Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.06.1934, Side 7

Bjarmi - 15.06.1934, Side 7
BJARMI 93 er eftirtektarvert og ánægjulegt, að í þeirri hjálparstarfsemi hefir engin »pólitík« kom- ist að, enginn spurt um hvar þeir væru í »pólitík«, sem misstu húsin sín. Ætli þao sje ekki bending um að deilumálin sjeu ekki jafn róttæk og ætla mætti við lestur sumra blaðanna, — og því enn tími til að slökkva flokkahatur. En vera má að þjóð vor þurfi að fara fyrst í enn alvarlegri reynsluskóla. Hvaðanæva. KiisUiiIioðssaiiibaiuliil retlaði að haida auka- I>ing á Akureyri snemma i þ. m.; var tilætlunin að fundarmenn hjeðan að sunnan færu í bif- reiðum norður og- hjeldu samkomur og útbreiðsiu- i’undi víða á leiðinni. En vorkuldarnir og' snjór- inn kom í veg' fyrir það. ófrert var með bifreið- Um yfir Hollavörðuheiði og öxnadalsheiði, þeg- ar fara skyldi á stað, en hins vegar þótti ekki svara kostnaði að fara norður sjóveg og geta þá ekkert gagn gjört á leiðinni. Þá þðtti °g ófaert að fara eftir miðjan mánuðinn, því um I>að leyti snýst athygli flestra svo mjög að stjðrn- málafundunum, rjett fyrir kosningarnar. Syiioilus hefst 28. þ. m. í llvik. Aðal fiiiidur Pl'cstafjelags íslnnds verður á f>ir,g- völlum sunnudag 1. júlí kl. 5 síðd. til hádegis þriðjud. 3. júlí. Aðalmálin eru útgáfumál og' Úeynsla i prestsstarfi og þörf á meiri samvinnu með prestum. Jafnhliða þeim fundi halda prestskonur fund 2. júlí á Pingvöllum. Alinoiiiiiii' klx'kjiifundiir hefst á Þingvöllum að loknum prestafjelagsfundinum og verður 2 daga. Er þangað boðið prestum, safnaðarfulltrú- um og formönnum söknarnefnda eða einhverj- um sóknarnefndarmanni í þeirra stað. Aðalum- •'seðuefni þar er samstarf presta og leikmanna °fí glœðing trúarlífs með þjóðinni. l3restafjelagsstjórnin hefir þannig orðið fljótt °8' vel við óskum sóknarnefndafundarins í Rvík síðastliðið haust, og vreri óskandi að trúaðir ahugamenn gretu fjölmennt til fundarins, og gætu komið hinum í skilning um, að þótt gott sje að skrafa vel á mannfundum, eru fram- kvæmdir betri heima fyrir. Viðhretir við sálmabók til kirkju- og heima- söngs er nýlega útkominn (196 bls. 1 litlu broti, verð í bandi 2 kr.). Þar eru 250 sálmar, eftir nál. 60 höfunda; margir eru þeir góðir, bœði þeir, sem áður hafa verið prentaðir og hinir. En mjög hefir veriö dreginn hlutur sumra höf- unda við sálmavalið, en setið á hlut annara, sem ort hafa og þýtt fjölda góðra sálma. Enginn sálmur er þar um kristniboð, en tvær þýðingar eru teknar af danska sálminum »Dejlig er Jord- en«; samkvœmt efnisröð bókarinnar á að syngja »Fögur er jörðin« á jólunum, en »FögUr er fold- in« við jarðarfarir. Margt fleira má um þessa bök segja, og verður vœntanlega gjört. Sr. (iiiðhrandi lljörnssyni i Viðvík hefir verið veitt Fell I Sljettuhiíö og sra Jóni Guðjönssyni Holt við Eyjafjöll. (iuðl'rreðisprói tökii nývcrið: Magnús ltunólfs- son, Gísli Biynjólfsson og Porsteinn Jónsson, allir með I. eink. Yd nirelt. Pjetur Sigurðsson regluboði skrif- aði í Vísi góða grein í f. m. um guðleysisskrifin og segir þar meðal annars: »Jeg er stöðugt að fá meiri og meiri skömm á þessari lítilmennsku sumra rithöfunda nutlm- ans, sem apa hver eftir öðrum þennan fúlmennsku- lega rithátt um trúmál og andlegt líf. Par er oft sakramentum kristinna manna og kjötáti mannætna, átveislum villimanna og öllu mögu- legu rótað saman. Par er talað um »Guð og allt slíkt hyski«. Par er »Guði almáttugum ásamt syni hans, Jesú, öllum máttarvöldum himins og jarðar« og hinu fyrirlitlegasta, er þessir menn kunna að nefna, öllu þvælt 1 einn graut, sem auðvitað er ætlast til að veki fyrirlitningu manna. Guði almáttugum er »klappað á lend- arnar« og það er »tekið í hornin« á honum, og þó á hann enginn að vera til! Jeg hirði ekki um að nefna hjer menn eða ritverk, jeg les allra manna minnst af þessu dóti, en þetta er svo almennt, að maður getur ekki ánnað en þreyst á tómleikanum og fengið megnasta viðbjóð á þessari sömu margþvældu, ófrumlegu framleiðslu kaldlyndra eða kærúlausra manna.«

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.