Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.05.1934, Blaðsíða 7
BJARMI 77 fjöll svo há — enginn staður svo afskekt- ur — ekkert tungumál svo erfitt eng- inn þjóðarígur svo mikill engin von- svik svo róttæk — að það geti hindrað þá kærleiksríku fórnfýsi, sem fórnandi Guðs sonur hefir skapað í hjörtum þeirra. Kærleikur hins krossfesta hefir sigrað þá. Ki’istniboðið er grundvallað á kærleika Krists.----------- íslenskað úr bókinni »The might of sacri- ficial love« eftir Stanley Jones. Sú bók er meðal annars þýdd á dönsku og heitir þá »Den lidende Kærlighed«. — De Unges Forlag Aarhus og kostar aðeins eina krónu. Guðstraustið. Smásagu œtlud fermingarbörnurn. Það var blíða logn og salla regn. Þokan grúfði yfir fjöllunum og teygði sig fram úr giljum og skörðum. Hún lá líkt og flóka- slæður hjer og þar, en helst yfir ám og lsekjum, svo langt sem sjóndeildarhring- urinn náði. Þetta var laugardagur fyrir hvítasunnu. Presturinn á Stað hafði lokið barnaspurn- ingum. Börnin voru nú á heimleið. Fjórar stúlkur sem áttu samleið, voru nú að tala um áhugamál sín, sem sjerstaklega voiui í sambandi við fermingu þeirra, svo sem: væntanlegar gjafir, veislur og skemmti- ferðir. »ö, að veðrið verði ekki svona andstyggi- iegt á morgun!« mælti Bína kaupmanns- dóttir. »Já, segðu það,« önsuðu Anna og Marta 1 einu hljóði. »Það væri óttalegt að hugsa sér,« mælti Bína, »ef við sem erum nú búnar að fá dýrindis silkikjóla, sokka skó og allt hugs- anlegt skart ef við gætum svo ekki komist lengd okkar, nema í viðbjóðslegum vegnfötum, ó, hugsið ykkur! En út yfir tseki þó ef hjela skyldi setjast á kjólinn hennar Ingu!« sagði hún og brosti háðs- lega. Stúlkurnar hlógu og gáfu Ingu horn- auga. »Og ætli blessaður presturinn auglýsi það ekki í kirkiunni, sem hann las yfir okkur að lokinm fræðslu? spurði Marta. »Jú, það var laglegur ræðustúfur sem við fengum þar,« sagði Anna. »Heyrðu, Inga!« kallaði Bína. »Fellur þér ekki vel í geð að hlusta tvisvar sama daginn á hin fögru orð, sem hann séra okkar sagði í dag í þinn garð.« »Fermingarsystkini eiga að bera bróður- hug hvert til annars,« svaraði Inga, »svo held ég að presturinn hafi ekkert meint með því sem hann sagði þá, að minnsta kosti ekkert illt.« »Nei, þar kom það,« sögðu þær sem einn maður. »Það var heldur ekki mikið ljótt við það, þótt hann segði að Öll frammistaða þín væri mikið betri en allra annara barna, sem sér hefði veitst náð til að mega uppfræða, enn sem komið vævik »Hættið þessu, stúlkur góðar,« bað Inga. »Nú, hvað vildir þú betra?« sagði Bína ertandi, »annars er jeg nú farin að vona, að sá góði maður verði svo heillaður af þér á morgun, þegar þú verður komin í skautbúninginn hennar mömmu þinnar, að hann bjóði þér frúarstöðu á Stað. Þú verður víst ekki leng'i að bæta honum konumissinn.« »Já, það laítur að líkum að svo fari,« mælti Marta í líkum tón. »Við heyrðum öll, hvað honum fannst þú vera dásamleg í rauða vaðmálskjólnum!!« »Jæja, hér skiftast leiðir,« sagði Inga. »Verið nú sælar.« »Vertu bless — við sjáumst víst á morg- un.« »Ef Guð lofar,« svaraði Inga. »Ö, hve einveran er unaðsleg þeirn, sem þrá hana,« hugsaði hún. Henni fannst það blessun að geta losnað úr þessum leiða fé- lagsskap. Og þessai- jafneldrur hennar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.