Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1934, Síða 2

Bjarmi - 15.06.1934, Síða 2
88 BJARMI sást yfir það, hvað mestu máli skifti, að reynast honum trúr, sem öllum reyndist trúr fram í dauðann á krossinum. Eng'um efa er það bundið, að sú kynslcð, sem þá lifði, hefir átt sín mörgu og miklu vandamál, sem átti sjer hinar eiginlegustu rætur í hinu mesta meini, syndinni, spill- ingunni, freistingunum. Þessvegna gegnir það í raun og veru furðu, að menn skyldu alment snúast á móti honum og afneiat honum, svo að hann yrði saklaus að líða sjálfan dauðann. Enn gengur Jesú um, gerir gott og græð- ir alla, sem á hann trúa. Enn gengur hann um til að hugga og g'leðja. Enn gengur hann um til að bæta úr hinni mestu þörf mannanna, því hann er trúr í sínu fyrir- heiti, um að vera með sínum alla dagá, allt til veraldarinnar enda. Enn svalar hann sálum þeirra sem trúa á hann, sval- ar hungri þeirra og' þorsta eftir rjettlæt- inu. Enn vekur hann vonina, bæði fyrir þetta líf og hið tilkomanda. Sú kynslóð, sem nú lifir, á við óteljandi vandamál að stríða, hvar um heiminn sem litið er, sum í sjálfu sjer næstum óvið- ráðanleg vandamál, eins og við horfir. En öll eiga þau sjer hinar sömu rætur og fyrir nálega tveim þúsundum ára, í syndum og afvegaleiðslum, í spillingu og fráhvarfi frá Guðs heilaga vilja. Enn í dag býr hin sama þrá og þörf í hugum og hjörtum mannanna, þráin eftir líkn og lækning, þráin eftir fögnuði, eftir friði, eftir sönnum heillum. Misjafnlega leita menn bóta á þessum meinum. Ýmsar leiðir eru farnar og marg- ar ekki hollar. Gegnir í sjálfu sjer næst- um furðu, að menn eigi skuli leita hugg- unar og hjálpar, gleði og heilla einmitt þar sem allt þetta er að íinna, hjá honum, frelsara heimsins. Hann einn getur bætt úr öllum mannfjelagsmeinum. Hann einn getur huggað hrelda sálu, hann einn getur hjálpað þeim, sem er í nauðum staddur, hann einn getur gefið von og g'leði, þar sem eng'in von eða gleði var til án hans; hann einn getur fyrirgefið. Hann einn getur gef- ið eilíft líf. I honum felst bjargráðið fyrir syndugan heim, fyrir heiminn, sem styn- ur undir þungu fargi syndanna og öllum geigvænlegum afleiðingum hennar. Ef hon- um væri viðtaka veitt meðal kristinna manna, ef á hann væri alment trúað, ef hans orð væri í heiðri haft, ef hans heil- agi vilji væri virtur og í fullum heiðri hafður, mundi bölið þverra, þá mundu tár- in þorna, þá mundi byrðarnar ljettast þá mundi framtíðin verða bjartari, þá mundi kristnum heimi slíkar heillir að höndum )>era, sem enginn kann, eins og' á stendur, að gera sjer fulla grein fyrir. En af því, að heimurinn liggur í hinu vonda, af því að Kristur er jafnvel meðal kristinna manna krossfestur að nýju, af því að hann er svívirtur, af því að honum er ekki hlýtt, er eymdin slík sem hún er. Ötal menn um hin ýmsu lönd ráða ráð- um sínum til þess að koma auga á og finna upp ráð til að greiða fram úr alheims og þjóða vandamálum. Ýmislegt og margvís- legt að vísu er reynt, en allt hefir það sína annmarka. Engin ráð eru enn fund- in, sem hlíta mega, af því að ekki er horf- ið að því alsherjarráði, sem duga mundi til þess að ráða bug á alheims og' þjóða- meinum, af því að ekki er í lotning' og hlýðni gengist honum á hönd í trú og' heilagri hlýðni, sem er Drottinn vor, Guð blessaður um aldir. Engar ráðstefnur, af ótal ráðstefnum, duga, engin breytt stjórnartilhögun, eng- in mannleg þjóðfjelagsskipun, — allt þetta líka staðbundið og hverfult og á ekki leng'- ur við, þegar önnur fylling tímans er kom- in, þegar breytt viðhorf krefst nýrra breytinga. En ráðið besta er ráðið eina. Það er sjálfur hann, með óendanlegri bless- un sinni, sem heitir Jesús, sem þýðir frels- ari. Hann er eina ráðið, af því að hann einn getur kippt upp sjálfri rótinni að eymd- um manna, af því að hann einn getur

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.