Bjarmi - 01.11.1934, Side 7
BJARMI
165
henni kraft til að vinna sigur í baráttu
lífsins. Eftir 50 ára starfsemi dó Cathinka
Gulberg- árið 1919.
Hjúkrunarstarfið er beinlínis sprottið af
kristilegri líknarstarfsemi. 1 kristnum
löndum eru það díakónissu-stofnanirnar,
sem hafa byrjað á þessari starfsemi. Og
á eftir þeim hafa komið ýms önnur hjúkr-
.unarfjelög.
Og mismunurinn er sá að meiri partur-
inn af þessum hjúkrunarfjelögum gjörir
engar kröfur á andlega sviðinu. Enn þó
hjúkrunarfjelögin setji ekki kröfur, þá
gerir lífið kröfur. Hjúkrun er svo sam-
gróin kristindóminum að vjer getum tæp-
lega stigúð eitt spor án þess að taka eftir
því. Orð biblíunnar um sjálfsafneitandi
kærleika og það, sem honum fylg'ir, eru
sem óskrifuð lög fyrir hvert sjúkrahús.
Guð gefi, að engin hjúkrunarkona gerði
þessa göfugu starfsemi eingöngu af skyldu-
rækni eða til að leita sjer atvinnu, en af
kölhm eftir að þjóna í anda hans, sem
kendi oss að þjóna.
Kirkja íslands og starfsemi hennar!
Berið þið fána hins krossfesta Jesú Krists.
Leiðbeinið þið heiminum að krossi Krists?
Þar sem friðþægng er að fá fyrir allar
syndir, sú friðþæging, sem er reiðubúin
öllum mönnum, hjálpræðið í Jesú Kristi.
Jesú nafn! Hljómar það á vörum yðar,
þegar andstæðingar Krists í-eyna að rífa
niður fullkomið verk hans, játa ef til viil
tilveru Guðs, en hafna Jesú og friðþægingu
hans. — Hvað vantar þjóðkirkju vora í
dag? Lifandi kristna starfsmenn, sem gefo,
allt, að Guðs ríki eflist. Kirkjuna vanhug-
ar ekki um margvíslegar trúarskoðanir,
sem valda sundurlyndi og' misskilningi.
Hana vanta krossmenn Krists. Hana vant-
ar meira frá honum sem á að vera höfuð
safnaðarins Jesú Kristi. Hana vantar
starfsmenn, sem skilyrðislaust þjóna hon-
urn, sem er sannleikurinn og lífið. - Nóg
er að starfa og Guð kallar á starfsmenn
til að vinna í víngarði sínum, hann leitar
eftir trúmennsku í orði og verki. Hann lít-
ur eftir því, hvort vjer, sem köllum oss
börnin hans, sjeum sjálf vakandi,
Jesús sagði: »Vilji einhver fylgja mjer,
þá afneiti hann sjálfum sjer, og taki upp
kross sinn og fylgi mjer.« — Mark. 8, 34.
Amen.
Oddfríður Hákönardóttir.
--------------
Slæmar horfur.
Eftirtektarvert er það hvað siðferði
])jóðar vorrar virðist stórhraka síðustu ár-
in. Öráðvendni í viðskiftum, sjóðþurðir og'
kæruleysi um alla skilvísi kemur svo víða
í ljós að hrollur og' tortryggni ásækir flesta
hina.
Jafnhliða dvínar hraðfara almennt vel-
sæmi í kynferðismálum. Klámbókum er
dreift yfir landið af óhlutvöndu fólki, sem
hagnýtir sjer forvitni og lausung i gróða-
skini, — og ávextirnir eru spillt heilsu-
far, hórdómur, vængbrotin börn fráskii-
inna. — Æfinlega er það sár raun börn-
unum, og stundum bíða þau þess aldrei
fullar bætur. - Kynferðisveikindi færast
í vöxt og þjóðfjelagið verður að reisa
sjúkrahús og' verja þess utan þrem tugum
þúsunda á ári úr vösum efnalítilla manna
til lækninga og' varnar gegn þeirri plágu.
sem alveg mætti komast hjá, ef ólifnaður
væri eng'inn. Og svo bætist þar á ofan að
allra síðustu árin ráðast hundruð mæðra
og' fáeinir læknar á fóstrin í móðurlífi og'
drepa þau þvert ofan í Guðs og manna lög
og það látið óátalið, þótt þungar refsingar
ligg'i við í hegningarlögunum frá 1869. 194.
gr. í þeim lögum er á þessa leið:
»öljettur kvenmaður, sem af ásettu ráði
eyðir burði sínum eða deyðir hann í móð-
urkviði skal sæta hegningarvinnu allt að
8 árum. Sömu hegningu skal sá sæta, sem
í sama tilgangi brúkar meðöl við móður-