Bjarmi - 01.11.1935, Side 14
174
B J A'RMI
frjálsa vilja er það verð serr> vjer verð-
um að borga fyrir möguleikann til þess að
hljóta hamingjuna í eilífri sælu. Eilíf sæla
er hið fullkomna líf í kærleika í og með
Guði, og allur kærleikur gjörir ráð fyrir
frjálsræði. En frjálsræði hefir áhættuna
í sér fólgna — það liggur í eðli sjálfs frjáls
ræðisins,
Fleira en það sem jeg hjer hefi sagt
um þetta efni get jeg ekki dregið fram
þegar rúmið er svo mjög takmarkað sem
raun er á hjer.
Pýtt úr vBerlingske Tidende«.
C. Sk.-P.
Heimsókn í Betlehem.
Eftir Ingibjörgu Ólafson.
Síðast liðið vor auðnaðist mjer sú gleði
að ferðast til landsins helga ásamt nokkr-
um enskum vinum mínum. Hvert sinn sem
jeg hugsa um þessa ferð verð jeg að þakka
Guði, sem gaf mjer tækifæri að sjá þetta
yndisfagra land.
Jeg er ekki í hóp þeirra, sem urðu fyrir
vonbrigðum við að sjá Gyðingaland. Jeg
hafði ekki hugsað mjer það öðruvísi; jeg
þekkti einnig talsvert nútíma Gyðingaland
gegnum frásagnir ferðamanna og önnur
rit. —
Að þetta fagra land er »fyrirheitna land-
ið«, stendur heima, einmitt hjer hlaut
Frelsarinn að fæðast, og í hinni kaldrana-
legu óvingjarnlegu Jerúsalem »sem grýtir
spámennina«, hlaut hann að deyja. Já,
manni virðist, þegar maður er þar, að það
hefði ekki getað verið öðru vísi, í þessu
undralandi hlaut allt þetta að verða,
Við heimsóttum flesta þá staði sem tal-
að er um í biblíunni og fórum einnig til
Damaskus. Snemma morguns í glaðasól-
skini fórum við í gegnum Jaffahliðið í
Jerúsalem yfir Hinnonsdal út á veg þann,
sem liggur í suður til Betlehem og Hebron.
Þegar við fórum gegnum Jaffahliðið var
okkur sagt að það væri kallað »Vinarhlið-
ið« á arabísku þ. e. a. s. »Abrahamshlið«
Múhameðstrúarmenn kalla Abraham nefni-
lega »Vininn« eða »Guðs vin«. Á hliðinu
s'endur á a.rab;skri tungu: »Enginn Guð
er til nema Allah og Abraham er vinur
hans«. Þessi áletrun á að minna á að þessi
vegur liggur til Hebron, á a.rabisku: E1
Khalil, »Borg vinarins«. Þegar við förum
í geg'num* Jaffahliðið og hugsum um það,
að við erum á leið til Betlehem, erum við
minnt. á það' eitt að við erum á leið til bæj-
ar Abrahams, Hebron. Ef til vill verður
einhverntíma sett sú áletrun á þenna múr,
sem minnir þá á, sem í gegnum hliðið fara,
að þessi vegur liggur til Betlehem, þar seni
Frelsari heimsins fæddist, en ennþá stend-
ur aðeins þessi múhameðska áletrun, er
hefir slæm áhrif á kristinn mann þrátt
fyrir virðingu fyrir »föður hinna trúuðu«,
hinum hlýðna Guðs þjóni, Abraham, Fyrir
utan Jaffa hliðið er Hinnonsdalur til
vinstri og Refaimdalur til hægri. Refaít-
ar eða Rafas börn bjuggu í Refaimdaln-
um þegar ísraelsmenn unnu landið. Þeir
voru meðal frumbyg'gjenda. Kanaans, sem
hafa verið mjög miklir vexti. Sendimenn
Móse urðu hræddir, þegar þeir sáu íbúa
fyrirheitna landsins. »Allt fólkið, sem við
sáum þar eru risavaxnir menn«, sögðu þeii
við Móse, »og vjer vorum í augum sjálfra
vor og þeirra, sem engisprettur«. (4. Mós.
13, 32—33).. Á dögum Ðavíðs konungs voru
ennþá leyfar af þessum frumbyggjum, en
börn Rafas bjugg'u ekki þá í Refaímdaln-
um, heldur á Gat, sem álitið er að verið
hafi fyrir sunnan Jaffa milli Ekron og
Asdot. Golíat og hinar hetjurnar, sem tal-
að er um í 2. Sam. 21. komu þaðan. Efraim-
dalurinn þar sem hetjurnar bjuggu á dög-
um Móse og þar sem faðir Davíðs bjó áð-
ur en hann flutti til Betlehem, hefir ekki
neitt sjerstakt að bjóða nútíma-ferðamönn-
um, þar er nú úthverfi Jerúsalem. Járn-
brautin er lögð þar sem menn álíta að
Efraimssljettan hafi verið, og sjálfur dal-