Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 7
BJARMI 117 urinn áfram í húsi K. F. U. M. í Rvík. Umræðuefnið var hið sama og áður, en aðalræðumenn voru: sra Ásmundur Guðm- undsson prófessor, skól^istjóri Valdimar Snævar Neskaupstað, og Gísli Sveinsson sýslumaður. Sra Ásmundur taldi nauðsyn bera til að stofna kristilega lesflokka í söfn- uðum landsins undir handleiðslu presta eða annara áhugamanna. V. Snævar talaði sjerstaklega um að auka fræðslustarfsemi innan kirkjunnar og skýrði frá störfum sínum í þá átt. — Hefir hann liðinn vet- ur flutt kirkjusöguleg erindi hvað eftir annað í Neskaupstað. Þótti honum kirkjan ekki hafa verið árvök í afskiftum af fræðslumálum, — sem rjett er. Þá taldi hann og rjett að vinna að því að kristi- legur lýðháskóli yrði stofnaður á Þingvöll- um, eins og sra E. Albertsson hreyfði fyrir mörguni árum. Gísli Sveinsson talaði um áframhald svip- aðra funda og flutti þessar tillögur, er samþykktar voru í einu hljóði: »Kirkjufundur, haldinn á Þingvöllum og í Rvík 3. og 4. júlí 1934, ályktar að kjósa 7 manna nefnd, sem starfi í samráði við stjórn Prestafjelags Tslands: 1. að undirbúningi almennra kirkju- funda í landinu, sem haldnir verði sem áframhald þessa fundar, helst eigi sjaldn- ar en 3ja hvert ár, framvegis, með þátttöku kennimanna og leikmanna úr öllum hjer- oðum landsins. 2. að skipulagningu safnaðarfjelaga, sem stofnuð yrðu meðal áhugamanna í hverri sókn með aðstoð sóknarnefnda og safnað- arfulltrúa til þess að vinna að uppbygg- 'ngarmálum i söfnuðunum, en fjelög þessi ttiyndi síðan landssamband.« I þessa nefnd voru kosnir: sra Ásm. Guðmundsson prófessor, Gísli Sveinsson sýslumaður, sra Friðrik Rafnar, Ólafur hjörnsson kirkjuráðsmaður, S. Á. Gísla- son ritstjóri, sra Sigurgeir Sigurðsson og Valdimar Snævar skólastjóri. Seinna kaus þessi nefnd Gísla Sveinsson fyrir for- mann, en sra Ásm. Guðmundsson fyrir rit- ara,og talaði um að reyna að kalla sam- an næsta kirkjuþing um 20. júní að vori. Fundarmenn slitu þinginu með sameig- inlegri kaffidrykkju kl. 3 síðd. í húsi K. F. U. M. Voru þar enn margar ræður flutt- ar og fannst á mönnum að þeim þótti þetta þing bera vott um nýjan vorgróður. — Guð gefi að svo reynistr S. Á. Gislason. ----<* ♦>->--- Frá norskum alpýðuskólum. Niðurlag. Það sem einkennir þessa einföldu stefnu- skrá er að kristin fræðsla og kristileg áhrif koma í fyrstu grein. Og svo þetta að skól- ar þessir vilji stuðla að því að æskan finni ánægju og gleði í allri heiðarlegri vinnu. Þessi tvö atriði hafa haft mjög mikla þýð- ingu fyrir framþróun skólanna. Bændur sáu að þarna var þeim rjett hjálparhönd, einmitt á því sviði, sem þörfin var mest. Þess vegna hafa kristilegu skólarnir mætt einstökum vinsældum. Fullnægjandi sönn- un fyrir ])ví er það að þessir 27 skólar hafa kostað eitthvað um 6,5 milljónir króna, og það mesta af þessu fje hefir safnast við frjáls samskot meðal sveitafólks. Aðsóknin að skólunum hefir líka alltaf farið vaxandi. Seinna skal jeg víkja nánara að fyrir- komulagi þessara skóla. En fyrst skal jeg nefna nokkuð af því sem er sameiginlegt fyrir alla æskulýðsskóla í Noregi. Aldur nemenda á að vera minst 17 ára. Skólarnir fá nú orðið árlega mikinn styrk úr sýslusjóðum og ríkissjóði bæði laun handa kennurum og námsstyrk handa fá- tækum nemendum. SíðastlTðið ár gátu fá- tækustu nemendur fengið allt að því tvö hundruð krónur í styrk. Kostnaður nem- enda er nokkuð misjafn allt eftir því hvar skólarnir eru. En skólagjald er ekkert svo nemendur þurfa aðeins að borga fæði, hús- næði og bækur. Vanalega er borgað frá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.