Bjarmi - 01.02.1947, Síða 2
2
B J A R M I
Ég hef hér á borðinu fvrir
framan mig nokkrar myndir, sem
ég er dálítið hrifinn af. Þetta eru
fallegar biblíumyndir, sem að
vísu munu vera ællaðar börnum,
cn þær eru jafngóðar fyrir því.
Eigum við ekki að skoða nokkr-
ar þeirra dálitla stund og vita,
livað þær segja okkur.
Hér er til dæmis ein, sem er
sérstaklega falleg. Hún sýnir fjár-
hirðana, sem voru á Betlehems-
völlum hina fyrstu jólanótt.
„Dýrð Drottins“ ljómar í kring-
um þá, og engill birtist þeim og
segir: „Verið óhræddir, þvi sjá:
ég hoða yður mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllum lýðnuni,
])ví að yður er í dag frelsari fædd-
ur, sem er Kristur Drottinn í borg'
Davíðs“. Og þarna sjást fleiri
englar, sem lofa Guð og segja:
„Dýrð sé Guði i upphæðum, og
friður á jörðu með þeim mönn-
um, sem hann hefir velþóknun
á.“ (Lúk. 2, 10—14). — Að hugsa
sér, að Guð skyldi fara að segja
fjárhirðum frá ])essu! Hví birti
hann ekki heldur einhverjum
höfðingjanum eða jafnvel keis-
aranum ]>essi stórkostlegu tið-
indi? Nei, Iiann kemur til smæl-
ingjanna. Þetta flytur mér gleði-
hoðskap. Drottinn kemur til min
og segir við mig: Sjá, ég boða þér
mikinn fögnuð: frelsarinn er
fæddur! Engillinn sagði við fjár-
hirðana: „Hafið þetta til marks:
Þér munuð finna ungbarn reifað
og liggjandi i jötu“. (Lúk. 2, 12).
Og fjárhirðarnir fundu. Drottinn
segir líka við mig: Þú munt
finna! — Eigum við ekki að
koma? Við munum finna, því að
hann bíður.
Hér er önnur mynd: Heimsókn
vitringanna. „Og ]>eir opnuðu
fjárhirzlur sínar og færðu því
(barninu) gjafir: gull, reykelsi
og myrru“. (Matt. 2, 11). Vitring-
arnir gáfu mikið. Hvað get ég
gefið? „Gef þig allan að hans
vilja, — allan, allan gaf hann
sig“. Vilt þú koma með — til
-Tesú?
Þriðja myndin er af Mariu með
barnið — „jólabarnið“. „Heims
um ból helg eru jól; signuð mær
son Guðs ól“. — Hefurðu nokk-
urn tíma fundið það, hvað jólin
geta verið leiðinleg, — þ. e. a. s.
þar sem Jesús fær ekki að skapa
jólahátíðina? Góður matur, ný
föt, heimsókn kunningja . .. allt
er gert til að breyia til. En ef
Jesúm vantar, ef þetta á allt að
vera heimslegt, — ja, þá eru bara
cngin jól. — Átt þú jólagleðina?
Er Jesús á þínu lieimili um jólin,
og ávallt? Opnaðu hjarta þitt fyr-
ir honum, og þú munt taka und-
ir með Davíð: „Lofa þú Drottin,
sála min, og allt sem i mér er!“
Fjórða mvndin: Jesús í muster-
inu. Foreldrar lians höfðu „týnt“
honum, en fundið hann að lokum
í musterinu -— húsi Drottins. Þar
var hann „mitt á meðal lærimeist-
aranna og gerði hvort tveggja að
hlýða á þá og spyrja þá. En alla,
sem heyrðu til lians, furðaði á
skilningi hans og andsvörum. Og
er þau sáu liann, urðu þau for-
viða; og móðir hans sagði við
hann: „Barn, hvi gerðirðu okk-
ur þetla? Sjá, faðir þinn og ég
leituðum þín liarmþrungin“. Og
hann sagði við þau: „Hvers vegna
voruð þið að leita að mér? Viss-
uð þið ekki, að mér ber að vera
í því, sem míns föður er?“ (Lúk.
2, 46—49). — Lærisveinar .Tesú
læra það smám saman, að lijá
honum hafa þeir alll, sem þeir
þurfa. Einnig gleðin, hin sanna
gleði, veitist i samfélaginu við
hann. Davíð þékkti gleðina i
Drottni. Hann segir t. d. i 27.
sálminum, 4. v.: „Eins hefi ég
heðið Drottin, ])að eitt þrái ég:
að ég fái að dveljast í húsi Drott-
ins alla ævidaga mína, til ])ess
að skoða yndisleik Drottins,
sökkva mér niður í hugleiðingar
í musteri hans“. — Vinur minn,
hvar er uppspretta gleði þinnar?
þú veizt, hvar beztu gleðina er
að finna. Viltu koma með til
Jesú?
Ilér er mynd af ungum dreng.
Svipur hans er hreinn og frjáls
og sakleysi skín úr augunum.
Undir myndinni stendur: Dreng-
urinn Kristur. — Skyldi svipur
minn bera vott um, að ég sé
lærisveinn Drottins? Já, daglegl
lif mitt, orð og öll framkoma, er
])að sannur vitnisburður? Páll
postuli ritar: „Legg kapp á að
sýna sjálfan þig fullreyndan fyr-
ir Guði, verkamann, er ekki þarf
að skammast sín, sem fer rétt
með orð sannleikans". (II. Tím.
2, 15).
Ein myndin er af ríka mann-
inum, sem spurði Jesú, hvað
hann ætti að gera til þess að eign-
ast eilíft líf. Þetta var réttlátur og
góður maður, sem hafði gert sér
far um að lifa samkvæmt lög-
máli Drottins. En hann vissi, að
hann átti ekki eilífa lífið. „En
Jesús horfði á liann og fór að
þyk ja vænt um hann og sagði við
hann: „Eins er þér vant; far þú
og sel allar eigur ])ínar og gef fá-
tækum, og munl þú fjársjóð eiga
á hinmi; kom síðan og fylg mér“.
En liann varð dapur í hragði við
þau orð og fór burt hryggur, því
að hann átti miklar eignir“.
(Mark. 10, 21—22). — Ilann fór,
því að hann vildi ckki sleppa
eignunnm, sem hann elskaði, elsk-
aði meira en eilífa lífið. Þurfum
við engu að sleppa, þú og ég?
Jesús krefst e. t. v. ekki, að ég
selji allar eigur minar. En það
er kannske eitlhvað annað, sem
ég þarf að losna við, annað ....
það er synd. „Þetta þarf ég að
losna við, og þetta lika.“ Hann
hendir mér á það. Það er e. t. v.
einhver „smásynd". Ég held í
hana, — og hlessun Drollins
kemst ekki að. Ég sleppi henni, —
og Drottinn gefur mér miklu
meira og dýrðlegra í staðinn.
.Tesús gefur kraft og sigur. „Drag
mig nær, þótl galan sé ei greið,
gegnum dimma næturskuggans
leið. Svi])t mig því, er svipta
þarf mig hér, sífelll drag mig
nær, ó, Herra, þér“.
Lærisveina Drottins langar til
að breiða út fagnaðarboðskapinn
um Jesúm. Það er hægt að gera
það á margan liátt. Hér er mynd
af því, hvernig einn af fyrstu
lærisveinum Jesú starfaði fyrir
hann. Það er Andrés, sem finnur
bróður sinn Símon og segir við
liann: „Við höfum fundið Mess-
ías“, það er útlagt: smurður; og
hann fór með hann til Jesú. (.Tóh.
1, 42—43). — Hvað geri ég fyrir
Drottin? Hvað gerir þú? Verk-
efnin eru mörg. „Litið á akrana:
þeir eru þegar hvítir til upp-
skeru!“ (Jóh. 4. 35). Segjum:
Drottinn, hér er ég, send mig!
Þarna er skrítin mynd. Hún er
af Jesú ásamt börnum af ýmsum
kynflokkum. Varla hafa þó ver-
ið svona marglituð börn í Gvð-
ingalandi! Nei, auðvilað ekki, en
Jesús sagði: „Alll vald er mér
gefið á himni og jörðu. Farið því
og gerið allar þjóðir að mínum
lærisveinum, með því að skíra þá
til nafns föðursins, sonarins og
hins heilaga anda. og kennið
þeim að halda allt það, sem ég
hef boðið yður. Og sjá, ég er
með yður alla daga, allt til enda
veraldarinnar.“ (Matt. 28,18—20).
Ef við hlýðum þessu kalli, þá
verður myndin sönn. Segjum:
Glaður vil ég vinna fyrir þig!
Önnur mynd: Við sjáum snar-
bratta klettahlíð. Fyrir neðan er
djúp gjá. Stór ránfugl svífur i
loftinu. Hann liorfir með athvgli
á sauð, sem stendur í klettaskoru.
Sauðurinn kemst auðsjáanlega
hvorki upp né niður. Hann er al-
gerlega ósjálfbjarga. En nú sjá-
um við meira: Hirðirinn er kom-
inn! Hann hefir (fundið týnda
sauðinn og er nú kominn til að
bjarga honum. — Ilvað táknar
þessi mynd? Klettaskoran lieitir
synd. Ránfuglinn er Satan, sem
bíður eftir því að sauðurinn
hrapi niður í djúpið glötun.
Sauðurinn ert þú. Hirðirinn er
Jesús. Hann er kominn til að
hjarga þér úr syndinni, sem held-
ur þér unz ])ú fellur . . . fellur . ..
glatast. Jesús þráir að taka þig í
faðm sér, því að þar ertu örugg-
ur. Leslu um góða hirðinn i 10.
kapítula Jóhannesar.
Það eru hér fleiri myndir, sem
gaman væri að skoða. En við
skulum lála þetta nægja núna. Ég
vona, að þú hafir hafl ánægju af
myndunum, hæði ])ú sem trúir, að
þú mæltir styrkjast í trúnni, og
einnig þú sem e. t. v. hefir ekki
ennþá gefizt Drottni, að þú meg-
ir opna hjarta þitt fyrir honum.
Guð blessi ])ig. — v.
Verkefni kristinnar
æsku —
Framli. af 1. síðu.
sjúríu. Þetta er vist fjórða skipti,
sem ég fæ að vera viðstaddui'
brottför kristniboða.
Ég hefi einnig fengið að sjá
kristniboða koma heim og það
kristniboða, sem höfðu verið
fjarri ástvinum sínum í mörg ár.
Flestir, eða allir, lengur en þeir
áttu að vera. Þeir komu með lest
frá Svíþjóð. Þangað höfðu þeir
komið með flugvél. Það var há-
tíðlegt að sjá, þegar lestin kom. Á
hrautarpallinum stóðu meðal
annarra gömul hjón. Þau voru að
taka á móti dóttur sinni — og
það voru góðar móttökur. Þar
stóð líka kona með dætur sinar.
Andlitin ljómuðu. Hann pabhi
var að koma. Þær yngstu mundu
líklega ekki eftir, hvernig hann
leit út i raun og veru. Þarna kom
hann út úr lestinni. — En sú gleði.
Einn kristniboðanna hafði náð
lestinni daginn áður og komst
þannig nógu snennna til þess að
horða og fara síðan beint í kirkjn
með syni sínum, sem átti að fara
að ferma. Ekki var það amaleg
heimkoma.
Frásögur þeirra.
Fréttirnar, sem þeir koma með:
— Hinn kristni leiðtogi Kinaveld-
is liefir gefið út þá fyrirskipun,
að ryðja skuli öll hof. Það er
gert. Heiðingjarnir í| Kína eru
að missa trúna á liin dauðu stein-
líkneski. En hvað tekur við? Ég
Iieyrði einn kristniboða segja, að
nú snúi kínversk æska baki við
guðunum og snúi sér til tóm-
leikans. Þeir eiga engan lifandi
frelsara, eins og við, sem þeir
geti komið til. Verkefnin eru mik-
il og möguleikarnir miklir.
Kristniboðinn, sem ég var að
segja frá, lauk máli sínu með
])vi, að liann hefði á heimleið-
inni lesið, að aðeins Kin-
verja væru kristnir, en 99%%