Bjarmi - 01.07.1957, Page 1
11.—12. tbl.
Reykjavík, júlí-ágúst 1957
„Kristur er ineii, Kristur vinnur verkiiT
*
Stæða séra Sigurjóns Þ. Arnasonar við kristniboðavígsluna í Vatnaskógi
Jesús sagði upprisinn við læri-
sveina sína: ,,Þér munuð öðlast
Þraft, er heilagur andi kemur yfir
yður, og þér munuð verða vottar
mínir bæði í Jerúsalem og í allri
Júdeu og Samaríu og til yztu endi-
marka jarðarinnar". (Post. 1,8).
Vottar Jesú skulu lærisveinar
hans vera. Það gildir um þá alla
til efsta dags, hvern á sinn hátt.
Hvern í sinni kynslóð, votta Jesú
og fagnaðarerindis hans. Flestir
skulum við vottar vera í okkar
Jerúsalem og okkar Júdeu, þar
sem við vorum borin, í okkar ætt-
landi, hjá okkar þjóð, í okkar um-
hverfi, í okkar lífi og starfi þar.
En enn gildir einnig boð Drottins
til lærisveina hans, vottar hans
skulu þeir vera, „til yztu endi-
marka jarðarinnar". I hlýðni við
það boð Drottins yfirgefa menn
enn ættland og eigin þjóð og halda
til fjarlægra þjóða til þess að vera
þar vottar Jesú Krists, beinlínis
til þess að flytja þangað hin miklu
fagnaðartíðindi um Drottin Jes-
úm.
Þið ungu hjón vígizt hér í dag
til þeirrar háleitu þjónustu.
Það er háleit þjónusta að flytja
meðbræðrunum hinn fagnaðarrík-
asta boðskap, sem mönnunum hef-
ir borizt, hin miklu tíðindi um hið
eina, sem svo er stórt, að nægir
mannlegri þörf: Fagnaðarerindið
um Jesúm Krist, frelsara mann-
kynsins. Fagnaðarerindið um
Guðs voldugu trúfesti og óbrigðulu
elsku í Jesú Kristi, sem fyrir okk-
ur er fæddur, sem fyrir okkur er
dáinn, fyrir okkur upprisinn, svo
við getum lifað með Guði æviár
jarðlífs og fyrir hans voldugu náð
með honum að eilífu. Það er alltaf
háleit þjónusta að mega vera vott-
ur Guðs fagnaðarerindis í Jesú
Kristi. Og þó í meðvitund okkar
kristinna manna eigi sízt heilagt
hlutverk að fara með fagnaðarer-
indið til þjóða, sem eru rétt að
byrja að heyra það. Slíkt er ykkar
háleita hlutverk, ungu kristniboðs-
hjón.
En háleitu hlutverki fylgir
vandi. Hvernig fá menn innt því-
líkt hlutverk af hendi ? Hvernig fá
menn borið þvílílc undraverð,
næstum óskiljanlega góð tíðindi
eins og fagnaðarerindið í Jesú
þannig til mannanna, að þeir heyri
og trúi ? Hvernig fæ ég valdið slíku
hlutverki, svo að gagni verði? Það
er hin heita spurning hvers þess,
er fagnaðarerindið á að flytja.
Og án efa hugsið þið á vígsluhátíð
ykkar, kristniboðshjón, um starfið
sem þið gangið nú senn inn í, og
vanda þess.
Kannske leyfist mér þá að und-
irstrika á þessari stundu það, sem
þið vel vitið, að fagnaðarerindið,
sem þið eigið að þjóna að hjá
framandi þjóð, „er kraftur Guðs
til hjálpræðis“, orðið, sem þið eigið
að túlka, er „orð krossins, sem er
„kraftur Guðs“ (sbr. I. Kor 1,18).
Guð vinnur sitt verk, hvar sem
fagnaðarerindi hans um Jesúm
Krist er boðað í miklum mannleg-
um veikleika. Guð er þess kraftur
og Guð verkar í því.
Svar Roberts Morrisons, hins
mikla kristniboða í Kína, er al-
þekkt, við spurningu skipstjórans
sem flutti hann til Kanton. „Og
þér, herra Morrison, væntið þess í
raun og veru að hafa áhrif á hið
heiðna kínverska ríki?“, sagði
skipstjórinn. „Nei herra", svaraði
Morrison „ég vænti þess, að Guð
vilji gera það“. Guð vinnur verk
sitt, hvar sem fagnaðarerindið er
boðað. Guð 'hefir unnið milda hluti
í kristniboðsstarfi þessarar og
hinnar síðustu aldar, svo vegna
þess starfs hefir kristni nú fest
rætur hjá fleiri þjóðum en nokkru
sinni fyrr. Og Guðs kraftur verk-
ar áfram í náðarorði krossins. 1
fagnaðarerindinu um Jesúm, sem
er kraftur Guðs til hjálpræðis,
mun Guð áfram á ný taka menn
á vald sitt, hvar sem það er boðað.
Það er hinn óhagganlegi grund-
völlur alls kristniboðs. 1 trausti til
þess skuluð þið, góðu kristniboðs-
hjón, ganga til starfs og starfa.
Fullviss um það megið þið
ganga fram með fagnaðarerindið
þar, sem Guð felur ykkur að vitna
um Jesúm Krist: Á Guði sjálfum
hvílir að lokum útbreiðsla hans
ríkis. Þetta er gott að vita og
muna vel. En þótt það sé Guð,
sem vinnur menn á Krists hjálp-
ræðisvald með fagnaðarerindinu,
er hitt og staðreynd, að misjafnir
eru ávextir þjónustu lærisveins
við Drottin sinn. Misjafnir líka
51. árgangur
ávextir boðunarinnar. Erfiðleikar
mæta öllum ytri og innri. En það
er svo ólíkt, hvernig allt samverk-
ar til þess að gera okkur hæfa
þjóna í hendi frelsarans.
Einnig hér er lausnin ein kraft-
ur Guðs í fagnaðarerindinu, að
sá, sem þjóna á fagnaðarerind-
inu, veiti því sjálfur viðtöku, lifi
á fagnaðarerindinu í eigin lífi.
Lifa með Jesú. Eiga með honum
líka erfiðleikana, líka eigið getu-
leysi og veikleika, allan vanda.
Leggja það allt á vald hans náðar
og treysta honum, hans fyrirheit-
um, ómælanlegri getu hans elsku
líka til að leiða okkur og frelsa.
Svo fullnast fyrirheiti Drottins
æ á ný í lífi þjóns hans. Þér
munuð öðlast kraft, er heilagur
andi kemur yfir yður. Svo fullnast
æ á ný Guðs orðið í lífi manna.
Náð mín nægir þér; því að mátt-
urinn fullkomnast í veikleika. (II
Kor. 12,9). Svo getur Guð enn not-
að hina veikustu menn til bless-
unarríks starfs í þjónustu hans.
Ungu kristniboðshjón, ykkar
bíður veglegt starf en vandasamt,
sem án efa gerir til ykkar miklar
kröfur, er ykkur sýnast einatt
erfiðar og þið harla veik til að
uppfylla. En Kristur er með.
Kristur vinnur verk sitt. Kristur
vill einnig vinna verk sitt í ykkar
lífi, svo að þið verðið hæfir vottar
hjá þjóðinni, er hann sendir ykkur
til. Manna hendur falla. Jafnvel
fyrirbænarhendur geta þreyttar
hnigið. En Jesús Kristur breytist
eigi og bregzt engum. Mætti ykkur
auðnast að halda ykkur ætíð fast
að Kristi sjálfum í trú, lifa á
fagnaðarerindi Guðs í Jesú Kristi,
svo nærri Drottni sjálfum, að
hann gefi ykkur krafta til að vera
trúir vottar hans.
Svo verðið þið vígð til hins helga
starfs. Svo hverfið þið til starfs
hjá framandi þjóð til þess að vera
þar vottar Drottins. Guð veiti
ykkur kraft frá sér. Guð geri ykk-
ur sanna sterka þjóna sína þar.
Guð gefi ykkur hreinan, styrkan
vitnisburð og mikið af kærleika
sínum til mannanna, sem þið eigið
að vinna fyrir, að hans vilja. Guð
láti mátt sinn fullkomnast í ykk-
ar veikleika, svo að ykkur mætti
auðnast að starfa í Konsó mann-
sálunum og þjóð til heilla og
Drottni okkar og frelsara til veg-
semdar og dýrðar í því kristni-
boðsstarfi, sem þið hafði veiið
kölluð til.
Frá kristniboðsrígslunni
Þessi mynd er tekin, er kristniboðahjónin og þeir, sem aðstoðuðu við vígslu
þeirra, eru á leið til samkomutjaldsins í Vatnaskógi. Á myndinni sjást: Síra
Sigurjón Þ. Árnason (aítast), frú Margrét Hróbjartsdóttir, Benedikt Jasonarson,
síra Jónas Gíslason, síra Friðrik Friðriksson, Jóliannes Sigurðsson og Þórður
Gislason. — Sjá nánari frásögn á síðu 5.