Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.06.1934, Page 8

Bjarmi - 15.06.1934, Page 8
94 BJARMI »Krlstnil>oð.sfjclag> keiinslukveiiiia« (»Lærerind- ernes Missionsforbund«) heitir allstór fjelags- skapur í Danmörku. Meðlimir hans voru 991 um síðuslu áramöt, - 47 voru út i kristniboðslönd- um, en allar hinar við kennslustörf heima fyrir. Detta fjelag rekur ekki xsjálfstætt kristniboð«, sem kallað er, en afhendir gjafir sínar þeim fjelögum dönskum er það gjöra, — rúmar 15000 kr. árið 1933, en tiltekur þó oft um leið til hvers eigi sjerstaklega að verja þeim. Má nærri geta hvílíkur styrkur það er kirkju og kristni- haldi æskunnar að yfir 900 kennslukonur eru svo ákveðnar trúkonur að þær vilja taka þátt í þess- um fjelagsskap. Krlstnlboð Finna, Aðalkristniboðsfjelag Dana var stofnað árið 18?1, Svía (»Svenska Kyrkans mission«) árið 1835, Norð'manna árið 1842, en finnska kristniboðsfjelagið var stofnað 1858. Pá var haldin 7 alda afmæli kristinnar kirkju á Finnlandi og til »verðugrar minningar« um kristnitökuna var stofnað kristniboðsfjelag. Sshauman háskólakennari, síðar biskup á Borgá, gekkst fyrir því, - svipað og sr. Gunnar Gunn- arsson á Hálsi ætlaði að gjöra á 1000 ára af- mæli Islands. — Var safnað gjöfum til kristni- boðs í öllum kirkjum Finnlands við afmælisguðs- þjónusturnar, síðan fengið leyfi keisarans í Pjet- ursborg; — þess ]>urfti á þeim tíma, — og fje- lagið »formlega« stofnað 1 janúar 1859. Finnar hjeldu því 75 ára afmæli kristniboðs- fjelags síns 19.—21. janúar s. 1. með mikilli við- höfn í aðalkirkjum Helsingfors og I háskólanum. Kom þangað forseti Finnlands og margir þjóðar- leiðtogar -- sem telja kristniboð sóma þjóðar- innar. Prestarnir Jónas Lagus og Henrik Renquist, er báðir unnu mikið að trúarvakningum á Finnlandi fyrri hluta 19. aldar, höfðu safnað fje til kristni- boðs og sent til kristniboðsfjelags Svla í mörg ár áður en kristniboðsfjelag Finna var stofnað. Eftir stofnun þess tókst um hríð samvinna við þýskt fjelag (»Gossneska-fjeIagið«), sem rak kristniboð á Indlandi. En síðan 1868 hefir það sjálfstætt kristniboð 1 Owambo suðvestan til í Afríku. Fóru 5 krjstni- boðar finskir þangað það ár. Starfið var erfitt, ekkert ritmál til, loftslagið óhollt mjög Norður- álfumönnum og villimennskan rótgróin. Eftir 30 ár eða um aldamötin síðustu var að vísu búið að stofna nokkra skóla og rita nokkrar bækur (guðs- spjöllin, sálmar o. fl.) á máli þarlendra manna, en ekki voru nema um 1000 manns komnir í kristna söfnuði. Nú eru komnir fieiri skólar, sjúkrahús reist, um 30 þi'feundir 1 söfnuöum kristniboðsins og alveg nýlokið við að fullprenta alla biblíuna. Ennfremur hefir þetta sama fjelag rekið kristniboð í Kína fu 11 30 ár, og hefir nú um alls 70 kristniboða. Matti Tarkkanen pröfastur hefir verið formaður fjelagsins rúm 20 ár, en nú hefir annar prófastur tekiö við K. A„ l’aasio. Nomenn ársfundur stúdenta og menntaskóla- pilta á grundvelli bibllunnar« verður haldinn 3. -8. júll í biblíiistofnuninni við Södertelje. Dr. Hallesby o. fl. kunnir ræðumenn verða þar. — Svipaður fundur fyrir norska skóla verður 8. 12. ágúst í Litlasandi 1 Noregi, — og annar fyrir kennara í Voldakennaraskóla 3.-7. júlL Æði mörgum ísl. menntamönnum mundi þykja nýstár- legt að koma á slfka fundi og sjá efnilegasta æskulýð nágrannaþjóða vorra koma þar.I hundr- aðatali til að hlusta á kristileg erindi dag eftir dag. — En það er ekkert »nýstárlegt« nema fyrir Islendinga. LíknnrstaiT kristnlboðslns er svo risavaxið að síst er furða þótt sumstaðar verði fjárskortur á kreppuárum. T. d. má nefna, að á Indlandi eru á vegum kristniboðsins 300 háskólagengnir lækn- ar, 250 sjúkrahús með 180 þúsund sjúklingum árlega, og 300 ráðleggingarstöðvar lækna, þar sem 2ýó milljón sjúklinga koma árlega, ennfrem- ur 11 berklahæli með 580 rúmum. öll önnur berklahæli Indlands hafa ekki nema 1220 rúm fyrir sjúklinga. Fcng hcrsliöl'ðlngl. Dr. Stanley Jones hefir ferðast mikið um Kína, og var því spurður um Feng hershöfðingja, sem var um eitt skeið tal- inn fremsti maður kristinna Kínverja. »Hann var kallaður fyrrum kristni hershöfð- inginn, eins og rjettmætt var,« sagði St. Jones, »en hann hefir horfið frá Guði allmörg ár. Samt er jeg þeirrar skoðunar, eftir langt samtal við hann, að hann muni verða kristinn aftur og sje þar vel á veg kominn. Kristin trú gleymist þeim eklci, sem lifað hafa bænalífi, og það liefir Feng gjört, það gefur góðar minningar. Feng er heiðárlegur maður og nýtur hins mesta trausts landa sinna. Hann hefir ekki hagnýtt völdin til þess að safna sjer auðæfum, eins og títt er um kínverska hershöfingja. Hann hellr sleppt mörgum þess háttar tækifærum og vill heldur vera fátækur, en einmitt þess vegna er hann vinsæll og nýtur trausts alþýðu,« Rltstjórl: S. A. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.