Bjarmi - 01.07.1957, Side 2
2 BJARMI
Bænakapellan í Vatnaskógi.
Kristilega mótiö
„Hvernig fannst þér mótið?“
Hann horfir athugull á mig og
úr svip hans skín efi um, hvort
spurningin sé fyllsta alvara. Hann
sannfærist þó fljótt um, að svo sé
og svarar: „Hvernig spyrðu, mað-
ur? Þú hlýtur að vita, að það gat
ekki verið annað en gott, þótt ekki
væri nema vegna kristniboðavígsl-
unnar. Þaðvar hátíðleg stund.“ Og
þar með er í upphafi sagt frá því,
sem flestum mótsþátttakendum
mun æ verða minnisstæðast frá
mótinu 1957. Vitaskuld geta verið
einhverjir, sem eitthvert orð frá
Drottni opnaðist þannig fyrir á
þessu móti, að það verður hið
áhrifaríkasta fyrir þá, eins og allt-
af verður, er orð frá Drottni kem-
ur beint til einstaklingsins. Fyrir
heildina mun þó kristniboðavígsl-
an verða sérstæðasta minningin
frá þessu móti.
Veður var ákaflega hentugt til
mótshalds. Hlýtt var í veðri eins
og bezt getur verið hér á landi,
svo að gott var að sofa í tjaldi um
þessa helgi. Á laugardag voru
nokkrar smáskúrir en þó engar
eftir að mótið sjálft hófst. Á
sunnudag komu tvær skúrir en
þær komu báðar á hentugum tíma,
ef svo má segja, svo að þátttakend-
ur nutu veðursældar allan tímann.
Mótið hófst á laugardag kl. 6
e.h. með guðþjónustu, svo sem
venja hefir ávallt verið. Síra
Magnús Guðmundsson, Ólafsvík,
hafði guðsþjónustuna og hafði
valið sér sem ræðuefni að tala um
Andrés postula. Minnti hann
mótsgesti á það þrennt, sem þeir
gætu lært af Andrési, en það er,
að reyna að vinna aðra fyi’ir Jes-
úm Krist. Fyrsta verksviðið er að
ná í bróður sinn, sinn nánasta,
eins og Andrés gerði, er hann fór
með Símon bróður sinn til Jesú.
Þá er næsta verkefnið að koma
með æskuna til Jesú, eins og
Andrés gerði, er hann kom með
ungmennið, sem átti fiskana tvo
og smábrauðin, til Jesú. Loks
minnti hann svo á það verkefni að
vinna heiðingjana fyrir Jesúm
Krist eins og Andrés gerði, er
hann fór með Grikkina til Jesú.
Kl. 8,30 um kvöldið talaði Stein-
grímur Benediktsson um efnið
„Hvað er synd?“ Birtist það er-
indi á öðrum stað hér í blaðinu
og skal því ekki frekar frá því
sagt. Hver, sem les það, mun
skilja, að alvarlegar hugsanir
vöknuðu í hjörtum þeirra, sem á
það hlýddu.
Á sunnudag kl. 10 hafði Ólafur
Ólafsson, kristniboði, Biblíulestur
um efnið: „Hvað er hjálpræði?"
Rakti hann í því sambandi nokkur
atriði ritningagreina um það, að
hinn sanni Guð, sem orðið boðar,
er hjálpræðis Guð og að hjálpræði
hans er til vor komið í Jesú Kristi.
Kl. 2. þennan sunnudag var svo
kristniboðavígslan og er nánar frá
henni sagt í annarri grein.
Kl. 5 e.h. var kristniboðssam-
koma. Sú samkoma hófst á þann
óvenjulega hátt af mótssamkom-
um að vera, að fram fór skírnarat-
höfn. Síra Magnús Runólfsson
skírði dreng frá Akranesi, Hjört
Snorrason. Skömmu áður hafði
annar drengur verið skírður í
kyrrþey í kapellu Skógarmanna
K.F.U.M. Fannst mörgum vel við
eigandi, að skírnarathöfn færi
fram í upphafi kristniboðssam-
komu, því að skímarskipunin og
kristniboðsskipunin eru samtengd-
ar eins og kunnugt er. Að iokinni
skírnarathöfninni hófst svo
kristniboðssamkoman sjálf. Þar
töluðu þau Benedikt Jasonarson,
kristniboði, og Margrét kona hans.
Auk þess var lesið úr nýjustu bréf-
um frá Konsó, fréttir, sem glöddu
og hvöttu kristniboðsvini, sem við-
staddir voru. 1 lok þessarar sam-
komu var gjöfum til kristniboðs-
ins veitt viðtaka og gáfust kristni-
boðinu kr. 12,035. Síðar bættust
ýmsar gjafir við, sem einstakling-
ar afhentu, og munu kristniboðinu
hafa gefizt alls um 16.000.00 kr.
á mótinu og kristniboðsþinginu.
Kl. 8,30 var svokölluð „kvöld-
samkoma". Þá er enginn sérstakur
ræðumaður, heldur er orðið gefið
frjálst til vitnisburðar. Notuðu
margir sér það og var margt vekj-
andi og styrkjandi sagt og sam-
koman í heild mjög trúarlega upp-
byggileg. Stóð hún í rúma tvo
tíma.
Á mánudag kl. 10 f.h. var altar-
isganga. Þá voru margir móts-
gesta farnir heim. Síra .Tónas
Gíslason, Vík í Mýrdal, hafði
skriftaræðuna en síra Sigurjón
Guðjónsson, prófastur, í Saurbæ
hafði altarisþjónustu. Altarisgest-
ir voru rúmlega 130.
Kl. 2 var Biblíulestur um efnið:
„Hvað er helgun?“ Hafði Gunnar
Sigurjónsson, guðfræðingur, hann.
Studdist hann aðallega við 6. kafla
Rómverjabréfsins og lagði áherzlu
á þá evangelisku kenningu um
helgun vora í Kristi og því, að
vera honum háður í því eins og
í hjálpræðinu sjálfu.
Þetta var síðasta samkoma
mótsins. Með henni lauk indælu
móti, sem veitt hafði þátttakend-
um marga hátíðarstund. Þátttaka
var ágæt í móti þessu. Á laugar-
dagskvöld munu hafa verið 261
fastir þátttakendur á mótinu. Á
sunnudag fjölgaði þeim mjög.
Ekki voru þeir taldir en fjöldi
einkabifreiða, sem kom í Vatna-
skóg á sunnudagsmorgni, gaf
nokkuð til kynna, hve gestkvæmt
var þar. Þegar flestar voru bif-
reiðamar voru þær taldar 60 á
hlaðinu og við rjóðurgirðinguna.
Mun óhætt að fullyrða, að þátt-
takendur á mótinu hafi ekki verið
færri en 400 og þó sennilega tals-
vert fleiri, þegar flest var á sunnu-
degi.
Mót þetta var í ríkari mæli
kristniboðsmót en áður hefir ver-
ið. Er það skiljanlegt, þar sem
kristniboðavígslan var það atriði
mótsins í ár, sem einkanlega dró
til sín hugi kristniboðsvinanna,
svo að ýmsir þeirra reyndu hvað
þeir gátu til að komast í Vatna-
skóg til að vera viðstaddir þá há-
tíðarstund. Ymsar kveðjur, sem
bárust, báru því og vitni. Þar voru
kveðjur frá íslenzkum og erlend-
um kristniboðsvinum í Oslo,
Kaupmannahöfn og Lundúnum,
auk margra kveðja víðsvegar að á
landinu.
Það er áreiðanlegt, að margir
fóru glaðir og þakklátir frá mót-
inu í ár.
Krisfniboðsþiíitgið
í Vatnaskógi
Kristniboðavígsla sú, sem fram
fór í Vatnaskógi sunnudaginn 30.
júní var haldin þar í sambandi
við aðalfund sambands ísl. kristni-
boðsfélaga. Var vígslan eiginlega
einn þáttur hans, þótt fundurinn
sjálfur hæfist eigi fyrr en kl. 5
mánudaginn 1. júlí. Þá voru mætt-
ir í Vatnaskógi um 100 kristni-
boðsvinir víðsvegar að af landinu.
Áttu þeir saman indælar stundir,
þar sem fréttir voru sagðar frá
smáhópunum og starfinu í heild.
Óhætt er að segja, að strax á fyrstu
samverustund hafi verið auðfund-
ið, hve andinn var góður og sam-
hugur mikill í hópi þeim, sem
þarna var samankominn. Annars
skal ekki orðlengt mikið um þcnn-
an fund. Ilann fór að mestu fram
með svipuðu sniði og slíkir fundir
eru vanir að vera, skýrslur, reikn-
ingar og umræður skiptust á — og
kosningar stjórnar og annarra
trúnaðarmánna. Óhætt er samt að
fullyrða, að blærinn á fundinum
hafi verið óvenjulegur, að þvi
leyti, live allt það, sem fram fór
var uppbyggilegt.
Engin stórmál lágu fyrir að
þessu sinni. Hlutverk kristnihoðs-
vina er nú það að lialda áfram á
þeirri braut, sem vér höfum geng-
ið á undanfarið. I lok fundarins
var samþykkt kveðja til kristni-
boðsvina og kristniboðanna í
Konsó, og birtist hún á öðrum stað
í blaði þessu.
Gleymdir munir
Dálítið bar á því að þessu
sinni, að þátttakendur í mótinu
og kristniboðsþinginu í Vatna-
skógi gleymdu ýmsu af farangri
sínum, er þeir fóru aftur heim.
M. a. voru eftirtaldir munir:
dauffjólublá peysa úr angóra-
garni,
svartir jerseyhanzkar,
hitabrúsi,
tveir bollar með gylltri rönd,
niðui-suðukrukka með sykri,
köflóttur trefill,
plastregnkápa,
þrjú sápuhylki,
þurrkur,
rakburstar,
nokkrir tannburstar.
Munanna má vitja á af-
gfeiðslu Bjarma. Auk þessa er
einnig brauðsax, sem enn er upp
í Vatnaskógi, en eigandi getur
sagt til sín á afgreiðslu Bjarma.