Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 6
116 BJARMI Við umræðurnar komu í ljós margar að- finningar við núverandi Kirkjublað bæði að því er útlit og efni snerti, — en enginn tók verulega málstað þess. — Nefnd var kosin til að vinna að fram- gangi frumvarps þess um nýja helgidaga- löggjöf, sem prestafjelagið hefir látið semja. Kosnir voru: Sigurbjörn Á. Gísla- son, sra Ingimar Jónsson og-sra Björn Magnússon. 1 samvinnunefnd um líknarmál voru kosnir: sra Guðm. Einarsson, sra Krist- inn Daníelsson, sra Garðar Þorsteinsson, sra Brynjólfur Magnússon og S. Á. Gísla- son. Frá samvinnunefnd um fjelagsmál var tillaga samþykkt um að hvetja presta til að stuðla að því, að fátækustu barnaheim- ili fái þann styrk, sem getur í 14. gr. barnaverndarlaganna og telst ekki þurfa- mannastyrkur. Seinni hluta mánudagsins fluttu þeir sra Sigurgeir Sigurðsson prófastur og sra Gunnar Árnason erindi um reynslu í prestsstarfi, stóðu umræður um það mál til kvöldverðar. Þriðjudagsmorgun skýrði sra Helgi Iljálmarsson, fjehirðir fjelagsins, frá fjár- málum fjelagsins. Svo var endurkosin stjórn fjelagsins, æskulýðsnefnd og sam- vinnunefnd um fjelagsmál, sömul. kosnir 10 prestar til að mæta á sameiginlegum fundi með kennurum. Þá var launamál tekið fyrir og rætt af kappi. Samþykkt var: 1. Laun sveitapresta verði 4000 kr., hækkandi upp í 5000 kr. á 10 árum, en laun kaupstaðapresta 4500 kr., hækkandi upp í 5500 kr. á sama tíma. 2. Að því sje stefnt að jarðir presta sjeu litlar en hægar. Þar sem prestar hafa stór- ar jarðir sje þeim annaðhvort veitt önnur jörð minni í staðinn, eða þeim veittur hluti prestssetursjarðarinnar, þó þannig að nú- verandi ábýlisjörð eða sá hluti hennar, sem öðrum yrði byggður en presti, skoð!st sem hjáleiga prestpsetursjarðarinnar.« Fundi var slitið um hádeg'i Sóttu hann alls nálægt 30 prestar og ennfremur kirkju- málaráðherra, biskup, Pjetur Sigurðsson og ritstj. Bjarma. Hinn almenni kirkjufundur 1934 hófst með guðsþjónustu í Þingvallakirkju þriðjudaginn 3. júlí kl. 3 síðd. Sra Friðrik Rafnar á Akureyri prjedikaði. Hafði stjórn prestafjelagsins boðað fund- inn samkvæmt tilmælum síðasta sóknar- nefndafundar í Reykjavík og boðið öllum prestum, safnaðarfulltrúum og sóknar- nefndaformönnum að sækja hann. Tóku því boði um 30 kennimenn og 16 leikmenn (7 þeirra úr Reykjavík); sumir voru þó ekki nema stutta stund á fundinum. Umræður hófust í Þingvallakirkju á þriðjud. um miðaftan, er þeir Gísli Sveins- son sýslumaður í Vík og vígslubiskup Sig. P. Sívertsen höfðu flutt góð og greinileg erindi um samstarf presta og leikmanna að glæðingu trúarlífsins með þjóðinni. Stóðu umræður fram á kvöld — uns fund- armenn þurftu að hverfa til Reykjavíkur. — Fundarstjóri var ólafur Björnsson kirkjuráðsmaður, Akranesi, en sra Öslíar Þorláksson ritari. Einn fundarmanna (sra M. Bj.) gaf 100 kr. til sjóðstofnunar, er styrkja skyldi áframhald slíkra þinga, og samþ. var í einu hljóði þessi tillaga frá Ásm. Guðmundssyni prófessor: »Kirkjufnndur á Þingvöllum 1934 bein- ir þeirri áskorun til sóknarnefnda, safn- aðarfulltrúa og Hallgrímsnefnda um land allt að hefja og efla eftir megni samstarí við presta að kristindómsmálum og fá sem flesta leikmenn til þess að gjörast þátttak- endur í slíkum samtökum.« — Miðvikudagsmorgun kl. 101 hjelt fund'

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.