Bjarmi - 01.07.1957, Page 7
BJARMI 7
mm \
■
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
• li • lilli • III!! • Hil • IfU! • líl!l • 11 • H!h • HHI • ill • iilil • HHI • II!!! • III!! • 1110 • Hill • 11! • ili • ö!!! • Hin • 1IIIB •
• ií • inu • liiii • li • HHi • OiB • IBii •. • • HiB •' • • Hiii • HiH • illll • iHB • illll <
•HHI®IHH®i
•ilin«||||f«||i
•Biy®BB
jT
Ovæntur formáli fyrir nýrri útgáfu eins af öndvegisritum Darwins
1 fyrra kom út ný út-
gáfa af hinrvi heimsfrægu
bók Charles Darwins „The
Origin of Species“ (Upp-
runi tegundanna) hjá
bókaútgáfunni „Every-
man’s Library“. Bókaút-
gáfa þessi gefur eingöngu
út þekkt, sígild rit í svo
ódýrri útgáfu, að allir geti
keypt þau.
Það, sem markverðast
er við útgáfu þessa er, að
fyrir henni er nýr formáli.
Fyrri formálinn var rit-
aður af kunnum Darwin
fylgjanda, Arthur Keith,
sem dáðist að Darwin og
varði kenningar hans
hverju sem skipti. Hann
&r nú dáinn og álit hans
hefir dvínað eftir liið svo-
nefnda Piltdown-manns
hneyksli. Stjórn bókaút-
gáfunnar vildi að minnsta
kosti fá nýjan formála
fyrir bókinni. Hún snéri
sér til annars þekkts vís-
indamanns, W. R. Thomp-
son, sem er forstjóri Líf-
fræðastofnunar brezlca
samveldisins og hefir að-
setur í Ottawa í Kanada.
Thompson var í miklum
vafa um það, hvort hann
gæti tekið þetta að sér, því
að andstætt áliti Keiths
var hann ekki viss um, að
Darwin hefði tekizt að
færa sönnur á kenningu
sína og ekki heldur, hvort
áhrif hans á hugsanagang
vísinda og almennings
hefðu verið til góðs.
Hann tilkynnti for-
stöðumönnum bókaútgáf-
unnar þetta, en þeir til-
kynntu honum, að honum
væri heimilt að rita, hvað
sem hann vildi. Hann rit-
aði þá nýjan formála, sem
er 17 síður að lengd. Hann
byrjar á því að segja, að
sér sé vel Ijóst, að sjónar-
mið hans „munu álitin
viilutrú og afturhalds-
kennd af mörgum líffræð-
ingum“. Hann álítur samt,
að ,,í vísindunum er villu-
trúin dyggð og afturhalds-
semi oft nauðsyn, og
hvergi á sviði vísindanna
er trúvilla og afturhald
nauðsynlegra en þegar um
fram þróunarkenninguna
er að ræða“.
Thompson lýsir skoðun
sinni á framþróunarkenn-
ingunni) í eftirfarandi orð-
um:
Darwin áleit sjálfur,
að framþróunarkenningin
væri ófullnægjandi, ef
ekki væri unnt að útskýra,
hvernig hún hefði átt sér
stað. Eg er sammála þessu.
Og þar sem enginn hefir
getað útskýrt fyrir mér,
hvernig framþróunin hafi
getað átt sér stað, finn ég
mig ekki knúðan til þess
að segja, að hún hafi átt
sér stað. Eg kýs fremur
að segja, að vér vitum of
lítið 'um þessa hluti..
Hann segir um áhriif
darwinimans á vísindin:
„I kjölfar framsóknar
darwinimans fór hrörnun
vísindalegrar ráðvendni.
Það verður strax augljóst
af óviðeigandi ummælum
Haeckels og breytilegum,
villandi og tilbúnum rök-
færslum, sem T. H. Huxley
notaði. Ljóst dæmi þess,
sem er nýkomið fram í
dagsins Ijós, er sú breyt-
ing, sem gjörð var á haus-
kúpu Piltdown-mannsins,
svo að unnt væri að nota
hana sem sönnun þess, að
maðurinn væri af apa. Vér
höfum éldra dæmi um
svikatilraun, sem gjörð
var og afhjúpuð af þeim,
sem fann svonefndan Pit-
hecanthropus, sem játaði
mörgum árum eftir
skýrslu sína, er valcti svo
mikla athygli, að hann
hefði á sama stað fundið
bein, sem voru augsýni-
lega úr mönnum“.-------. .
Að lokum segir hann um
bók Darwins:
„Líffræðin hefir erft úr
„Uppruna tegundanna“ þá
almennu tiihneigingu sína
að afmá með heilabrotum
án nolckurra sannanna
takmörlc þeirra sagn-
marka (kategorier), sem
náttúran birtir oss. Til
þess að rigfesta það sam-
hengi, sem kenningin
krefst, er leitað til sögu-
legrar rökfærslu, enda
þótt engin söguleg sönnun
sé til. Þannig eru reistir
brothættir turnar úr til-
gátu á tilgátu ofan, þar
sem staðreyndum og hug-
aró'rum ægir saman.
Enginn efi er á því, að
þessar byggingar full-
nægja eðlilegri þörf. Það
er einnig fvMvíst, að Dar-
win hefir í „Uppruna teg-
undanna“ tekizt að mynda
það, sem kalla má sígilda
aðferð til þess að full-
nægja þessari þörf. Oss er
samt nú farið að skiljast,
að aðferðin er óheilbrigð
og fullnægingin blekkj-
andi. Ef vér viljum samt
skilja hugmyndir sjálfra
vor og sjá, hvað rangar
ályktanir vér verðum að
losa oss við til þess að
geta komið líffræðinni á
vísindalegan gi-undvöll, er
það enn þess virði að lesa
heimildarritið, sem heitir
„Uppruni tegundanna“.
Gildi þessa nýja for-
mála er tvenns konar. 1
fyrsta lagi leiðir hann i
Ijós, að það er rangt, þegar
fullyrt er, að allir raun-
verulegir vísindamenn við
urkenna framþróunar-
kennmgu Darwins.
Thompson er meðlimur
elzta og virðulegasta vís-
indafélags Brezka sam-
veldisins, „The Royal
Society“, og skipar veiga-
mikla stöðu í vísindalífi
samveldisins.
f öðru lagi leiðir það í
Ijós, að bókaútgáfur eru
ekki lengur smeikar við að
gefa út það, sem er gegn
fram þró unarlcennin gunni.
Lengi hefir því verið svo
farið, og þá ekki sízt í
löndum Engilsaxa, að
bókaútgáfur, sem virðing-
ar nutu, voni ófúsar að
gefa út slíkt efni. Þær
óttuðust að tapa virðingu
sinni. Nú lítur helzt út
fyrir, að þeir „töfrar“ sé
rofnir. — („Fast grunri1).
bera þess vitni, að mennirnir álíta,
að til þess að finna Guð, verði þeir
að þræða veg dygðanna. Þetta
sjónarmið kemur einnig greinilega
í ijós í trúhneigð þeirra, sem alast
upp í okkar eigin, kristna landi.
Þetta staðfestir svo lögmálið,
sem veitir fyllri þekkingu á heil-
ögum vilja Guðs en heiðingjarnir
geta nokkurn tíma eignazt án orðs-
ins. Lögmálið krefst verka, góðra
fullkominna verka, og gerir þau
að skilyrði fyrir að komast í sam-
félag við Guð. Manninum er þess
végna tiltölulega auðvelt að trúa
lögmálinu.
Hann veigrar sér að vísu við að
taka allan dóm lögmálsins til sín,
því að lögmálið dæmir manninn
glataðan og fyrirdæmdan.
En þegar lögmálið segir honum,
að hann verði eitthvað á sig að
leggja, þá fellst hann á það. Lög-
málið beinist stöðugt að þér í and-
stöðu við fagnaðarerindið sem
stöðugt bendir á Krist og það, sem
henn hefur gjört fyrir þig. —
Lögmálið segir „Þú skalt — þú
skalt ekki“. Og þegar ég gef gaum
að þessari rödd lögmálsins, verður
hún mér um megn, því að hún
sannfærir mig um mína synd, svo
að ég er undir dóminum: Þú ert
maðurinn, þú ert seki syndarinn.
Sá, -sem í þessum sporum stend-
ur, á eina undankomuleið: Náðina
fyrir trú á Jesúm Krist.
Hafni hann henni, heldur lög-
málið áfram -starfi sínu unz loka-
áhrif þess koma í ljós: Dauðinn.
Það grunaði þig ekki, þegar lög-
málið byrjaði að tala til þín.
Þú -hélzt, að ef þú bara tækir
trúna nógu alvarlega, með því að
hlýða lögmálinu, þá yrði það þér
til lífs. Ef þú aðeins gæfir þig
algjörlega á Guðs vald og legðir
heilhuga vilja þinn í hans hendur,
þá mundi lögmálið hjálpa þér til
að eignast líf í Guði. Hver varð
árangurinn ? Ég er viss um, að svo
framarlega sem þú hefur reynt
þetta af heilum og hræsnislausum
huga, þá verður þú að játa, að
þetta mistókst. Lögmálið varð ald-
rei ánægt með þig. Það bar stöðugt
fram nýjar kröfur. Þú gafst að
lokum upp, og sást, að þetta var
vonlaus leið. Þú varðst ekki heil-
agri við að berjast við að uppfylla
lögmálið, heldur þvert á móti:
„aumri þig dag hvern sérð“.
Það er þessi reynsla, sem Páll
lýsir í Róm 7.9 —
„Ég lifði einu sinni án lögmáls,
en er boðorðið kom, lifnaði syndin
við en ég dó. Og boðorðið, sem
átti að verða til lífs, það reyndist
mér vera til dauða, því að syndin,
sem tók tilefni af boðorðinu, dró
mig á tálar og deyddi með því“.
Þetta er og á að vera verkun
lögmálsins, því að „allt, sem lög-
málið segir, það talar það til þess
að sékhver munnur þagni og allur
heimurinn verði sekur fyrir Guði
— því að fyrir lögmálið kemur
þekking syndar“. Róm 8.19.
Það er þannig tilgangur lög-
málsins að sundurkremja hjarta
mitt og samvizku í ótta við dóm-
inn.
Og við megum enga minnstu til-
raun gera til þess að draga úr al-
vörunni, sem hér er á ferð. Við
megum ekki halda, að Guð með
þrumurödd lögmálsins hefði þann
uppeldisfræðilega tilgang, að lát-
ast vera reiður til þess að hræða
okkur inn í örugga athvarfið hjá
honum. Alvara lögmálsins er
miklu dýprjj en svo. Það leiðir
okkur fram fyrir raunverulega
heilagan Guð, sem mætir okkur
með raunverulegri brennandi reiði,
sem enginn maður fær undir risið,
svo að hjartað hrópar með Jesaja:
„Vei mér, það er úti um mig, því
að ég er maður, sem hefi óhreinar
varir og bý meðal fólks, sem hefir
óhreinar varir, því að augu mín
hafa séð konunginn, Drottin her-
sveitanna". — Jesaja 6, 5. —
Og við tökum undir játningu
Brorsons „Ég, sem fallinn fæddur
er, hlýt með sorg að segja þetta:
Syndari er nafn mitt rétta, sæmra
nafn ei sekum ber.
Við iskulum gera okkur þess
fulla grein, að guðsþekkingin, sem
lögmálið veitir, er allt önnur en
sú, sem fagnaðarerindið veitir. Við
skulum líka gæta þess, að guðs-
þekking lögmálsins er ekki að-
eins jafn nauðsynleg, heldur verð-
ur hún að fara á undan.
Því dýpri sem þekking okkar er
á heilögum kröfum Guðs, og þá
um leið meðvitund okkar um synd-
ir, því undursamlegra verður
fagnaðarerindið um náðina í
Kristi Jesú.
Svo alvarleg er þá syndin, að
'hvort sem þekking mannanna á
Guði er lítil eða mikil, þá eru þeir
allir, án undantekningar, undir
reiði Guðs og dómi. „Þvi reið’'
Guðs opinberast af himni yfir sér-
hverjum óguðleika og rangsleitni
þeirra manna, er drepa niður
sannleikanum með rangsleitni".
Þannig ritar Páll í Róm 1.18 og
talar þá fyrst um synd þeh’ra,
sem minnsta þekkingu hafa, heið-
ingjanna. Þeirra synd var ekki
sú, hvað lítið þeir vissu, heldur
hitt, að þrátt fyrir þá þekkingu,
sem þeir höfðu, „vegsömuðu þeir
ekki Guð, heldur gjörðust hégóm-
legir í hugsunum sínum og hið
skynlausa hjarta þeirra hjúpaðist
myrkri“ Róm 1.21.
Óguðleiki og synd er þannig
ekki fyrst og fremst það að lifa
í opinberum löstum, heldur hitt að
sniðganga Guð og vera hirðulaus
um að lifa honum. Það er þessi
aðgreining, þetta fráhvarf hjart-