Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1957, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.07.1957, Qupperneq 3
Við sjúkrabeð Það er óviðeigandi á tímum eins og vér lifum á, þegar allir eru önnum kafnir við ótal 'hluti, að minnast á sjúkrabeð. Það vekur hugsanir eins og einmanaleika, þjáning, angist og dauða. Vér ýt- um öllu slíku frá oss. Vér viljum ekki vera minntir á það. Og þó er það raunveruleikinn sjálfur, að sjúkrabeðurinn bíður vor allra, sérhvers. Vér risum heilbrigðir úr rekkju í morgun, en samt getur vel verið, að beður vor í kvöld verði — sjúkrabeður. Oft hefi ég setið við sjúkrabeð og hugsað sem svo: Ég hefði al- veg eins getað legið þarna. Ég hefi því setið hljóður og hlustað á það, sem sjúklingurinn gæti kennt mér, þegar röðin kemur að mér. Langsamlega flestir sjúklingar eru gagnteknir einni hugsun: Að verða heilbrigðir eins fljótt og frekast er unnt. Hjá mörgum er samt dulinn kvíði um, að verða aldrei aftur heilbrigður. Þeir koma strax upp um sig með spurn- ingunni: ,,Er þetta hættulegt, læknir?“ Og held, að margir sjúk- lingar hugsi alvarlegar en svipur þeirra gefur til kynna, því að það er ágætt tóm til umhugsunar, þegar menn liggja veikir. Tíminn verður nægur og menn skynja ei- lífðina. Þá kemur spurningin mikla: „Hver er tilgangurinn með lífi mínu?“ Þessu fylgja oft ang- ist og órói með ásökunum og á- 'hyggj um. Sálarkvalirnar verða því oft meiri en líkamlegar þján- ingar. Oft er þessu öfugt farið. Eg mæti oft hugarró og jafnvægi, sem vek- ur hreinustu furðu. .Tá, jafnvel, þegar ég nefni alvarlegustu sjúk- dómsgreiningu, sem oft er sama og dauðadómur, rnissir sjúkling- urinn ekki hugarjafnvægið heldur kemur í ljós, að hann. á hugarró og styrk, sem ég hlýt að undrast. Hvað segið þér t. d. um eftirfar- andi: Fyrir nokkrum árum var ég sóttur til konu, sem var 65 ára. Það voru um 50—60 km. til henn- ar. Konan kom sjálf til dyra. Hún átti yndislegt heimili. Hún hafði engar þrautir, að heitið gæti, að- eins smáónot, sem hún hélt, að lít- ilsháttar lyf eða læknismeðferð réðu bót á. Þá er ég athugaði hana, kom í ljós, að hún var hald- in mjög alvarlegum sjúkdómi, sem engin ráð voru við. Hvernig átti ég að segja henni það? Þegar við höfðum komið okkur vel fyrir í stólunum, sagði ég henni sannieik- ann blátt áfram. Hvernig brást hún við? Jú. „Nú verðum við að biðja,“ sagði hún, og að svo mæltu kraup hún á kné við. stólinn og þakkaði Guði, að hún væri komin svo langt, að hún sæi á leiðarenda hér, svo að dýrð himinsins yrði raunveru- leiki, að stuttum tíma liðnum. Eg varð að leggja eyru betur við til þess að ganga úr skugga um, að það væri rétt sem mér heyrðist. Svona langt getur maðurinn kom- izt í því, að fela sig vilja Guðs. Það er oft ægileg áreynsla fyrir þá, sem hafa ekki gert sakir sín- ar upp við Guð, að heyra „dauða- dóminn“ kveðinn upp. Sumir verða beiskir og harðir, aðrir þög- ulir og innilokaðir. Eg er ekki vanur að þröngva mér inn á þá; sem þannig er farið, en ég minni venjulega á ritningargrein, áður en ég fer frá þeim. Þá hefi ég oft- ar en einu sinni séð, hvernig Guðs orð hefir áhrif þegar í stað. Ég hefi orðið að endurtaka orðið margoft, og óttinn hefir verið rekinn á dyr. Svefninn kemur aft- ur, já, jafnvel ánægja með það að eiga að deyja. Það er einkenni- legt, að Guðs orð skuli hafa slíkan hæfileika og áhrif. Mannaorð hafa það aldrei.. Eg hefi stundum leyft mér að minna á orð eftir Ibsen eða Pascal, en ég hefi ekki enn orðið þess var, að það hafi haft nokkur áhrif á dauðveikan mann. Guðdómsorð, sem skapar það, sem það nefnir, segir Grundt- vig. Án Guðs orðs er sjúkrarúm ógn. Með orði Guðs og Anda get- ur sjúkrabeðurinn orðið eins og _______________ BJARMt 3 hlýjasta hreiður, þrungið guð- dómlegum friði, þar sem vængir sálarinnar styrkjast til hinzta flugs inn í dýrð himinsins. Sverre Lande, læknir. (Þýtt úr ,,Credo“). Frá Landssambandi K. F. U. M. Landssamband K.F.U.M. á Is- landi héll aðalfund sinn finimtu- daginn 4. júli síðastliðinn. Fund- urinn var haldinn í K.F.U.M. og K. í Reykjavík og sátu hann full- trúar frá öllum K.F.U.M. félögum á landinu, svo og Landssambands- stjórn og framkvæmdastjóri sam- bandsins, Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur. Fundurinn liófst með ávarpi formanns Landssam- bandsins, Guðlaugs Þorlákssonar. Síðan gáfu ritari sambandsstjórn- ar, Þórður Möller, læknir og fram- kvæmdastjórinn skýrslui' um störf stjórnar og sambandsins á liðnum tveim árum. Reikningar voru lesnir og samþykktir. Full- trúar einstakra félaga innan sam- bandsins sögðu frá starfi þeirra. Var starf K.F.U.M. hér á landi sið- an rætt nokkuð. Fundurinn stóð fram á kvöld. Formaður Lands- sambandsins var endurkosinn, Guðlaugur Þorláksson. Aðrir í stjórn eru: Björgvin Jörgensson, kennari á Akureyri, Steingrímur Bcnediktsson, kennari í Vest- mannaeyjum, Þórður Möller, lækn- ir og Þorkell G. Sigurbjörnsson, gjaldkeri, tveir þeir síðarnefndu búsettir í Reykjavík. Landssamband K.F.U.M. er enn í fyrstu byrjun, en það er von þeirra, sem að því standa, að því vaxi fljótt og vel fiskur um hrygg og geti orðið til mikillar blessunar kristilegu starfi meðal æsku þessa lands. Biblíu- og kristnlboðsnámskeið Næst síðustu helgi í september er von á góðri heimsókn frá kristniboðsráði lútherska heims- sambandsins, þar eð forstjóri þess, Dr. F. Birkeli, áður kristni- boði á Madagaskar, er væntanleg- ur hingað til lands. Hann mun að- eins dvelja hér tvo sólarhringa. Þetta veldur því, að Biblíu og kristniboðsnámskeiðið getur ekki hafizt fyrr en þriðjudaginn 24. september og mun enda mánudag- inn 30. september. Þess er þó að gæta, að farið mun upp í Skóg síðar hluta mánudag'sins 23. sept- ember, til þess að þriðjudagurinn nýtist að fullu fyrir námskeiðið. Þátttaka tilkynnist á afgreiðslu Bjarma, Þórsgötu 4, sími 13504. ÆðaltEÉriði —» aakaatriði „Sameinumst um aðalatriðin — látum aukaatriðin Iiggja.“ Hver kannast ekki við þetta heróp vorra tírna í kristilegum efnum? Og hefir það ekki margan blekkt? Því hvað er „aukaatriði“ og hvað er „aðal- atriði“? Það þarf samt ekki vitnana við um það, að viljum vér vita, hvert sé „aðalatriði“ kristinnar trúar og boðunar, burfum vér ekki lengi að vera í efa. Vér getum einfaldlega farið til Biblíunnar — Nýja- testamentisins, ef einhver vill heldur hafa það svo — og gæta að, hvað er aðalboðskapur þess. Skyldi nokk- ur, sem hlutlaus les, vera lengi í vafa um það, að þar er oss boðað hjálpræði, frelsi frá synd, dauða og djöfli. Ekki með einhverri leiðsögn í aðferð eða þjálfun, sem vér eigum sjálfir að temja oss til þess að geta frelsað oss á þann hátt. Nei, Biblían boðar það allt öðru vísi. Hún fjallar um FRELSARA — ákveðna persónu, — sem kom í þennan heim til þess að frelsa synduga menn. Hann hét Jesús og er Kristur Drottinn. Þetta er svo augljóst, að um það ætti ekki að burfa að ræða. Og er bað þá ekki einkennilegt, hve lítið ber orðið á boðskapnum um frelsarann? Heyrist mikið um það rætt af prédikunarstólum og í riti, að þau stórkost- legu fagnaðartíðindi hafi gerzt hér á jörð, að Guðs sonur hafi sjálfur komið til þessarar jarðar til þess að Ieita að hinu týnda og frelsa það — verða sjálfur frelsari þess með krossdauða sínum og upprisu? Nei, það heyrist ekki mikið um það rætt. Sú kenning, eða öllu heldur sá boðskapur, er æ meira að hverfa fyrir kenningunni um allt það, sem vér eigum sjálf að temja oss. Og nú upp á síðkastið er farið að bera dáíítið á því tali um kirkjuna, að við liggur, að hún, sem stofnun sé að verða meginþáttur boðskaparins, sá aðilinn, sem oss beri að snúa oss til og hlýða í einu og öllu, til þess að hún tryggi oss sáluhjálpina. Ó, þurfum vér ekki að vakna cg gera oss ljóst, að það, sem vér þörfnumst fyrst og fremst er, að til þjóðar vorrar og hvers einstaklings berist hinir skýru hljómar um Jesúm Krist, Drottin vorn, sem einn er fær um að frelsa fallna og synduga menn? Þurfum vér ekki að fá að heyra það skýrt og skorin- ort, að í honum er hjálpræðið og í engum öðrum, „því að ekki er heldur annað nafn undir himninum, sem menn kunna að nefna, sem oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ Þetta er meginboðskapur kristinnar kirkju, boð- skapur sá, sem Kristur sjálfur sendi hana með út til allra manna. Þeim er boðið frelsi í honum. „Trú þú á Drottin Jesúm og' þú munt hólpinn verða.“ Kirkju- faðir vor, Lúther, hefir skýrt og skorinort boðað oss, að kirkjan sé hvergi nema þar, sem Guðs orð sé réttilega boðað — þar sem fagnaðarerindið um þann Guð, sem í Iíristi Jesú frelsar syndara, er boðað. Þetta orð skapar kristinn söfnuð, og þar sem það hljómar ekki, er ekki hin sanna kirkja. En hvernig er oss farið hér á þessu landi? Er það aukaatriði, sent litlu skiptir, hvort þetta hjálpræði er boðað eða ekki? Er komið svo, að vér höfunt ekki þörf fyrir boðskap unt frelsarann, sent kont og dó í vorn stað. Ó, jú, vissulega höfum vér þörf fyrir það. Það er meira að segja eina lífsvon vor að eilífu. En hitt er ægilegt, að ntönnum er ekki þessi þörf ljós. Það er dómur yfir starfi kirkju og kristni, dóm- ur, sem er ægilegri en allt annað, því hann segir, að vér höfunt ekki boðað fagnaðarerindíð svo, sem oss var skyldugt. Þetta er hið mikla nteginatriði, sent oss ber að vinna að, að boða öllunt ntönnum fyrirgefn- ingu syndanna og hjálpræði fyrir trúna á Drottin vorn Jesúnt Iírist. Það atriði ntá aldrei vera oss óljóst. Hver kristinn ntaður hlýtur að skilja, að allt er í húfi, ef svo fer, að það eigi að taka frá oss frelsarann. Og það er sannarlega gert nteð því, að boðskapurinn um endurlausnarverk hans falli í þögn.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.