Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1934, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1934, Blaðsíða 6
164 BJARMI stofnun vígð, — en það vantaði bæði syst- ur og sjúklinga! Bæjarbúar hlóu kulda- lega, en Drottinn gleymdi ekki »mustarðs- korninu«. Eftir 3 daga kom fyrsti sjúkl- ingurinn, kaþólsk stúlka. Og 20. okt. kom fyrsta díakónissan, Gertrud Reichardt. Hún var læknisdóttir og hafði vanist hjúkrunarstarfi. Það bættust óðum við fleiri sjúklingar, -— öllum líkaði vel að vera þar. Það sýnir sig best á þeim orð- um, sem kaþólsk kona sagði: »Þið hræsn- arar! Þið hljótið að trúa á Guð, þar sem þið getið sýnt mjer þvílíkan kærleika.« Eftir 28 ára starfsemi dó Fliedner, 4. okt. 1864, 64 ára að aldri. Guði til dýrðar stend- ur legstaður hans í miðjum bænum, þar sem stofnaðar voru svo margar kristileg- ar starfsgreinar. En sem lifandi minnis- • merki yfir gröf hans stendur hin kven- lega kristilega díakóni, sem Fliedner af Guðs náð fjekk köllun til að stofna. Hann vegsamaði Drottin í öllu starfi sínu, og kjörorð hans eru í Jóh. guðspj. 3, 30. »Hann á að vaxa, enn jeg á að minnka«. Þegar Fliedner dó, voru til 30 díakónissa- ■ hús, með 1600 systrum samtals, víðsvegar í kristnum löndum. — 425 systur töldust til Kaiserswerth og var skift niður á 100 stöðvar í Evrópu, Asíu, Afríku og Ame- ríku. •— Og þegar vjer lítum yfir söguna, og sjáum hvernig þetta starf byrjaði í litla skrúðhúsinu í blómgarðinum á prestsetr- inu, þá getum vjer sjeð dæmi af mustarðs- horninu sem vex í geislum sólarinnar, og verður að stóru trje. Vjer getum tekið und- ir með Davíð og’ sagt: »Þetta er Guðs'verk, en óskiljanlegt fyrir augum mannanna.«— Kaiserswerth er enn í dag miðstöð kristi- legrar díakóní. Og eftir því sem fleiri nýj- ar stofnanir bætast við bætast þær við hið svonefnda »Kaiserswerth samband«. I því sambandinu eru nú rúml. 107 díakónissu- hús, þar af 66 í Þýzkalandi. Samtals eru nú rúml. 40,000 díakónissur víðsvegar um heim. Á Norðurlöndum kom þessi regla fyrst til Stokkhólms. Um 1850 fór trúarvakning um landið og það vakti löngun til að hjálpa þeim sem áttu bágt. 9. júlí 1851, var stofn- að díakónissuhús í Kungsholmen í Stokk- hólmi. Nú eru 4 díakónissuhús í Svíþjóð. I Danmörku var þessi regla stofnuð árið 1863 af prinsessu Louisu, sem seinna varð drottning' Kristjáns IX. Danakonungs. 1 Danmörku eru 3 díakónissuhús nú. Á Finnlandi var díakónissuhús stofnað árið 1867 af herforingjafrú Aurore Kar- amzine. Hún var finsk að ætt. En á æsku- árum átti hún heima í rússnesku keisara- höllinni. Þar lifði hún við auðæfi, glaum og gleði. En engin auðæfi geta bægt sorg' eða reynslu á brott. Sorgin varð til að snúa hjarta hennar til Drottins, og spyrja eftir því sem heyrir Guðs ríki til. Hún komst í kynni við finska díakónissu Am- anda Cajander, sem var í díakónissuhús- inu í St. Pétursborg', og með hennar hjálp fjekk hún stofnað þessa reglu í Finnlandi. -— Nú eru 4 díakónissuhús á Finnlandi. Til Noregs kom díakónissureglan síðast. 20. nóv. 1868 var hún stofnuð í Osló, og var það ávöxtur þeirrar trúarvakningar, sem gekk yfir landið árið 1860 og prófessor Gísli Johnson stuðlaði mjög að. Ungfrú Henriette Bárnholdt, f. árið 1820, annaðist aðalframkvæmdirnar í því efni. Sjálf var hún sannkristin kona, og sá hvað nauðsyn- legt það er að hafa kristnar hjúkrunar- konur. En sterkur þáttur í byrjun þessa starfs var bæn og vim-na, veikrar konu, frú Bröcher. Ilún hafði verið í Kaup- mannahöfn og sjeð starfsemina þar. Og þótt hún læg'i mörg ár rúmföst stofnaði hún »kvenfjelag« sem kom saman í her- bergi hennar og' bað Guð um að kristilegt hjúkrunarfjelag yrði stofnað í Noregi. Nú eru 2 díakónissuhús í Noregi.- Fyrsta norska díakónissan var prestsdóttir, ungfr- Cathinka Gulberg, f. 3. jan. 1840. Fyrir henni var: »lífið Kristur«. Hún lifði í inni- legu bænasamfjelagi við Guð, og það gaf

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.