Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.08.1934, Blaðsíða 8
118 BJARMI 35 til 50 krónur á mánuði fyrir fæði og húsnæði, en skólabækur kosta um 40 krón- ur. Kostnaður er sjaldan yfir 300 krón- ur. Mikil áhersla er lögð á það að skóla- vistin sje ódýr. Allir skólarnir eru sam- skólar og heimavistarskólar. Skólahús eru oftast nær þrjú, íbúðarhús fyrir pilta og annað fyrir stúlkur. Kenslustofur eru þá í neðstu hæð. Þess utan er einnig sjerstakt leikfimishús og undir sama þaki eru vinnu- stofur. Kennarar og skólastjóri búa í hús- um nemenda. Þó kemur það fyrir að skóla- stjóri hafi íbúðarhús út af fyrir sig. Ann- ars getur húsaskipunin verið þannig að öllu sje komið fyrir í einu stórhýsi. Þess skal jeg geta, að íslenskir ungling- ar eru alltaf mjög velkomnir á æskulýðs- skóla Norðmanna. Skólarnir vilja yfirleitt glæða vináttuna milli frændþjóðanna. All margir Islendingar hafa líka notið þess síðustu árin. Voss lýðháskóli í vestanverð- um Noregi er að líkindum best kunnur hjerlendis. Enda er fyrverandi skólastjóri þar, Lars Eskeland, góðkunnur Islands- vinur. Islendingar geta þó ekki gert ráð fyrir að fá námsstyrk við norska skóla, en skólagjald þarf ekki að borga. Það hef- ir samt komið fyrir, að ungir, efnilegir Islendingar með góð meðmæli hafa feng- ið algerlega ókeypis vetrarvist á æskulýðs- skólum í Noregi. Það sýnir vinarþel og rausnarlega gestrisni í vorn garð. Aðalnámsgreinar á æskulýðsskólunum eru móðurmál (nýnorska eða bókmál eftir vali), saga, reikningur, náttúrufræði, landafræði, söngur, handavinna, sálar- fræði og leikfimi. Þá er einnig kend stærð- fræði og leikfimi. Þá er einnig kennd stærð- að. Kennt er 36 til 48 stundir á viku, eft- ir því, hvort handavinna hefir mikið eða lítið rúm. Eins og bersýnilegt er, þá er nóg að gera. Enda er lögð mikil áhersla á það, að nemendur noti skólaveruna sem best. Það þykir fyrir mestu, að löngun nem- enda til að læra styrkist, svo að þeir safni sjer kunnáttu af eigin ramleik. Próf eru oftast engin, nema þá í skriflegum náms- greinum. En hver nemandi fær burtfarar- vitnisburð. Stjórn skólanna er yfirleitt ágæt. Kenn- arar skiftast á að hafa umsjón með nem- endum, ekki aðeins í kennslutímunum, en einnig í frístundunum. Frístundir eru oft notaðar í handavinnustofunum. Piltar æfa sig við trjesmíði og járnsmíði eða skó- smíði, þar sem það er kennt, en stúlkur stunda saum eða vefnað. Þó er þess gætt, að allir fái tækifæri til að vera nægjan- lega úti. Oft fer allt skólatolkið í skemmti- göngur um holt og hæðir og kynnir sjer markverða staði, sem vera kunna í nánd við skólann. Skíðaferðir eru einnig tíðkað- ar, þegar færi gefst. Piltum þykir þá mjög gaman að æfa sig við stökk í bröttum brekkum. Einn skólapiltanna síðastliðinn vetur á æskulýðsskólanum í Þelamörk, þar sem jeg er kennari, stökk hæglega sextíu metra á skíðum. Er það vegleg og þrótt- mikil íþrótt. Hver skóli hefir ákveðnai' heg'ðunar- reglur fyrir nemendur, og það er lög'ð mik- il áhersla á að þeim sje fylgt. Að neyta áfengis er t. d. stranglega bannað, svo ef það kemur fyrir, er nemanda tafarlaust vikið úr skóla. Tískudansar eru einnig bannaðir í skólunum, bæði vegna þess, að það þykir truflun fyrir starfið, og svo af því, að nýtískudansar er ekki talin neitt göfgandi skemmtun fyrir unglinga á þeim aldri. Þar á móti eru þjóðdansar og söng- leikar töluvert tíðkaðir, sjerstaklega á lýð- háskólunum. Leikendur haldast í hendur og leika í hring á meðan þeir syngja gömrl þjóðkvæði. En einhver af kennurunum er þá alltaf með í leiknum og lítur eftir að allt fari hóflega og fallega fram. - Norð- menn hafa reynslu fyrir því, að mikil skemmtanafýsn getur gersamlega spillt ÍSJlu æskulýðsstarfi, hvort heldur í skóla eða fjelagi, ef hún fær að drottna þar. Samvinna er oft meðal æskulýðsskólanna og ung'mennafjelaganna. Og þegar opin-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.