Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 5
BJARMI 5 samkomuna fór fólk aö koma í liópum til sjúkraskýlisins með sjúklinga, sem allir voru bornir á börum. Þeir voru allir langt aö. Þannig var það allan daginn. Það koma svona dagar innan um og saman við. Ég fékk tvo pilta til þess að tala við fólkið og segja því frá Jesú. Enginn þeirra hafði heyrt um liann áður. Um sexleyt- ið var komið með stúlku, sem var skinin beinin. Hún var auðsjáan- lega búin að kveljast mikið og var með liáan liita. Hún var búin að vera svona veik í tvo mánuði, og alltaf var verið að fara með hana til töframannanna. „Þú verður að lcoma fljótt og gefa henni sprautu. Ilún er alveg að deyja — lmn er næstum því dáin,“ var við mig sagt. Ég talaði ögn við föður henn- ar og sagði, að það væri ekki gott að bíða með að koma, þangað til sjúklingurinn ætti efcki annað eft- ir en að skilja við. Hann vildi ekki heyra annað en að hún fengi sprautu, og það fljótt. Hann skyldi- borga það, sem ég setti upp. Ég svaraði, að eins og komið væri, vildi ég hvorki tala við liann um sprautu eða borgun, en þau þyrftu öll á Guði að halda. Þetta var und- arleg stund. Allur þessi stóri liópur, sem þjónað liafði Satan í rikum mæli, eins og meðal annars sást af því, hvernig lmið var að fara með þessa ungu stúlku vikum sam- an. Eitthvað hefur knúið á, að þau skyldu koma með hana liingað í dag, því að þótt hún dæi nú strax vildi allur hópurinn taka trú á Jesúm Krist. Sjálf bærði hún ekki á sér. Hún skildi við eftir stutta stund. Ekkert liljóð heyrðist frá föður hennar. Þessi augnablik, sem lmn lifði, báðum við þess, að sál hennar færi til himins, og við vit- um, að Guð heyrir bænir, og eitt er víst, að margir liafa fengið að heyra fagnaðarboðskapinn í dag í Konsó .... 21. febrúar. Klukkan er 9 og ég er að fá mér kaffisopa. Þá var barið að dyrum. Það var næturvörðurinn (Sebanja). Er ég leit út, stóðu 60 —70 manns fyrir utan, allir með stærðar spjót, eins og þeir væru að fara á ljónaveiðar. Þeir heilsuðu allir að hermannasið, hneigðu sig svo djúpt, að ég vissi ekki, hvað til stóð. Ég reyndi að spyrja Se- banja, en honum var svo mikið niðri fyrir, að það eina, sem ég skildi, var „þeir eru ekki komnir til sjúkraskýlisins.“ Meira skildi ég ekki, svo að ég sendi eftir manni til þess að túlka. Ilann sagði, að þessir menn hefðu verið á ljóna- veiðum í dag. Ljónið hafði drepið kú fyrir fylkisstjóranum. Einn mannanna liafði veikzt svo, að þeir héldu, að hann væri alveg að deyja, ef hann væri þá elcki dáinn núna. Ég hraðaði mér upp að sjúkraskýl- inu. Þar stóðu nokkrir menn hjá þessum veilva mánni, sem lá með- vilundarlaus á börunum. Allir voru þeir svo stilltir og prúðir, að mjög gotl var að tala við þá. Það var alveg auðséð, að þessir menn tóku á móti og hlustuðu. Sá, sem á börunum lá, heyrði ekk- ert. Það var ungur, sterklegur mað- ur. Ég gaf lionum lyf og síðan var beðið fyrir honum. Ég bað sérstak- lega um, að þetta mætti verða til þess að gjöra nafn Drottins veg- samlegt, ef liann vildi reisa mann þennan á fætur. Nú hefi ég falið hann Drottni. Verði Guðs vilji. Sjálf get ég ekkert annað. Nú ligg- ur hann á börunum. Ég sagði, að þeir skyldu bíða tvo tíma og sjá. Ég trúi því, að Guð liafi einhvern tilgang með þessu, því að nú koma stórir liópar með einum manni. Þeir fá nú allir að lieyra um Jes- úm. Jæja, ég ætla nú að ljúka við að drekka kaffið og svo ætla ég að lita á manninn á eftir. Satt að segja liefi ég litla von, en ég veit, að Guð hefir gert svo mörg krafta- verk og að þetta getur orðið til þess, að þeir, sem með honum eru tækju trú, hvort sem hann nú lifir eða ekki . . Skur&goðasmíði Skurðg'oðasmíð heyrir ekki eingöngu fortíðinni til. Enn lifir fjölcli manna á henni eins og t. d. þessi skurðgoðasmið- ur á Formósu. Sagt er, að nær aUir íbúar sumra bæja þar, lifi á þessari iðn. 11«uniistitjti kryppHngsins Eftir Edvard Aarholt kristniboða á Madagaskar Við urðum að fara og lieilsa manni nokkrum í bænum uppi á hólnum beint fyrir ofan árbakk- ann. IJann hét Lazarosy. Foreldr- ar lians höfðu víst gefið lionum annað nafn, en enginn vissi orðið hvað það hafði verið. Ég varð allt- af að lita inn til Lazarosy, þegar leið mín lá fram lijá þessum bæ. Ég gleymi aldrei, er ég í fyrsta sinni gægðist inn i kofann lians og sá brosandi andlitið, sem gægð- ist út úr tötrabyngnum í horninu. Handleggir og fætur voru gersam- lega kreppt. Þegar liann ætlaði að færa sig, varð hann að skríða á olnbogunum. Én Lazarosy kvart- aði aldrei. Hann var alltaf jafn broshýr og ánægður. Ævisaga lians var einkennileg. Þegar hann fæddist í þennan lieim, var hann krypplingur. Þeg- ar foreldrarnir sáu það, fóru þeir til töframannsins með barnið og spurðu, hvað gera slcyldi. Töfra- maðurinn gat aðeins frætt þau um það, að barnið væri fætt á óheilla- degi, og að það yrði að lífláta það, til þess að það kallaði ekki ógæfu yfir ættina. Það mætti ekki jarða það í grafhýsi, þvi að þá myndu andar feðranna liefna sín. Móðurinni varð þungt um hjarta, er liún heyrði þetta. Hún gal að vísu ekki þrætt fyrir það, að þessar liugsanir hefðu livarfl- að að henni, en hún liafði von- að í lengstu lög. Var liún raunverulega neydd til þess að fara út i skóginn og leggja barnið, sem hún liafði fætt, þar frá sér? Faðir þess áleit, að það væri bezt, að þau losuðu sig við það eins fljótt og kostur væri, til þess að engin ógæfa lientu þau, en móð- ir þess þrýsti barninu fast að sér, og vildi ekki sleppa því. Er þau komu þangað, sem vegurinn ligg- ur um stóran skóg, liraðaði konan sér, án þess að líta aftur. Þá kall- aði maðurUm á eftir lienni: „Nú verður þú að nema staðar kona, því að hér er áreiðanlega einhver stór mauraþúfa!“ (Ætlun- in var að leggja barnið í maura- þúfu). Konunni fannst kalt vatn renna sér milli skinns og hörunds. Barnið var að vísu vanskapn- ingur, en það var samt barnið liennar. Hún tók til fótanna eins og kraftar frekast leyfðu. Ilún gat ekki hugsað sér að skilja við djásnið sitt. Vel gat verið, að þetta lagaðist, þegar þann stækkaði . .. Móðirin fékk vilja sinn þetta sinn og fékk að fara með barnið héim. En það var og varð van- skapningur — krypplingur, því var ckki unnt að leyna. Allir heið- ingjar, sem komu og sáu barnið, sögðu, að það væri fætt á óheilla- degi og ráðlögðu foreldrunum að losa sig við það. Ivonan fékk líka lífinn frið fyrir manni sinum, sem var sifellt að rausa um það, að þau yrðu að losa sig við það, áður en ógæfan mikla dyndi á þau öll. Dag nokkurn, er konan fór nið- ur að fljótinu, til þess að sækja vatn, lá krókódíll í leyni. Þegar liún bej'gði sig til þess að fylla bambusliylkið vatni, beil krókó- díllinn yfir handlegg hennar og reyndi að draga bæði hana og barnið í fljótið, en liún bar dreng- inn á bakinu. Hún streiltist við af öllum lcröftum og tókst að þrífa hönd sína úr gini krókódílsins. Hún hljóp með höndina blóðuga og illa útleikna upp í bæinn. Allir, sem sáu hana, sögðu, að hún gæti ekki vænzt neins betra, þar sem hún hefði efcki hlýðnazt töfra- manninum. Leiðin lá nú á ný til töframanns- ins. Hann lagði græn blöð við sár- in og lét hana fá afbragðs töfra- meðal, sem kostaði tvo uxa. En þess var getið, að lyfið liefði engin áhrif, nema hún losaði sig við barnið. Þegar þau voru á beimleið aftur og komu að stóra skóginum, vissi konan, að tilgangslaust væri að streitast gegn. Þau komu að dá- litlu rjóðri i skóginum og gengu inn,í það og inn milli trjánna, unz þau fundu mauraþúfu eina mikla. Móðirin rétti föðurnum barnið og þaut síðan af stað. Faðirinn tók litla drenginn og fleygði honum í mauraþúfuna, þar sem þúsundir gráðugra munna réðust á fórnar- dýr sitt. Barnið grét og kveinaði, en livað stoðaði það? Þau gátu ekkert að því gert, að barnið var fætt á óheilladegi. Það væri betra að fara að ráðum töframannsins nú, áður cn ógæfan mikla næði þeim. Þannig hugsuðu þau. Rétt á eftir komu nokkrir kristn- ir menn sömu leið og heyrðu ægi- lega kveinstafi barns innan úr skóginum. Þeir gengu á hljóðið og fundu barnið i mauraþúfunni. — Þeim tókst að draga það út úr þúfunni og skófu af því þykkt lag gráðugra skordýranna, sem voru að bíta veslinginn litla. Þegar þeim liafði loks tekizt að hreinsa liann, var allur likaminn eldrauður eftir maurabitin. Þeir fóru með liann heim og tóku hann að sér sem kjörbarn. Barnið var skírt og látið heita Lazarosy. Kjörforeldrarnir héldu það heiti, sem þeir höfðu. gefið við skírnina, og drengurinn fékk kristið uppeldi. Hann liélt að vísu áfram að vera vanskapning- ur, en kristnir menn voru honum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.