Bjarmi - 01.11.1934, Qupperneq 10
168
BJARMI
árin í þjónustu syndarinnar vrðu eins fá
og hægt er; því það eru glötuð ár.
Jeg man eftir ríkum bónda sem jeg
kynntist í Noregi fyrir nokkrum árum.
Hann var þá á áttræðis aldri. En allt af
þegar hann hugsaði til baka, til æskuár-
anna, þá hrundu tárin niður eftir hrukk-
óttu kinnunum hans. Hvert vegna? — »Þá
fylgdi jeg girnd hjartans og óhlýðnaðist
Drottni«, sagði hann. - Jeg get ekki hugs-
að mjer nokkuð sorglegra en að hlusta á
grát þeirra sem verða að ásaka sig sjálfa
fyrir það að þeir glötuðu bestu árum æf-
innar. En sagan um glataða soninn sýnir
okkur hvernig það getur farið svo illa fyrir
mönnunum.
Þessi ungi maður, sem Jesús talar um,
hjelt að það væri engin hætta á ferðum
þegar hann lagði á stað út í heiminn.
Bjartsýnn var hann eins og ungmenni eru
vanalega og ótal raddir kölluðu á hann.
Lífið í landinu ókunna gaf góðar vonir
og ánægður og glaður lagði hann á stað
með vasana fulla af peningum. Brátt urðu
kunningjarnir margir og þar var glaumur
og gleði. Ailir þar í landi voru aðeins að
leika sjer. Enginn talaði um alvöru eða
synd. Lífið var bara leikur. En allir leikir
hafa þó^endi, og þarna voru leikslokin
hörð. Það kemur svo oft fyrir að:
»Þess bera menn sár um æfilöng ár,
sem aðeins var stundarhlátur«.
Það er allt af hættulegt að leika sjer ef
að Guð er lokaður úti frá leiknum.
Við vitum öll hvernig það fór fyrir glat-
aða syninum. En gættu að, vinur, að þessi
saga er allt af að endurtaka sig. Nú langar
mig til að segja þjer sögu af glötuðum
syni«, sem jeg þekki. Sú saga er sönn og
það eru aðeins fjögur ár síðan það bar við.
Norskur bóndasonur fer til höfuðstað-
arins til að skemmta sjer. Hann hefir mörg
hundruð krónur í vasanum og er vongóður
um góða skemmtun í borginni.
Ferðin heppnast vel og leikurinn byrjar
bærilega. Kunningja finnur hann alstaðar
og allir vilja að hann skemmti sjer sem
best. Bóndasonurinn er aðeins að leika
sjer. Daginn áður en hann fer heimleiðis
vilja nýju kunningjarnir hans halda dá-
lítið samsæti að skilnaði. Það á bara að
vera skemmtun. Þar er áfengi, hljóðfæra-
sláttur og dans og að lokum bíltúr. Allt
þetta er gert til þess að leika sjer sem
best. En þá koma leiks-lokin. Morguninn
eftir skemmtunina vaknar kunningi minn
við vondan draum. Þá liggur hann í mold-
arflagi einhversstaðar fyrir utan borgina.
Er hann að dreyma? Hann hefir opið
blæðandi sár á höfðinu. Og hvar eru kunn-
ingjarnir — en peningaveskið hans? —
Fjelagarnir höfðu leikið hann illa. Nú var
hann saurgaður á sál og líkama. Þá fer
þessi ungi maður að hugsa um hvort þetta
hafi nú eiginlega verið skemmtun eða
hvað? — 1 þessu eymdarástandi sjer hann
að hann hefir verið að leika sjer með lífio.
Og enginn mun lá þessum aumingja þó að
hann færi að hugsa heim til föðurhúsanna.
Gættu að þjer, vinur. Hvar ert þú, í ó-
kunna landinu eða heima hjá föðurnum?
Jeg held að það sje hægt að tala um þrjá
flokka þarna í »fjarlæga landinu«. Þeir
eru allir án samfjelags við Föðurinn, en
eru þó ekki jafn fjarlægir föðurhúsunum.
1 einum flokknum eru þeir sem segja
að sjer standi alveg á sama hvort þeir glat-
ist eða verði hólpnir. Lífið í þrældóm synd-
arinnar hefir farið svo illa með þá að löng-
unin til að lifa betra lífi er að slokna. Það
er einhver dauðans friður í sál þeirra.
Þeir hafa gefið sálinni steina fyrir brauð
þangað til að þorstinn eftir eilífa lífinu
er að hætta að g'era vart við sig. En þökk-
um Guði að fáir eru í þessum hóp.
Annar flokkurinn eru þeir sem eru
hrifnir af löngun eftir að geta losnað frá
»svínahjörðinni« og komist heim. Þeir vita
að föðurfaðmurinn bíður þeirra, en þá
vantar viljakraft til þess að segja eins og
glataði sonurinn: »Jeg vil taka mig upp
(Framhald á bls. 173.)