Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1934, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.11.1934, Qupperneq 9
BJARMI 167 hefði eitthvað af þeim fóstrum orðið síðar nýtir menn, — og færri mæður gengju þá allt til hinnstu stundar með þá meðvitund að þær hefðu látið lífláta barn sitt. Fyrnefnt frumvarp, er að sumu leyti gott; þó eru þar ýms ákvæði, sem hljóta að valda ágreiningi hjá þeim, sem um þessi mál hugsa í alvöru. Þykir mörgum fullmikið talað þar um varnir gegn barngetnaði, og eingöngu snú- ið sjer þar að konum, eins og karlmenn kæmu þar hvergi nærri. Verði þær varnir jafn almennar og gert er ráð fyrir í frum- varpinu geta þær stórhnekt framtíð vorr- ar fámennu þjóðar. Sömuleiðis er mjög varasamt að veita teknum almennt vald til að dæma um þjóðfjelagslegar ástæður fyr- ir fóstureyðingum, úr því að sumir þeirra hafa reynst svo illa í þessum efnum sem skýrslurnar sýna. En mesta alvörumálið er þó siðspilling sú og kæruleysi sem bak við þessa plágu felst, og væri vel, ef umræðurnar um frum- varpið gætu valdið almennum umræðum um þann kjarna málsins um land allt. Heiðvirðir læknar þurfa að taka alvar- lega í taumana gagnvart kærulausum stjettarbræðrum sínum, og ætti að vera það ljúft og auðvelt, þar sem engin ástæða er til að ætla annað en að þeir kærulausu sjeu fáir - - enn sem komið er. Og heiðvirðar konur þurfa að taka málið til meðferðar í öllum kvénfjelögum lands- ins. Þær skilja manna best hvílíkur feikna munui' er á konunni, sem daglega biður Guð fyrir fóstrinu, sem hún gengur með, eða hinni, sem er að hugsaum aðkaupaein- hvern til að lífláta það, og að slíkar morð- hugsanir verða banamein dýrustu gjafar- innar, sem konunni er veitt, móðurástinni. Sömuleiðis munu þær sjá þrælkun þá, sem konum er búin, ef óhlutvandir karl- ar fá nokkra iagaaðstoð til að heimta af konum að þær noti verjur gegn barngetn- aði eða til að geta rekið þær til læknis til að losna við fóstur. En besta ráðið gegn öllum þessum ósóma og allri annari siðspillingu er alvarleg trú- arvakning. Guð gefi að hún komi áður en þjóðin ferst í vantrú og löstum. S. Á. Gíslason. í fjarlægu landi. Les: Lúk. 15, 11-19. Við þekkjum öll þessa fallegu dæmisögu um glataða soninn. Jeg býst við að við kunnum hana hjer um bil utanbókar. En þar með er þó ekki fengin vissa fyrir því að þessi saga sje eiginlega nokkurs virði fyrir þig. Þú þarft að hlusta á hana þang- að til að þú getur heimfært hana til þín og sagt að þetta sje eiginlega þín lífs-saga. Týndi sonurinn það er jeg. En ef þú sjerð að þú ert í sömu sporum sem glataði son- urinn. Þá gefur þessi dæmisaga þjer svar við hinni mikilvægu spurningu: »Hvaða hugsanir hefir Guð gagnvart þeim sem vil'l- ast í burtu frá föðurhúsinu og fjötrast böndum syndarinnar í ókunnu landi? Það er sorglegt, sjerstaklega vegna þess að lífið okkar hjer á jörð er svo stutt, að við eyðum oft svo mörgum árum í þjón- ustu syndarinnar. Mjer sýnist það aðallega vera þrjú atriði sem styður að því að þessi fjarvera frá Guði og samfjelaginu við hann verður svo sorgleg: Fyrst það að oft eru það bestu og þýðingarmestu ár æfinn- ar — æskuárin — sem glatast í »fjar- læga landinu«. Því næst það að maður óhlýðnast Guði ef maður lifir án samfjel- ags við hann. »Hann vill ekki að neinn glatist heldur komist til iðrunar«. 2. Pét. 3, 9. 1 þriðja lag'i er lífið án samfjelags við Drottinn brot á móti innstu þrá manns- sálarinnár. Við finnum aldrei friðinn og gleðina og hið innra jafnvægi, sem við öll þráum nema við hlýðnumst skaparan- um. Þess vegna ættum við að óska þess að

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.