Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 5
BJARMI 75 er að vakna og þar eru geysimiklar þjóð- málahreyfingar. En þá vil jeg bæta við: Hindúatrúin veitir þeim engin öfl nje liðs- sinni. öll endurnýjunar og breytingaöflin koma frá, Kristi. Vjer leitumst ekki við að flytja Indlandi hugsýn, en vjer flytjum Indlandi frásögn, frásögnina um að orðið var hold og bjó með oss. Vjer leitumst við að gefa Ind- landi Krist; minna erum vjer ekki ánægð- ir með og betra getum vjer ekki gefið III. Af hverju störfum vjer að kristniboði? Blátt áfram af þeirri ástæðu að vjer g'et- nm ekki verið kristnir nema vjer útbreið- >?m kristindóm. Kristniboð er fLutningur boðskapar um Jesúm Krist út um heim. Jesús sjálfur er sannleikurinn. Sannleikur- inn s etur ekki samkvæmt eðli sínu verið staðbundinn, hann er almennur, gildir al- staðar, og alveg óháður því hvað margir eða fáir sjá hann. Hið ósanna eða ranga er bundið við missýningar einstaklinganna margra eða fárra. Ef einhver segði í alvöru að 2 og 2 væru 5, þá væri það ?- tnyndun hans sjálfs. Hitt að 2 og 2 eru 4 er almennur sannleiki, alveg óháður því bvað margir kannast við hann.*) Orskurðaratriðið er ekki: Eigum vjer að senda kristniboða út um heim eða ekki? Heldur er úrskurðaratriðið enn dýpra °g róttækara: Er sannleikur fagnaðarer- lndisins almennur, œtlaður 'óllu mannkyni eða sjerstökum þjóðum? Hafi fagnaðarerindið ekki almennt gildi, bá er það ekki satt. En sannleikurinn hefir almennt gildi og Pví störfum vjer að kristniboði. Andmælin eru ýmiskonar, það má líta ;i fáein: Asíumenn segja stundum: »Pað 0|' valdafíkn bak við kristniboðið. Vest- ,!) »Stóra margföldunartaflan« er jafnrjett fyr- 11 hví,, ])ótt meiri hluti mannkynsins ruglist í henni. rænar þjóðir ásælast lönd og senda kristni- boða á undan til að gjöra oss óhrædda við vestræn áhrif.« Því miður er ekki unt að fullyrða að enginn fótur sje fyrir þess- ari ásökun. Þess eru dæmi bæði í Kína og á Indlandi að kristniboðar hafa ekki verið hlutlausir í stjórnmálum. Það hafa að vísu verið undantekningar, — en eðlilegt samt að innlendir menn ókristnir haldi þeim dæmum mjög á lofti. En benda má þá á, að kristniboðsfundurinn mikli í Jerú- salem árið 1928 i samþykkti í einu hljóöi (fulltrúar frá 50 löndum) að biðja stjórn- ir vestrænna þjóða að sleppa allri erlendri ríkisvernd með kristniboðum og éignum kristniboðsfjelaga í ókristnum löndum. Aðrir seg'ja að kristniboðar sjeu að strit- ast við að flytja trúmála og sjerflokka á- greining kristinna landa til ókristnu land- anna. Því miður er það heldur ekki ástæðu- laus ásökun. Vjer höfum stundum munað betur éftir að boða sjerskoðanir kirkju- deildar vorrar eða sjerstefnu fjelagsins, sem sendi oss, en að boða Krist sjálfan. Samt játum vjer og reynum yfirleitt að muna, að vjer erum ekki sendir að heim- an til að reyna að búa til smámynd eða eftirlíking'u af fjelagi voru eða kirkju, heldur til þess að boða Krist, svo að smá- mynd af hjartalagi hans megi endurspeg'l- ast í hugarfari einhverra sem ekki þekktu hann fyrri. Kristur er ástæða kristniboðsins. Kristúr er takmark kristniboðsins. Kristur er eina hjálpræði einstakling- anna, og einkavon þjóðanna. Margoft verðum vjer í kristniboðsstarf- inu að bera kinnroða fyrir »kristna« þjóð vora eða kirkjufjelag vort, sem ætti að sýna miklu betur krafta kristinnar trúar en það gjörir. Kristniboðsfjelögin eru heldur ekki gallalaus; við það hljótum við að kannast gagnvart Guði og glöggum mönnum. Vjer kristniboðar erum heldur ekki galla- lausir sjálfir. Á öllu þessu hljótum vjer

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.