Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1934, Side 16

Bjarmi - 01.11.1934, Side 16
174 BJARMI endal en heimatrúboðsmenn og »miðflokkui’inn« (»centrum«) studdu Fuglsang-Damgaard. Var hinum síðarnefnda veitt embættið í byrjun ágúst slðastliðinn. Jafnhliða var dr. Brodersen sóknarpresti við Jesúskirkju 1 Khöfn veitt sókn- arprestsembætti við »Vor frúar kirkju« og gjörð- ur stiftprófastur i Khöfn, sra Neiiendam kon- ungl. »konfessionarius« var um leið veitt »Holm- ens-prófastsdæmi«. Hinn nýji Hafnarbiskup sem jafnframt er nokkurskonar yfirbiskup dönsku kirkjunnar er fæddur 1890 i Suður-Jótlandi, varð stúdent 1915 og var þá kallaður í ófriðinn. Var handtekinn í Norður-Frakklandi og sat árum saman 1 fanga- búðum hjá Frökkum. Starfaði hann þar að trú- málum og mannúðarmálum meðal Suður-Jóta, en Frakkar höfðu Suður-Jóta í sjerstökum fanga- búðum og fóru vel með þá, er Jieif vissu að þeir hefðu farið nauðugir í stríðið og vildu skilja við Pjóðverja. Árið 1919 fór Fuglsang-Damgaaru að lesa guðfræði við Hafnarháskóla nær þrítugur að aldri, og nú fór loks verulega að greiðast úr fyrir honum. Kandidat 1923, dósent 1925, dr. theol. 1930, stiftprófastur i höfuðborginni 1933 og nú biskup. —- Pess eru dæmin færri að svo skifti um fyrir xóbreyttum« hermanni og her- fanga — eftir þritugs aldur. Auðvitað hefir hann skrifað margt um trúmáJ, sem eftir hefir verið tekið, t. d. þessar bækur: xVidenskabelig og Kristelig Livstydning«, »Hvorfor beder vi«, »Karl Barth og hans Theologk; xDogmerne og det moderne Menneske« o. fl. Góður ræðumaður, en betri »sálusorgari« og á- kveðinn lúterskur guðfræðingur, mikill vinur Ox- fordhreyfingarinnar, sjerstaklega vegna sálgæsl- unnar þar, virtur og velmetinn, þótt sumum þyki nóg um hvað fljótt honum gekk að komast i æðsta sæti þjóðkirkju Dana. Þannig eru blaða- dómarnir um hann. Hann tók biskupsvígslu 30. f. m., en sama dag- inn var til moldar borinn fyrirrennari hans á bisk- upsstólnum Ilarold Osteníeld. Hann andaðist 24. f. m. 70 ára gamall. Hann varð biskup árið 1911, en hafði áður verið prestur um 20 ár. Ber öllum kunnugum saman um að hann hafi verið ágætur maður á ýmsa lund. Góður vinur ísl. kirkju var hann og studdi vel Dansk-Islandsk Kirkesag. Frá Svíþjóð. Hjer á árunum ljet fáfræðin is- lenska og ósanngirnin oft x veðri vaka að heima- trúboð væri svo sem ekkert í öðrum löndum en Danmörku, allt ákveðið sjálfboðastarf að trú- málum innan safnaðanna eða »heimatrúboð« væri frá danskri »ofstækisstefnu« runnið. Sannleikurinn var og er samt sá, að heimatrú- Lofsöngur. i. Pín dýrðin fyllir, Drottinn, himna þinni’ er dásemd jörðin uppljómuð; allt þér skal flytja þakkar ýmna. ó, þríheilagur Drottinn Guð! Enn sig himinn hásöng gleður, og hljóðin jörðin engla ber: xHeilagur! Heilagur! Heilagur!« kveður hún, xhei'sveitanna Drottinn er!« II. ö, vinir, Guði gjöldum hæstum vort glaðast þannig lof og pris! Mikilleik er af hans æztum, vor elska’ og hugsun til hans ris. Með hans hæða höfuð-ærum, og helgri kirkju ’hans niðri’ á jörð, vér honum ljóðaljóð vor færurn og láturn streyma’ út þakkargjöi’ð. III. Þin dýrðin fyllir, Drottinn, himna; þinni’ er dásemd jörðin upp ljómuð; allt þér skal flytja þakkar ymna. ó, þriheilagur Drottinn Guð! þitt dýrðarnafnið, — dróttkveð þessum, — vér dýrkum, — engla’, — á jarðarstig: xHeilagur! Heilagur! Heilagur!« — blessum, Guð hersveitanna, æztan þig! — Lfirus Slgurjónsson. boðið er yngra í Danmörku en i ýmsum öðrum löndum, og er t. d. mikið öflugra I Sviþjóð og Noregi en í Danmörku. xSvenska Morgonbladet« skýrir svo frá t." d. að telja megi um 800 þús. unga og gamla með- limi sjálfboðastarfsins kristilega þar í landi. xSvenska Missionsforbundet« er fjölmennast, um 155 þús. fjelagar (fyrir utan sunnudagaskólabörn), næst er »Evangeliska Fosterlandsstiftelsen«, um 135 þús. fjelagar. Árið, sem leið gáfu sjálfboðafjelögin kristilegu í Svíþjóð um 20 milljónir króna til ytra og innra trúboðs. Leiðrjetting: Línuskifti slæm urðu i síðasta tölubl. bls. 149. Málsgreinin í miðjum fremra dálki á að vera á þessa leið: í ársbyrjun 1934 var það svo öflugt orðið að menn bjuggust við að Miiller ríkisbiskup yrði að draga sig í hlje. Er altalað að óvarkárni Nie- möllers hafi valdið að ekki varð af því. Ritstjóri: S. Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.