Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1934, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.11.1934, Blaðsíða 1
XXVIII. árg. Reykjavík, 1.—15. nóvember 1934. Sóknarnefndafundurinn. Hann stóð í þrjá daga (30. okt. — 1. nóv.) og var sóttur af 13 prestum og um 30 leikmönnum utan Reykjavíkur og 10 mönnum prestvígðum og á annað hundrað leikmönnum úr Reykjavík, og þótti tak- ast betur en stundum áður. Dagskrá fundarins var á þessa leið: Priðjudaginn 30. okt.: Kl. 2 síðd. Guðsþjónusta 1 dómkirkjunni. Sra Þorsteinn L. Jónsson prjedikar. 4 - Fundur settur í húsi K. F. U. M. 4% - Sálmabókarmálið. Frummælandi: GIsli Sveinsson, sýslumaður. 8% - Oddfríður Hákonardóttir, dfakónissa, flytur erindi I dómkirkjunni um dinkóiiissiistni'flð, Miðvikudaginn 31. okt.: Kl. 10 árd. Morgunbænir. Einar Einarsson klæð- skeri Hafnarfirði annast. - lOþá - Jón Jónsson, læknir flytur erindi um kirkjusöng I kaþólskum sið hjerlendis. 4 - Hvert stefnir í trúmálum og sið- ferðismálum þjóðar vorrarY Frum- mælandi: Sigurbjörn A. Gíslason. 8j4 - Sra Sigurjón Árnason flytur erindi í dómkirkjunni um ItiU'th Stefnuna. Fímmtudaginn 1. nóv.: Kl. 10 árd. Morgunbænir. Einar Einarson annast. -1014-1114 Kirkjugarðslögin. Felix Guðmundsson. - 1114-12 Tillögur afgreiddar. 4—-5 Sömuleiðis. 21.—22. tbl. 5 - Ásmundur Guðmundsson prófessor flytur erindi um Oxford hreyfinguna hina nýju, 614 - Altarisganga í dómkirkjunnl. 814 - Skilnaðarsamsæti i húsi K. F. U. M. Erindin munu öll hafa vakið eftirtekt og umhugsun og koma sennilega flest fyrir almenningssjónir í vetur. Gísla sýslumanni Sveinssyni þótti óþarflega mikill hávaði hafa verið gerður út af sálmabókarviðbæt- inum, en engin veruleg þörf á þeim við- bæti þar sem hið besta íslensks sálmakveð- skapar væri í sálmabókinni. Urðu um það mál miklar umræður sem biskup tók tals- verðan þátt í en enginn verulegur ágrein- ingur kom þar fram, enda kom enginn, sem kært hafði yfir viðbætinum á fund- inn — og varla heldur viðeigandi að deila á dána bók. Erindin um Oxfordstefnuna nýju og Barth prófessor og stefnu hans voru bæði fróðleg og ættu að komast til alþjóðar í útvarpinu. Erindi sra Sigurjóns Árnason- ar var alveg prýðilegt þegar tekið er til- lit til hvað erfitt er að lýsa guðfræði Barths á skiljanlegu máli, og ekkert um hann áður skráð, að heita megi, á íslensku. Mun eng'- inn íslenskur guðfræðingur hafa kynnt sjer þá guðfræðisstefnu jafn vel og sr. S. Á. Miklar umræður urðu um horfur í trú- málum og siðferðismálum, þó nokkuð færu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.