Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 9
BJARMI 119 berar samkomur eru á skólunum, þá fjöl- menna oftast ungmennin úr nágrenninu þangað. Fyrir tveimur árum var jeg á lokasamkomu á kristilegum æskulýðsskóla í nánd við Bergen, og þar var saman kom- ið eitthvað um fjórtán hundruð manns, að mestu leyti ungt fólk. Pað sýnir hvernig almenningur metur starfið. Einu sinni á viku hafa nemendur sam- komu út af fyrir sig'. Nefnd, sem nem- endur hafa valið, stjórnar henni með að- stoð kennaranna. Nefndin velur frjetta- ritara, sem gefur skrifaða fundargjörð frá síðasta fundi, og ritstjóra, sem tekur að sjer stjórn á handrituðu blaði, þar sem nemendur geta rætt áhugamál sín án íhlutunar kennaranna. Annars er fyrir- lestur eða samtal um helstu nauðsynjamál æskunnar, söngur og hljóðfærasláttur og skuggamyndir vanaleg dagskrá á nem- endafundum. Allar samkomur og skemmt- anir eiga að vera fræðandi og hollar fyrir unglingana. öðru hvoru geta nemendur fengið leyfi til að bjóða foreldrum og syst- kinum til sín á svokallaða foreldrasam- komu. Pá er alltaf hátíð í skólanum. Kristi- legu skólarnir hafa einnig kristilega sam- komu a. m. k. einu sinni í viku. Pá er songur, sambæn og samtal eða ræða guð- rækilegs efnis. Stærri nemendafjelög eru oftast nær stofnuð við hvern skóla, til að vinna að því, að styrkja þann skóla, sem meðlimirnir hafa stundað nám við og þykir vænt um. Þessi fjelög vinna aðallega að því, að styrkja áhugasama og efnilega unglinga til náms við skólann, eða þau reyna að prýða skólann á einhvern hátt, safna t. d. fje til innanstokksmuna, kennsluáhalda e. þ. 1. Einstök þessara fjelaga hafa jafnvel safnað tíu til tuttugu þúsund krónur í sjcði fyrir fátæka nemendur. Petta er augljós vottur þess að ungmennunum þykir vænt um skólana vegna þess að þeir hafa reynst þeim vel. Þá skal jeg víkja máli mínu nánar að verklegri kennslu kristilegu skólanna. Þeir hafa nefnilega beitt sjer mikið fyrir því að veita góðan undirbúning í verklegum greinum. Par eru oftast tvær deildir, ein verkleg og ein bókleg, og geta nemendur þá kosið þá deild sem þeim best þykir. Kristin fræði, móðurmál, saga og reikn- ingur eru þó skyldufög fyrir alla. Annai's eru þeir, sem eru í verklegu deildinni, laus- ir við hin fögin. 1 verklegu deildinni er það ekki óvana- legt að þar sjeu piltum veitt leiðsögn t. d. bæði í járnsmíði, trjesmíði og jafnvel skó- smíði. Trjesmíði er þó algengust. Nemend- ur læra að smíða einfalda innanhúsmuni, svo sem borð, stóla, koffort, skápa og ýmis- konar búsáhöld til notkunar á vanalegum sveitabæjum. Mikil áhersla er lcgð á að hjálpa þeim til að vinna sem mest af eig- in ramleik og gera sjer að gagni hugmynd- ir sínar. Maður verður oft að dáðst að áhuga og lagfærni pilta í þessari grein. Enda hafa þeir líka oft fengið ágæta kennslu í handavinnu í barnaskólunum. 1 járnsmíði er aðallega kennt að gera við verkfæri og amboð, sem eru vanaleg í sveit- um, og ennfremur að búa til nýja hluti, sem eru ekki alltof margbrotnir. Duoleg- ir nemendur geta einnig fengið dálitla af- ingu í trjeskurði og listsmíði. Handavinna fyrir stúlkur er aðallega vefnaður og saumaskapur. Pær læra fyrst að sauma vanaleg vinnuföt. Alltaf hefir maður það fyrir augum að nota sem mest öll innlend efni. Stúlkurnar fá talsverða tilsögn í matartilbúningi. Það er kennt í svokölluðu skólaeldhúsi. Par hefir hver nemandi eldavjel og önnur nauðsynleg á- höld út af fyrir sig. Þegar skólavistinni er lokið, er haldin sýning á handavinnu nem- enda. Þessar sýningar eru alltaf vel sótt- ar og glæða áhuga almennings fyrir starf- inu. Eins og áður er getið þá vilja kristilegu æskulýðsskólarnir hjálpa askunni til þess að finna ánægju og gleði í öllu heiðarlegu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.