Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 5
BJARMI 115 margir urðu til þess að gefa sig Kristi á vald, og einnig síðar. Aðrir einslega fyrir persónuleg áhrif. Kl. 3 skiftust menn í flokka eftir byggð- um og byggðalögum, er þeir voru frá, - og hafði hver flokkur fund sjer. Á þeim fundum var talað um og ráðstafað fram- tíðarstarfi. Kl. 5 var Biblíu kennsla. Fyrri kapítular Markúsar guðspjalls og fyrri hluti postula- sögunnar til athugunar og útskýringar. Það var undravert hve hrífandi, fersk og upplífgandi Biblían verður, þegar maður les hana með það fyrir augum að hlýða henni og' lifa hana. Kl. 8,30—10,30 var almennur fundur. Þar sem margir tóku ti.l máls, ljetu marg- ir þar í ljósi fögnuð sinn yfir því að hafa óðlast nýtt líf og annað lífshorf. I gegn um alla þessa fundi var andleg hrifning af nálægð Guðs anda. Trúin var lifuð sem náið samfjelag við Guð og hver við annan í gegnum Krist. Kirkjudeila, þjóðernis- og stjettamunur hvarf; varð alls eigi vart. Mig langar sjerstaklega að taka það fram að ungmenni voru mjög áberandi á þessy »llouse Party« að Banff. Framkoma þeirra á fundunum sýndi að þeim var al- vara. Við, sem tilheyrum æskunni, finn- Pm til þess, ekki síður en þeir eldri, að við erum þeir, sem verðum leiðtogar, hver hjá sinni þjóð, og í veraldarmálunum í fram- fíðinni, og til þess, að vera færir til að hjarga heiminum úr því öngþveiti og stríðs- haettu, sem hann er kominn í, þá verður ^Pannshjartað að breytast. Jeg- leyfi mjer að enda þessa grein með °i'ðum foringjans Dr. Frank Buckmans: >:>Canadamenn eru að kveikja guðlegan Heista, sem kannske setur Canada-veldi og þjóðirnar í bál. Þörfin í dag er ekki bylt- lr>g, heldur opinberun. Leiðtogar á ýmsum sviðum lífsins eru nú sannfærðir um að fí'amtíðarvon okkar um batnandi lieim, er komin undir breytingu mannshjartans. Maður verður alstaðar var við vitnisburði um þetta. Heimsbreyting mun koma vegna lífsbreytingar. Nýr andi fer urn heiminn, ný uppljóman getur komið til allra og leitt menn og konur af öllum flokkum til baka til aðalatriða kristinnar trúar, sem inni- lykur allar þeirra frum-játningar. Veröldin bíður með óþreyju og eftirvæntingu eftir því að sjá hvað Jesús Kristur getur gjört fyrir og gegnurn mann, sem gefur sig all- an honum á vald. Vílt þú vera sá vmðm?« B. J. Johnscnii, 628 Alverstone St., Wpeg. Prestaf j elagsfundurinn hófst í Þingvallakirkju seinni hluta sunnu- dagsins J. júlí og stóð til hádegis á þriðju- dag. Allmargir fundarmenn komu þó ekki fyr en á mánudagsmorgun. Formaður prestafjelagsins, Sig. P. Sívertsen vígslu- biskup setti fundinn og skýrði frá ýmsum störfum fjelagsins liðið ár. Sra Guðbrand- ur Björnsson frá Viðvík hóf umræður eft- ir kvöldverð um Oxford-hreyfinguna, stóðu þær til miðnættis. Morgunin eftir gáfu ýmsar nefndir skýrslur og sömuleiðis var rætt um út- gáfu Kirkjublaðsins, og nefnd sett í það mál, er skilaði áliti sínu daginn eftir, og var aðalatriði þess, samþykkt með 15 atkv. gegn 3, á þessa leið: »Prestafundur íslands gefur út næsta ár rit, er komi út 10 sinnum á ári, alls 20 arkir, í sama broti og Prestafjelags- ritið í 2000 eint. Rit þetta nefnist Kirkju- ritið og komi í stað Prestafjelagsritsins og Kirkjublaðsins. Ritstjórar verði þeir Sig- urður P. Sívertsen, Ásmundur Guðmunds- son og meðstarfsmenn að ritinu ennfrem- ur 5 prestar, er ritstjórar kveðja sjer til aðstoðar. Verð árgangs 4. kr. greiðist í tvennu lagi.«

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.