Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 3
; BJARMI 3 Su ma rley f isf er ð Ráðgerð er sumarleyfisferð með áætlunarbif- reið Skógarmanna K.F.U.M. Verður hún með svipuðu fyrirkomulagi og ferðin, sem farin var í fyrra um Barðastrandasýslu, vestur að Látr- um, og um Snæfellsnes og var í alla staði hin ánægjulegasta. Að þessu sinni er áætlað að fara til Norður- og Austurlands og allt suður til Hornarfjarðar. Vegna þess hve langt er farið, verður þetta tólf daga ferð í stað níu daga í fyrra. Verður lagt af stað frá Reykjavík laugar- daginn 12. júlí og er ráðgert að koma til Reykja- víkur aftur að kvöldi miðvikudagsins 23. júlí. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram við skrifstofu Sumarstarfs K.F.U.M., Amtmannsstíg 2B, símar 17536 og 13437. Þátttakendum verða gefnar allar nánari upplýsingar síðar. Mót í Vatnaskógi Ákveðið hefir verið, að almenna kristilega mótið verði með sama fyrirkomulagi og var í hittið fyrra. Þá var, eins og sumir ef til vill muna, tækifæri til þess að fara á föstudags- kvöldi upp í Vatnaskóg, vera þar á laugardag og var mótinu síðan slitið á sunnudagskvöldið. Var Biblíulestur fyrir hádegi svo og klukkan 2 e. h., en kl. 6 var guðsþjónusta og samkoma kl. 8,30 um kvöldið. Á sunnudag kl. 10 var guðs- þ jónusta með altarisgöngu. Samkomur voru svo kl. 2, kl. 5 og kl. 8 e. h. Verður sama fyrilrkomu- lag nú. Mótið verður að þessu sinni frá FÖSTUDEG- INUM 4. JULI TIL SUNNUDAGSKVÖLDS 6. JULl. Er það m. a. gert vegna þess, að miklum mun er hentugra fyrir sumarstarf K.F.U.M. að geta haft þrjá flokka fyrir yngri drengi óslitið fyrir mótið. Ræðumannalisti hefir ekki enn ver- ið ákveðinn, en ráðgert er, að kristniboðahjón- in Kristín og Felix Ólafsson taki þátt í kristni- boðssamkomu mótsins. Auk þess mun svo aðal- framkvæmdastjóri norska heimatrúboðsins meðal sjómanna O. Dal-Goli, tala á samkom- unni á laugardagskvöld og einni samkomu sunnudagsins, ásamt öðrum. Að mótinu loknu mun hann heimsækja sjómannaheimili þau, sem félag hans starfrækir fyrir norska sjómenn á Siglufirði og Seyðisfirði. Þátttakendur í mótinu gefi sig fram á af- greiðslu Bjarma. Þeir, sem ekki koma í einka- bifreið, þurfa að vera búnir að tilkynna þátt- töku sína í síðasta lagi 25. JUNl, en þeir, sem koma í einkabifreiðum tilkynni þátttöku í síð- asta lagi sunnudaginn 29. júní. Þátttökugjald er ekki að fullu ákveðið enn, ekki fyrr en séð verður, hvort um hækkanir er að ræða frá því í fyrra á flutningskostnaði og matvöru þeitri, sem nota þarf. RÉTTA LEIÐIN ins heitir Quito. Ekvador er annað af tveim löndum í su'öurhluta Am- eríku, þar sem ekki er til KFUM. Hitt er Colombía. Góður jarðvegur er talinn vera fyrir slíkan félags- skap í landinu, en starfslið skortir. Samband KFUM í Suður-Ameríku hefur tekið málið að sér og vonast til að geta hafizt handa í Ekvador áður en langt um líður. Sambandið mun þar, eins og annars staðar, leggja megináherzlu á að starfa meðal Indíánanna, meðal stúdenta og menntamanna og í iðnaðar- hverfum borganna. Ætlunin er að leggja fram tvo vana starfsmenn. • I sambandsrílcinu Suður-Af- ríku hefur KFUM starfað síðan 1865. Hefur það unnið mikið að ýmsum vélferðarmálum. Það hefur jafnan lagt milcla áherzlu á starf meðal Svertingja og hefur andmælt þeim aðskilnaði, sem nú er við líði milli hvítra manna og þeldökkra í landinu. • Um 6% eru taldir vera kristn- ir. Starf KFUM þar er einvörð- ungu unnið af sjálfboðaliðum. Það reynir mjög að koma til móts við unga menn, sem koma úr sveita- héruðunum til borganna, en straumurinn úr sveitunum er 'stríð- ur. 1 félagi einu í Ibadan eru fund- ir á hverjum föstudegi. Fyrsta föstudaginn er bænasamkoma. Næsta föstudag kemur ræðumaður, sem boðið hefur verið til þess að tala um eitthvert mál, sem er of- arlega á baugi. Þriðja föstudag- inn er kvikmyndasýning, og þann fjórða er einkum rætt um við- skiptamál. Einnig eru tómstunda- kvöld. / Nígenu, eins og víða ann- arsstaðar, er hörgull á mönnum, sem geta helgað starfinu alla orku sína. • Aldarafmæli eiga á þessu ári KFUM í Chicago í Bandaríkjun- um og KFUM % Aberdeen í Skot- landi. Þá heldur Landssamband KFUM í Belgíu hátíðlegt 100 ára afmæli sitt í sumar. • 1 Alþjóðasambandi KFUM eru nú um 4I/2 miUjón meðlimir í 70 lóndum. ------0------ MJr tucitnahöyutn Framh. af 2. síðu. Timburhús það,semLaugarnesdeild KFUM og K notaði til fundahalda, þar til nýja húsið á Kirkjuteig 33 var telcið í notkun, var flutt í Langagerði. Hefur það verið stækkað lítið eitt og málað og er hið vistlegasta, þótt það sé ekki stórt. Fundirnir hafa verið vel sótt- ir. Nú er einnig farið að halda þar fundi fyrir unglinga, og var hinn fyrsti þeirra 5. febrúar s.l. Hafa unglingarnir sótt fundinn vel. — Telpnafundir hafa verið haldnir á sama stað. • Fréttasíðan vill vekja athygli á hrillaskeytum þeim, sem sumar- Mark. 8, 36—38. Það, sem fyrst vekur eftirtekt, þegar þessi vers eru lesin, ei', að sá möguleiki er fyrir hendi, að Manns-sonurinn, Jesús Kristur, muni blygðast sín fyrir okkur, þeg- ar liann kemur aftur með heilög- um englum. Þetta segir Kristur sjálfur. Hann segir einnig, að unnt sé að fyrirgjöra sálu sinni, þótt maður eignist allan heiminn. Þetta eru víst orð, sem nútímamaðurinn vill ekki lieyra, þetta að unnt sé að fyrirgjöra sálu sinni. Ekki alls fyrir löngu sagði guðfræðingur noklcur í útvarp, að Guðs hugsaði illa um börnin sín, ef hann léti þau glatast. Hefði Kristur verið sama sinnis og þessi guðfræðing- ur, hefði hann sagt:: „Hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist allan heiminn, ef Guð fyrirgjörir sálu hans.“ Og þetta fellur mörg- um vel að heyra. Guð hefir alla starf KFUM og K í VatnasJcógi og Vindáshlíð hefur selt að undan- förnu til ágóða fyrir starf sitt. Hafa þessi litskreyttu skeyti náð miklum vinsældum, enda einkar falleg og hentug við hvers konar tækifæri. Tvær nýjar gerðir eru nýkomnar á markaðinn. Skeyti þessi hafa verið seld víðar en í Reykjavílc, t. d. á Akureyri og Vestmannaeyjum. Kaldæingar í Hafnarfirði hafa einnig gefið út skeyti um alllangt árabil. Meðlimir KFUM ættu að minnast þessarar útgáfu, þegar tilefni gefst. ábyrgðina. Hann skapar okkur, og hann ber þess vegna ábyrgð á öllu þvi illa, sem við gerum.. Nei, Krist- ur sagði, að það væri maðurinn sjálfur, sem mundi fyrirgjöra sálu sinni. En hver er svo raunverulega sannleikurinn um það, hvernig Guð hefur hugsað um okkur? Hef- ur hann nokkuð gert til þess að forða okkur frá þvi, að fyrirgjöra sál okkar? Jú, eitt hefur hann gjört. Hann hefur afhent okkur mönnunum leiðbeiningar í þessu sambandi. Þessar leiðbeiningar eru lil í flestum bókaskápum landsins, innbundnar i hók, sem nefnist Biblía — og yfirleitt lítið lesin. Ef við hins vegar lesum hana, þá fyrst sjáum við, livað Guð hefur gert til að lijálpa okkur. Þá sjáum við, að hann elskar okkur, og hann elskaði okkur svo mikið, að „hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, lieldur liafi eilíft líf“. Þetta er hjálpræðið. Þetta er allur vand- inn. Þetla segir okkur, að við get- um eignazt eilíft líf með honum, aðeins fyrir trúna á hann, þrátt fyrir það, að við séum syndum hlaðnir menn. Auðveldara getur það ekki verið. Spurningin verður því: Viltu trúa á hann? Viltu eign- ast samfélagið við hann? Vilt þú eignast eilífa lífið með honum? Það getur verið, að einhver segi nei við því að vilja trúa á hann, en já við því að eignast eilífa lífið með honum. Þá er þeim líkt farið og konu nokkurri, scm liafði mikla löngun til þess að komast upp í helli einn, því að henni hafði verið sagt, að hellir þessi væri sérstaklega fallegur. Henni tókst að fá kunnugan mann til að fylgja sér að hellinum og lögðu þau af stað. Þau komust svo langt, að maðurinn gat hent henni á hellis- munnann uppi í f jallshlíðinni. Og hann gerði meira, hann sýndi kon- unni, hvar vegurinn, sem þau þurftu að fara eftir til áfangastað- arins, lægi. Konunni fannst vegur- inn vera torfær og sagði því: „Ég fer ekki þennan veg.“ Maðurinn svaraði: „Já, en það er engin önn- ur leið fær að hellinum. Þetta er eini vegurinn.“ „Það er alveg sama. Ég vil ekki fara eftir þess- um vegi,“ sagði konan. Jesús Kristur sagði: „Ég er veg- urinn.“ Hvaða vegur? Vegurinn til eilífs lífs, vegurinn til föðurins, sem er á liimnum. Við skulum taka eftir því, að hann segir: veg- urinn. Hann gerir sem sé ekki ráð fyrir, að það sé nokkur annar veg- ur. Hann er eini vegurinn. Og sjálfur sagði hann: „Enginn kem- ur til föðurins nema fyrir mig.“ Segir þú já við að vilja eignast eilífa lífið með honum, en nei við að trúa á hann, skaltu hugsa þig vel um, áður en þú hafnar honum. Kannski getur farið eins fyrir þér og konunni, sem langaði til þess að komast upp í hellinn. Hún komst þangað aldrei, af því að hún vildi ekki fara eftir veginum, sem lá þangað. Framh. á 8. síðu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.