Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1934, Side 2

Bjarmi - 01.11.1934, Side 2
160 BJARMI þær á víð og dreif, voru þær svo uppbyggi- legar að sumir gestir langt að komnir sögðu að þær hefðu margborgað ómak sitt á fundinn. Áður þeim umræðum lauk á miðviku- daginn voru tvær nefndir kosnar til að í- huga og semja tillögur um þau efni, sem frummælandi hafði vikið að. Þeir sra Sigurður Pálsson, Hraungerði, Sigurjón Jónsson bóksali, Reykjavík, og Tómas Snorrason Grindavík voru í fyrri nefndinni og fluttu þeir þessa tillögu daginn eftir: »Yegna þess sem heyrst hefir frá milli- þinganefnd í launamálum, um fækkun presta, þá lýsir fundurinn sig mjög and- vígan öllum ráðstöfunum, er ganga í þá átt, og telur miklu frekar þörf á að fjölga þeim t. d. í Reykjavík og á ýms- um fleiri stöðum. Ástæður fyrir tillögunni er meðal ann- ars þessar: 1. Ástand þjóðfjelagsins er slíkt, að það þarfnast aukinnar og bættrar starfsemi af hálfu kirkjunnar, ekki síst að því er snertir kristindómsfræðslu ungmenna, og má alls ekkert af henni missa. 2. Prestaköllin eru þegar það stór, að prest- um er erfitt að hafa tök á að starfa svo sem skyldi, og mörg þeirra allt of stór, til þess að þeir geti haft nokkur veru- leg persónuleg áhrif á sóknarbörnin. 3. Fyrir nokkrum árum fór fram atkvæða- greiðsla á safnaðar- og hjeraðsfundum á öllu landinu um mál þetta, og leiddi hún í ljós hið gagnstæða við þessar tillögur milliþinganefndarinnar. Teljum við óger- legt að hafa hana að engu.« Ennfremur fluttu tveir þessara nefndar- manna (S. J. og T. Sn.) og Þórður bóndi Jónsson á Æsustöðum þessa tillögu: »Fundurinn lætur í ljósi óánægju sína yfir því, að hætt var við hina fyrirhug- uðu veitingu Þingvallaprestakahs. Skor- ar fundurinn á kirkjustjórnina að aug- lýsa þetta prestakall enn að nýju til um- sóknar.« 1 hina nefndina voru kosin: Sra Jónmundur Halldórsson, Stað. Sigurður Halldórsson, trjesmíðameistari, Reykjavík. Frú Guðrún Einarsdóttir, Hafnarfirði. Kristmann Tómasson, Akranesi. Ungfrú Svava Þorsteinsdóttir, Rvík. og flutti sú nefnd kl. 4 á fimtudag tillögur, sem svo hljóðuðu er fundurinn hafði gjört á þeim dálitlar orðabreytingar: 1. Fundurinn lítur svo á, að frumvarp það, sem liggur fyrir Alþingi, »Um leiðbein- ingar fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyð- ingar« (þingskjal nr. 19), að þó það sje heilbrigðismál, og heyri að því leyti til ekki undir verksvið fundarins, sje, eða geti orðið svo áhrifaríkt fyrir sið- ferðislíf þjóðarinnar, að öruggara sje aö fresta málinu og leita umsagnar Ljós- mæðrafjelags Islands og Kirkjuráðs og álits þjcðarinnar almennt. En verði horfið að því ráði að samþykkja umrætt frumvarp á þessu Alþingi, lít- ur fundurinn svo á, að samþykkja beri breytingartillögur frú Guðrúnar Lárus- dóttur (þingskjal nr. 217) og frumvarp- ið svo breytt. Jafnframt leyfir sóknarnefnda- og prestafundurinn sjer að láta í ljósi þá skoðun sína, að ef íslenzk kirkja, kenni- menn, og leikmenn, þar með taldir ekki síst læknar þjóðarinnar, hefðu á liðnum árum rekið starf það, sem þeim hefir verið falið, með meiri trúmennsku og samviskusemi, þá hefði ekki dregið til annara eins stórtíðinda í siðferðismálum þjóðarinnar sem raun er á orðin — og' greinargerð frumvarpsins ber með sjer. 2. Þá lítur nefndin svo á, að ótal gefnum tilefnum, að brýna nauðsyn beri til þess

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.