Bjarmi - 15.04.1940, Síða 4
4
B J A R M I
Dagskrá
mótsins að Brautarhóli hefir ekki
verið ákveðin að fullu, en verð-
ur væntanlega birt í næsta blaði.
Ilún verður nefnilega ekki alveg
eins og Hraungerðisdagskráin,
vegna skorts á starfskröftum.
Vinirnir fyrir norðan undirbúa
nú mótið eins og þeir geta, og
erum vér þess fullvissir, að það
verður ánægulegt að koma að
Brautarhóli.
Gott og
eigulegt rit.
Eins og getið er um á öðrum
stað hér í blaðinu, er þess nú
minnzt, að 400 ár eru liðin frá
útkomu Nýja-testamentisins á
vora tungu. Hefir þess verið
minnzt með guðsþjónustum og
samkomum og greinar verið rit-
aðar um þessa fyrstu kunnu þýð-
ingu testamentisins.
Einn liður i minningu um þýð-
ingu Odds Gottskálkssonar er sá,
að á fjögurra alda afmælinu, 12.
apríl, kom út sýnishorn af þýð-
ingu Odds. Jóliannes Sigurðsson
er útgefandinn, en síra Sigurður
Pálsson mun hafa valið kaflana.
í þessu riti er og bréf konungs,
sem prentað var með fyrstu þýð-
ingunni, svo og formáli Odds fyr-
ir Opinberunarhókinni og hinn
stórum eftirtektarverði eftirmáli
hans við þýðinguna. Útgáfa þessa
minningarrits hlýtur að hafa ver-
ið dýr, þvi útgáfan er mjög svo
glæsileg, þótt hún sé ekki stór.
Titilblað mjög svo fagurt, prent-
að með tveimur litum. Er þar
haganlega fyrirkomið táknum
guðspjallamannanna fjögurra,
Ijósastikunni, sem táknar söfnuð-
inn, Biblíunni, dúfunni, kaleikn-
um og krossinum. Og auk þess má
sjá myndir af fornu biskupastól-
unum Skálholti og Hólum. Auk
skautlegs titilblaðs, er fagur
rammi utan um lesmál hverrar
síðu, og uppliafsstafir prentaðir
í rauðum lit. Þetta er nú það
ytra, sem mælir með þessu litla,
en mjög svo snotra minningarriti
þýðingarinnar.
En aðalatriðið er þó hitt, að hér
gefst trúuðum mönnum kostur á
að sjá og eignast kafla úr fyrstu
þýðingu Guðs heilaga orðs. Og
það ætti svo að vera, að trúaðir
mensn tæki þessari útgáfu með
fögnuði og þrái að eiga þennan
dýrmæta fjársjóð — Guðs orð —
á vorri tungu, og því ber oss að
varðveita og blessa minning
þeirra, sem gáfu oss hana. Og
það gerum vér vel með því að
eiga þessa bók og nota hana. Eft-
irmáli Odds hefir enn sinn boð-
skap að flytja.
Vér vildum hvetja alla, sem
þess eiga kost, að kaupa þetta
rit. Það kostar kr. 3.00 í kápu
og 4.50 í bandi. Bitið fæst í öll-
um bókaverslunum — og má
einnig panta hjá afgreiðslu
„Bjarma“.
Það er alltaf eitthvað aðlaðandi
og hlýtt við samverustundir unga
fólksins, þegar það situr inni í.
hlýrri slofu um kalt vetrarkvöld.
Gestirnir í Grænuhlíð finna það,
þar sem þeir sitja í kringum
horðið, í fjörugum samræðum, og
borða.
Þegar máltíðinni er lokið, taka
stúlkurnar til. Á meðan situr Leif-
ur og ruggar sér í ruggustól og
skoðar í gamla myndamöppu.
Andrés spilar á gamalt orgel, að
því er virðist algerlega hugsana-
laust. Knútur, hár og grannur,
dökkhærður og skarpleitur pilt-
ur, stendur með hendur í vösum
og skoðar málverlc.
Stuttu síðar eru þau öll sex sest
inn í stofu, og reyna að koma
frjálsu samtali af stað. En það
tekst illa. Aðstæðurnar eru nokk-
uð erfiðar, þar sem Leifur er yf-
irlýstur trúaður maður. Og hann
er sér þess fyllilega meðvitandi.
Og hin fimm eru smeyk við að
segja nokkuð vanhugsað.
Auk þess er samveran einskon-
ar heiðursboð fyrir Leif, sem
bjargaði „gestgjafanum“ og And-
rés, sem bjargaði Leifi. Þess vegna
geta þau ekki talað um hvað sem
er. Það voru sannarlega lífið og
dauðinn, sem tókust á úti á vök-
inni, og svo aftur á sjúkrabeðn-
um. 1 þetta sinn tapaði dauðinn,
og þess vegna er þetta minning-
arstund fyrir sigur lífsins. Það
verður þvi að tala um hluti, sem
samboðnir eru þeim sigri.
„Var ekki hræðilegt að liggja
í vatninu?“ spyr Andrés Berg-
ljótu.
„Eg veit ekki hvernig það var.
Eg skynjaði svo lítið af veruleik-
anum.“
„Þú hefir verið neydd til að
skynja eitthvað. Lif þitt var í
hættu“, grípur Ragna, sem er
glaðlynd, fram í.
„Hugsanirnar námu staðar. Mig
grunaði ekkert livað á eftir færi.
En fortíðin rann upp fyrir mér,
eins og draumur.“
„Einmitt það. Hugsaðir þú ekk-
ert um .það, sem óhjákvæmilega
mundi koma, ef . .. . “ segir Knút-
ur, og horfir rannsakandi augum
á hana.
Leifur hlustar. þögull. Hann
hugsar um „hinn“ ræningjann á
krossinum, þann, sem ekki fékk
að fara með í Paradís. — Vissu-
lega er hægt að deyja, án þess að
hugsa nokkuð um það, sem á eft-
ir fer------— jafnvel fyrir ófrels-
aðan mann.
„En þig gat ómögulega dreymt
svona mikið þessa stund, sem þú
varst í vatninu?“
„Jú, og miklu meira.“
„Því trúi eg vel,“ segir Leifur.
„Draumurinn er óháður tímanum,
og þýðingarmestu atburðir lifsins
þjappast saman í smá augnablik,
og löng ár líða hjá eins og and-
varp.“
„Vissir þú hvað i húfi var, þeg-
ar þú stökkst út á eftir henni,
Leifur?“ spyr Ástríður.
Spurningin er barnsleg og
feimnisleg, en Leifur svarar henni
hlátt áfram: „Eg get ómögulega
munað hvort eg hugsaði nokkuð
eða vissi yfirleitt. Það er sjálf-
sagt réttast að segja, að eg hegð-
aði mér ósjálfrátt eftir því lög-
máli, sem virðist skráð í hvert
Sumarstarf K. F. U. M.
Sumarstarfsnefnd K.F.U.M. hefur
beðið Bjarma fyrir eítirfarandi upp-
lýsingar:
Þrátt fyrir mikla erfiðleika verður
reynt að reka sumarstarf í Vatnaskógi
fyrir drengi og pilta, með sem likustu
íyrirkomulagi og undanfarin ár. —
Þó verður ekki hjá því komizt, að
hækka þátttökugjald alltilfinnanlega.
Ákveðið hefur verið ]>að gjald, sem
hér segir, miðað við vikudvöl: fyrir
drengi undir 14 ára kr. 27.00, fyrir
pilta 14 ára og eldri kr. 33.00. Þessu
verði er mjög í hóf stillt, miðað við
almenna verðhækkun, en því verður
reynt að halda, svo framarlega sem
ekki verður alveg ófyrirsjáanlega mik-
ii verðhækkun á þessu tímabili.
Undanfarin ár hefur verið hægt að
fá keypt gjafakort, sem tryggja
drengjum aðgang að skóginum. Þessi
kort verður einnig hægt að fá í ár,
með ofangreindu verði, hjá Arna Sig-
urjónssyni, Þórsgötu 4. Vér vildum
sérstaklega mæla með slíkum kortum
sem hentugum fermingar- eða tæki-
færisgjöfum til pilta, sem e. t. v.
mundu annars ekki eiga kost á að
dvelja í Vatnaskógi.
*
Hvað eru áhyggjur?
Þegar ung stúlka var einu sinni að
þvi spurð, hvað hún ætti við með orð-
inu ,,áhyggjur“„ svaraði hún: ,,Á-
hyggjur eru það, að hugsa um fram-
tíðina, eins og enginn Guð væri til.“
*
,,Det norske lutherske Kinamisjons-
forbund“ í Noregi, kristniboðsfélagið,
sem Ólafur Ólafsson starfar i sam-
bandi við, minntist nýlega 50 ára af-
mælis sins. Á þessum tíma hefir félag-
ið farið ört vaxandi og er nú næst
stærsta kristniboðsfélaga Norðmanna.
Auk kristniboðs í Kina og Mansjúríu
rekur það mikið heimastarf.
*
Norðurlönd höfðu tekið að sér að
hlaupa undir bagga með kristniboði
Finna, sem. var lamað eftir finnsk-
rússnesku styrjöldina. Norðmenn voru
í þann veginn að safna 30 þús. krón-
um, þegar Þjóðverjar ruddust inn i
landið. Nú má búast við að kristni-
boð Norðmanna lendi í sama vanda og
kristniboðsfélög Finna.
Á þessu ári hefir verið lokið við
prentun á stærsta upplagi, sem prent-
að hefir verið af Biblíunni á rúss-
nesku. Það er 80 þús. eintök — og
flýgur út. En sá erfiðleiki er á út-
breiðslu hennar í Rússlandi, að hún
er bönnuð, og verður því að ,,smygla“
henni til kaupenda — svo fagurlega
sem það hljómar.
mannslijarta. Það var slcylda mín
að hjarga henni og eg hegðaði
mér sldlyrðislaust eftir þeirri
kröfu. — Og svo er eg trúaður.
Það hefir mikla þýðingu á slíkum
stundum. Lífið er mér Iíristur og
dauðinn ávinningur.“
Það varð þögn. Að þetta séu
ekki ímyndanir, er þeim öllum
ljóst. Bergljót ef til vill bezt. Hún
brosir, en djúp alvara livílir þó
yfir svip hennar, er hún segir:
„Þú hefir víst rétt fyrir þér, Leif-
ur.“
Nú verður þögnin dálitið þving-
andi. Þau verða um fram allt að
finna einhverja aðra dægrastytt-
ingu.
„Nú verður þú að syngja fyrir
okkur, Bergljót“, segir Ástriður
allt í einu.
„Já, gerðu það!“ svara hin.
Hún sezt við orgelið, hálfnauð-
ug, spilar nokkurar hendingar, og
byrjar svo að syngja uppáhalds
söng, sinn:
Ó, mig langar sem lóa’ a'ð syngja
á ljúfu vori í stormsins gný,
:|: að gleðja særða, er sorgir þyngja,
' að sólskin vorsins þeir finni’ á ný. :|:
„Æ! Það er svo þreytandi, að
syngja og spila í einu.“
„Ég skal þá spila undir. Því
þú verður að syngja meira“, og
Leifur sezt við orgelið. Það var
nú reyndar það, sem hún óskaði
sér.
Svo hljómar „Nú liða dagar,
liður tið“, hrífandi. Allir syngja
síðasta versið með. Leifur er mjög
hrærður: „Eitt sinn mun hjarlað
liætta að slá, og hula síga’ á augu
mín.“ Hann snýr sér, hrifinn, að
þeim, og segir hlýlega: „Ó, að
vér minntumst þessara orða. Því
eftir því, sem ég hefi lieyrt lijá
þeim, sem komnir eru á efri ár,
þá líður æfin fljótt. Og hreinar
og fagrar æskuminningar gera
ellina hjarta.“
Hann vill gjarnan segja meira,
en brestur djörfung. Hann þorir
ekki að segja frá frelsinu í Kristi.
Bergljót verður að syngja á ný.
Eftir að hún liafði lokið söngn-
um varð dálítið hlé, og þau neyta
ávaxta og láta sér líða vel á ýms-
an hátt. Á meðan ræða þau um
ýmislegt, sem er dálítið varið i.
„Á ég að syngja dálítið fyrir
ykkur?“ spyr Leifur allt í einu,
og gengur að orgelinu. Það er
ekki laust við að hann slcjálfi i
knjánum og sé kvíðafullur. —
Fyrstu tónarnir eru því Óstyrkir
og veikir. En svo breytist það í
styrkt forspil að ókunnum söng:
Upp á liæð skín við oss gamall
hrörlegur kross,
sem á hörmung og kvöl minnir enn.
En ég elska hann þó, þar hinn
albezti dó
fyrir auma og synduga menn.
Krossins hrörnun og rýrð gyllir
himnanna dýrð,
þar hinn heilagi sonur Guðs dó.
Öll mín helgun og dyggð á hann
hans dauða er byggð,
öll mín djörfung og heilög ró.
Ó, ég undrast og elska þann kross,
þar eilifðarmarki ég næ,
fyrir hrörlegan kvalanna kross
lífsins kórónu seinast ég fæ.