið eitt af þeim við- fangsefnum, sem stúdentar ræða um allan heim, og ef til vill óvíða meira en á Ind- landi. — Og þegar jeg er spurður svo, hefi jeg fundið til þess, að jeg skuli ekki hafa sjeð mig um á Rússlandi. Það er ann- að að frjetta og lesa og annað að sjá sjálf- ur. Og fyrst jeg fjekk þetta tækifæri, er sjálfsagt að nota það.« Frá Moskva fór dr. Jones beina leið til Indlands, en Wade biskup sneri við til Norðurlanda. Seg’ir biskupinn svo frá Rússlandsförinni í Sænska Morgunblaðinu: »Aðra eins páska hefi jeg aldrei lifað. Jafnskótt og við vorum komnir yfir landa- mæri Rússlands á páskadaginn var allur helgidagafriður horfinn.*) Allar kristnar PáskaháUðin var þó fyrrum aöal-stórhátíð Hássa, eins on annarsstaðar i grísk-kaþólskri kirkju. Ritstj. hátíðar og helgidagar eru úr lögum numd- ar hjá Rússum. I Leningrad komum við í Isakskirkjuna miklu, sem nú er orðin safnhús guðleysis. Það var átakanlegt, mildast sagt, að litast um í þessu forn- fræga musteri kristninnar og sjá þar ekki annað en allskonar guðlastanir í myndum og ritmáli. Um kvöldið lögðum við af staö út í bæ að leita að einhverri kirkju, þar sem guðsþjónusta færi fram. Eftir langa leit fundum við óálitlegt samkomuhús á baklóð, þar sem kristið fólk var saman komið. Það voru fyrstu kynni okkar við kristilegt starf í Rússlandi. »Sje kirkjunni hafnað lendir allt í öng- þveiti,« hefir dr. Jones stundum sagt, og viðkynning okkar við Rússa staðfestir það. Rússnesk frjettablöð minntust ekki einu orði á ferðalag dr. Jones, og var það ærið ólíkt því, sem hann hefir átt að venjast annarsstaðar. — En skömmu áður en hann kom hafði þó aðalblaðið í Moskva, »Isves- tija«, flutt grein, þar sem teknar voru upp nokkrar meginhugsanir úr því, sem er- lend blöð höfðu haft eftir honum. Vitaskuld var hans hvergi getið í því sambandi, orða- lagið nokkuð á huldu og Guðs nafn hvergi nefnt. Þó var að því vikið að varanlegar hugsjónir yrðu ekki reistar á efnalegum og verklegum framförum einum. Menn sæu að lifnaðarháttum og siðferði hefði farið aftur hjá þjóðinni þrátt fyrir efnalegar og verklegar framfarir. Rússlandi bæri nauðsyn til að reisa framtíðarvelferð þjóð- arinnar á siðferðilegum grundvelli o. s. frv. Þessháttar skrif er nýlunda með Rúss- um á vorum tímum. Þrátt fyrir allar ofsóknir hafði kristið fólk i Rússlandi engan veginn lagt árar í bát og þeir fjelagar sáu þess g'lögg merki í Moskva, að það er ekki satt sem guðleys- ingjar segja stundum, að erlendir menn einir sæki kirkjur í höfuðborginni. Leið- togar safnaðanna voru vongóðir um að aftur mundi birta og ofsóknir dvína. Þeiv sögðu:

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.