Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1958, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.02.1958, Blaðsíða 3
BJARMI 3 FASTA pasta — hvaS er þaS? Flestum mun detta í hug, aS ótt sé viS sér- stakt tímabil kirkjuársins — vikum- ar, sem passíusálmar Hallgríms eru lesnir, og íöstuguSsþjónustur haíS- ar í stœrstu söfnuSum landsins. En í þetta sinn er ekki átt viS þaS, held- ur þá raunverulegu merkingu orSs- ins, sem sé föstu — þaS aS fasta. KvaS skyldu annars vera margir, sem kannast viS þann þátt úr trúar- lífinu? Er þaS ekki eitt af þessum atriSum trúarlífsins, sem eru Iöngu úr gildi gengin — voru fyrirbrigSi vanþroskaSri. og . þekkingarsnauS- ari tíma? Er hún ekki alveg óþörf? jjinu sinni hafSi getuleysi lœrisvein- anna til þess aS koma þurfandi manni til hjálpar komiS glögglega í ljós. Er þeir voru orSnir einir meS Jesú, spurSu þeir hann aS því, hvers vegna þeir hefSu ekki gefaS unniS bug á illa anda þeim, sem viS var aS berjast í umrcett skipti. Jesús svaraSi: „Þetta kyniS fer ekki út nema fyrir bœn OG FÖSTU." Er þaS ekki einkennilegt? Hér virSist fasta vera atriSi, sem kristinn maSur þurfi stundum á aS halda til þess aS get.a unniS ákveSin störf fyrir Drottin. Fasta er aS neita sér um eitt eSa annaS. Qg hvaS er svo þaS, sém þarf aS neita sér um? Er þaS eitthvaS saurugt og syndsamlegt? Nei, ekki út af fyrir sig. Fasta er ekki viS þaS bundin. Vér vitum allir, aS þaS aS fasta er ekki aS neita sér um eitt- hvert eitur — eitthvaS sem er ban- vœnt í sjálfu sér. Þvert á móti. ÞaS er hiS eSlilegasta af öllu — heil- brigS fœSa og jafnvel vatn. Þetta talar sínu máli til vor. ÞaS segir oss þaS, aS í vissum aSstœSum geti þaS veriS nauSsyn fyrir oss sem lœri- sveina Drottins, aS neita oss um hluti, sem í sjálfu sér eru fjarri því aS vera óhollir. Vekur þetta ekki hjá oss þá eSlilegu spurningu, hvort ekki geti veriS, 'aS þaS sé o'f lítiS af slíkri föstu í lífi voru sem lœrisveina? Of lítiS af því aS neita sér um ýmislegt, til þess aS geta betur ein- beitt sér aS því aS vera þjónn Drott- ins meSal þurfandi manna. þaS er vandi aS hafa um hönd þá bókstaflegu föstu — aS bindast mat og jafnvel drykk um ákveSinn tíma í sambandi viS trúarlíf sitt. En þaS er einnig vandi aS fasta á þann hátt, sem aS framan getur, aS neita sér um ýmislegt vegna málefnis Drottins. En þaS er hin mesta nauS- syn. Og hefSum vér ekki allir gott af því aS gjöra meira af því aS fasta á þann hátt? Brestur oss ekki alla stórlega á í því aS lifa Iífi í sjálfsafneitun og trúarlegri sjálfsög- un? SAMBAIMD ÍSL. KRISTIMIBODSFÉLAGA Skrifstofa: Þórseötu 4 — Reykjavík. Sínii 13504. Pósthólf 651. Bréf og ííjafir til starfs sambandsins sendist til skrifstofunnar. Frá Frahklandi: KIRKJUFERD í PARÍS MENN MUNU ALMENNT liafa misjafnar hug- myndir um kristnilíf í Fralcklandi. Löngum hefir það orð legið á, að þar sé trúleysi mikið og léttúð ríkjandi. Satt er það, að kirkja og kristindómur hafa átt þar mikilli mótspyrnu að mæta og vantrú var tízkufyrirhrigði í Frakldandi um langt skeið. Síð- ari árin liefur margt bent til þess, að talsverð breyt- ing hafi orðið á þessu og kristin hoðun hafi náð auknum áhrifum þar í landi, þótt þvi sé ekki að neita, að trúleysi mun þar almennt. I sænska blað- inu „Svensk Veckotidning“ hirtist grein eftir frétta- ritara hlaðsins, sem er á ferðlagi um Frakldand. Segir þar fyrst frá kynnum hans af kirkju og kristni í París og er hér birtur útdráttur úr þeirri grein, til þess að lesendur „Bjarma“ fái nokkuð aukna þekkingu um kristnilíf þar í landi, en þekking vor flestra mun vera litil í þeim efnum. I greininni segir svo: SAGA FRANSKRA MÓTMÆLENDA er rituð hlóði og tárum. 600.000 Húgenottar voru kvaldir til dauða. Milljónir Frakka urðu að flýja land. Prest- ar voru myrtir, hjónabönd lýst ólögleg, mótmæl- endur mátti elcki jarðsetja í vígðri mold. Er vér nú fylgjum fréttaritaranum til kirkju í París, hittum vér fyrir lifandi söfnuð. Kirkjulifið i París er miklu blómlegra en ég hafði gjört mér í liugarlund. Á sunnudagsmorgni mætir maður röð ungmenna og uppkominna með helgi- siðabók eða Bihlíu undir hendinni, — það fer eftir því, hvort um er að ræða kaþólska eða mótmælend- ur. Hvenær sést slíkt í Stokkhólmi? Guðsþjónuslur kaþólskra og mótmælenda eru venjulega vel sóttar. Annar voltur um aðstöðu trúarinnar er, að oft er kristilegum bókum komið fyrir í gluggum bóka- verzlana. Hvernig er því hér farið? Rikis- eða þjóðkirkja er engin í Frakldandi, að minnsta kosti ekki í orði. Samt sem áður er það svo, að kaþólska kirkjan liefur mikil ítök, jafnvel meðal stjórnarvaldanna. Sagt er, að í núverandi lýð- veldi, hinu svonefnda þriðja lýðveldi, gæli mjög kaþólskra viðhorfa. Þrátt fyrir orðtakið „frelsi, jafn- rétti, hræðralag“ telst það i rauninni nauðsyn, að forsetinn og aðrir æðstu embættismenn séu kaþólskir. Milljón mótmælendur. TALIÐ ER, að mótmælendur í Frakklandi muni vera um ein milljón að tölu. Til þess að geta skilið tölu og aðstöðu mótmælenda í Frakklandi, verður að liafa i liuga, hver saga þeirra er. Hefðu þeir ekki mætt hinum grimmilegustu ofsóknum, væri Frakk- land ef til vill mótmælendaland nú. Um miðja 16. öld voru um það hil þriðjungur Frakka mótmæl- endur, en sú þróun fékk eklci að lialdast. Nýlegt orðtak segir: „Sá, sem segir Frakki, segir kaþólsk- ur.“ Auðvelt er að bera fram gegn þessu orð hók- menntagagnrýnandans Faguet: „Enginn Frakki er franskari en franskur mótmælandi.“ Sameiginlegt kristniboð. ÁRIÐ 1905 var kirkjuskipan Napóleons afnumin og kirkjurnar þar með lausar við afskipti ríkisvalds- ins af málefnum þeirra, en þær urðu jafnframt að sjá sjálfar um fjárhag sinn. Árangur þess var milcil hrifningaralda. Nú varð trúin aðalatriðið i stjórn safnaðanna, en hvorki auðæfi eða hefðarstaða. Safn- aðarmeðlimirnir fundu til þarfar á einingu og því var stofnað samband mótmælenda, sem liefur eng- an ákvörðunarrétt yfir innri málum kirknanna, en veldur þvi samt, að mótmælendum finnst þeir vera ein heild. I samhandi þessu eru, auk reformeruðu lcirknanna, einnig lútherskir söfnuðir og baptistar aulc annarra. Meðal annars er sameiginlegt kristni- hoð, Parísarkrislnihoðsfélagið. Hvort sem þvi farið er í lútherska, reformeraða eða baptista kirkju, er gefið til sama kristniboðsins. Auk þess er sameigin- Ieg söngbók fyrir margar kirkjur. Reformeraða kirkjan er stærst og virðist einnig vera sú, sem mest lífið er í. Guðsþjónustan er ein- föld og lyftandi, prédikunin venjulega góð og íhug- unarverð. Áberandi er, hve þátttaka æskunnar er mikil í guðsþjónustunni. Tigið og alþýðlegt. VÉR SKULUM NU SKYGGNAST inn í tvær kirkj- ur. Passy-musterið er heimkynni eins fremsta re- formeruðu safnaðanna. Samkvæmt upplýsingum eins safnaðarmeðlimanna er þar einkennilegur hóp- ur tignarfólks, auðugra iðnrekenda og fátækra stú- denta, sem sitja þar hlið við hlið. Guðsþjónustan liefst stundarfjórðung yfir tiu. Nauðsynlegt er að vera kominn nógu tímanlega, ef ætlunin er ekki sú, að verða að sitja i gangveginum, eða ef verst gegnir að standa. Tveir prestar stíga í stólinn. Annar er „heimspekilegri“ en þó skýr i hugsun, hinn er nán- ast raunhæfari og innilegri, en þeir bæta livor ann- an prýðilega upp. Fjölmennur hópur æskumanna fylgist með af áhuga, og ég efast ekki um það, að þeir skilja mætavel, hvað um er að ræða. Ungling- ar 15—16 ára taka við samskotunum. Hátindur guðs- þjónustunnar er lolcaversið, sem sungið er eftir post- ullegu kveðjuna: „Drottinn, kraftur þinn mun gjöra skref mín örugg á þeim vegi, sem þú hefir kallað . mig á ...“ Meiri áherzlu er lögð á þroska og helgun kristins trúarlífs en vér eigum að venjast i lúthersk- um sið.“ Söfnuðurinn i Luxembourgarkirkjunni er miklu alþýðlegri. í þá kirkju förum við þegar stundar- fjórðung yfir níu á sunnudagsmorgni, til þess að vera i sunnudagaskólanum fyrir börnin. Fyrst er sameig- inleg stund, þar sem börnin m. a. hafa öll yfir versið: „Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern skyldi ég liræðast?“ Að lolcinni hæn prestsins er skipt i flokka. Þeir eru mjög litlir, ekki nema fimm lil sex hörn í hverjum. Sunnudagaskólanum lýkur, þegar komið er að venjulegum guðsþjónustutima. Löng hiðröð er kom- in, þegar skólanum lýkur, og setjast menn þegar i sæti barnanna. Þennan sunnudag á að vera skirn eins og oft er. Foreldrar og skírnarvottar lieita því fyrir augliti Guðs og frammi fyrir söfnuðinum að leitast við að leiða barnið til Krists og ala það upp í evangel- iskum anda. Sldrn fer ávallt fram fyrir prédikun. Meðal franskra mótmælenda er mikil áherzla lögð á nauðsyn persónulegs trúarlífs. Að skírn lokinni telst harnið tillieyra söfnuðinum. Samt sem áður er nokkur munur á i þeim efnum og þvi, sem vér eigum að venjast i þjóðkirkju vorri. Greinarmunur er gerður á „ábyrguni meðlimum" og svo „hinum“. Hinir fyrrnefndu eru sá raunverulegi söfnuður, sem slarfið livílir á og því verður eðlilegt, að meðal franskra mótmælenda sé mikil áherzla lögð á nauðsýn persónulegs trúarlífs og tileinkum fagn- aðarerindisins. Franskir mótmælendur virðast lítt hneigðir til þeirra stefna, sem alla áherzlu leggja á sakramentin. Þrátt fyrir það eru skírn og kvöldmál- tíð sannar hátíðarstundir. Altarisganga er all frá- brugðin því, sem vér eigum að venjast. Ekkert altari er, en þcir, sem þátt taka í kvöldmáltíð Drottins, taka sér stöðu umhverfis kvöldmáltíðarborðið, þar sem brauðið er hrotið og látið ganga mann frá manni. Þannig er og kaleikurinn látinn ganga liringinn milli þeirra, sem eru umliverfis borðið. Þegar guðsþjónustu er lokið, standa tvær konur við kirkjudyrnar og bera livor sitt einkenni. Þær eru eins konar „móttökunefnd“ og er önnur ætluð til aðstoðar ungmennum en hin uppkomnum. Ýísa þær þeim, sem þess óska, lil viðeigandi herbergja, þar sem hægt er að dvelja í liópi jafnaldra og jafnvel matast með þeim, ef óskað er.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.