Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.1958, Blaðsíða 6
6 BJARMI Minnmgar frá starfi nteðal sjómanna r-----------7--------------------------s Fyrir skömmu var vígt fœreyskt sjómannaheimili hér í Reykjavík. í sambandi við það eru birtar hér nokkrar minningar frá starfi meðal færeyslcra sjómanna hér í bæ fyrir 30 árum, en þá var hér íslenzk sjómannastofa, sem Jóhannes Sigurðsson var forstöðumaður fyrir. _______________________________________J Það var skömmu fyrir fyrri heimstyrjöldina. Ég man nú orðið ekki nákvæmlega ártalið en lield, að það hafi verið nálægt því árið 1912—13. Ég var á gangi í Aðal- stræti og stefndi að Herkastalan- um, er ég mætti erlendum manni. Við vorum báðir með K.F.U.M.- merkið í jakkahorninu, og það vakti athygli okkar. Við staðnæmd- umst og lieilsuðumst: Þetta var færeyskur sjómaður. Okkur var það báðum sameiginlegt, að við áttum háðir fyrsta fögnuð aftur- hvarfsins. Við vorum mikið sam- an, meðan skipið, sem hann var á, var hér. Eitt sinn, er við vor- um á gönguferð um göturnar, greip okkur sterk löngun til þess að biðja saman. Við fórum þá nið- ur að sjó. í fjörunni var stór klett- ur. Við krupum á kné í skjóli lians og báðum sameiginlega til Guðs. Því er nú einu sinni svo farið, að er trúaðir menn biðja saman, tengjast þeir sterkustu böndum, sem til eru. Á þessari stundu tengd- ist ég færeyskum sjómönnum og færeyskri þjóð þeim kærleika, sem Guð úthellir í hjörtu vor. Ég trúi því, að Guð hafi á þessari stundu lagt grundvöll að trúboðsstarfi meðal færeyskra sjómanna hér við land, án þess að ég hafi liaft hugmynd um það. Vinur minn fór heim. Árin liðu. Við skrifuðumst á um skeið. Ég man glöggt, að hann byrjaði eitt bréfa sinng á þessa leið: „Það er annar hvita- sunnudagur og ég er nýkominn heim frá kirkju.“ — — 1 sama bréf ritaði hann m. a.: „Bróðir minn er farinn til Danmerkur og ætlar að fara í Biblíuskóla þar, til þess að undirbúa sig til trúboðs- góðir og hann átti aldrei við neyð að búa. r Seinna varð móðir lians kristin, og þegar hún hitti kristna menn frá Matavay á héraðsmóti, lcomst hún að þvi, að drengurinn hennar væri lifandi. Ilún heimsótti hann oft síðar og sagði honuin þá frá því, er honum var fleygt á maura- þúfuna. Hún þorði samt ekki að segja manni sínum, sem enn var heiðingi, að drengurinn þeirra væri á lífi. Allir urðu að gefa þagnar- heiti, að því er Lazarosy snerti. Lazarosy var nú orðinn upp- kominn maður og hjó í húsi, sem kristnir menn höfðu gefið honum. Bæði hrísgrjón og eldiviður komu i ríkum mæli inn um dyr hans og Lazarosy var gæfusamari en .margur heilhrigður maður. Kristn- ir menn höfðu kennt lionum að lesa og hann rannsakaði Biblíuna kostgæfilega og lét aðra njóta auð- æva hennar með sér. strafs, en Guð hefir kallað hann til þess.“ — — — Árin liðu. Það var vorið l923. Þá bar svo við á fögrum degi, að síra Friðrik Friðriksson kom til mín í prentsiniðjuna, þar sem ég var að vinnu minni. Með honum var útlendingur, sem langaði til þess að finna mig. Maðurinn kynnti sig og sagði: „Ég heiti Al- fred Petersen og er frá Færeyjum. Ég átti að flytja innilegar kveðjur frá Sigurði bróður mínum.“ Þetta var trúboðinn ungi, sem færeyski vinur minn liafði getið um i fyrr- nefndu bréfi sínu. Hann starfaði um margra ára skeið meðal fær- eyskra sjómanna hér við land og var brautryðjandi þess starfs. Sjómannatrúboðið var mér al- gerlega nýr lieimur. Þetta starf vakti svo mikinn áhuga lijá inér, að segja mátti, að ég hafi notað hverja frístund mína til þess að vera með þessum nýja starfs- manni. Ég var á öllum samkom- um, sem hann hélt, og stundum fór ég með lionum um borð i fær- eysku skipin, er hann var að bjóða sjómönnunum á samkomur sinar. Þá var engin sjómannastofa hér i bæ, en Alfred Petersen fékk að liafa samkonur sínar í kjallaran- um í K.F.U.M., þar sem nú er bóka- safn félagsins. Sjómannatrúboðinn liélt heimleiðis í byrjun maímán- aðar. Það var raunverulega full- snemmt, þvi að margt var þá sjó- manna liér við land. Hann varð samt að fara, til þess að vera við- staddur vígslu sjómannaheimilis í Þórshöfn. Er hann fór, bað hann mig að reyna að safna færeysk- um sjómönnum um Guðs orð. Eins og að líkum lætur, var ekki liátt á mér risið, er ég átti að hefj- ast lianda um þetta starf. Með titr- andi lijarta gjörði ég fyrstu til- raunina til þess að liafa samkomu fyrir færeyska sjómenn. Fyrir há- degi sunnudaginn 13. maí 1923 fór ég um borð i nokkur fiskiskip- anna, sem lágu hér í höfn, og bauð sjómönnunum á samkomu síðari hluta þess dags. Þeir komu, og kjallarasalurinn i K.F.U.M. var fullskipaður. Ég reyndi að prédika. Að þvi loknu voru frjálsir vitnis- burðir, og tóku margir þátt í þeim. Sama dag var sjómannaheimilið í Þórshöfn vigt. Við sendum heilla- skeyti frá samkomunni til vígslu- hátíðarinnar. Þetta var fyrsta sam- koman, sem ég liafði fyrir fær- eyska sjómenn. Síðan liafa þær verið margar. Þegar Alfred Petersen kom aft- ur vorið eftir, var komin sjó- mannastofa í Beykjavík. Hún var vigð 15. ágúst 1923. Ég var ráð- inn forstöðumaður hennar, og þar með hófst samstarf mitt við fær- eyska sjómannatrhboðið fyrir al- vöru. Yngri kynslóðinni er það ókunn- ugt, sem roskið fólk og fullorðið man vel, að á þessum árum var mikill floti færeyskra þilskipa að fiskveiðum hér við land. Færeysku skúturnar, eða kútterarnir eins og þeir voru flestir kallaðir, settu svip sinn á margar hafnir og firði hér við land, þar sem þeir komu. Það átti einnig við um Beykjavik á vertíðinni. Og nú komu viðburða- ríkir dagar í þessu starfi. Þeir færðu gnóttir fagnaðar og bless- unar en einnig mikla hryggð og sorg. Sjómennirnir komu hvert vor á seglskipum sínum upp að auðugum fiskimiðum Islands. — Kæmi eitthvað fyrir, var haldið til Beykjavíkur. Þangað var einnig farið, ef þeir þörfnuðust vatns, beitu, salts eða matvöru, svo og ef einhver slasaðist eða varð veik- ur. Stundum gátu þeir einnig selt afla sinn hér. Leið sjómannanna lá alltaf á sjómannastofuna. Þangað komu bréfin til þeirra lieiman að, og þar gátu þeir ritað bréf heim og lesið hlöðin að heiman. Þar gátu þeir einnig keypt ódýrt kaffi og notið samverunnar. Á kvöldin var svo komið saman um Guðs orð. Um þetta leyti voru stundum 60—70 færeysk skip á Beykjavíkurliöfn. Ég man það, að eitt sinn fórurn við um borð í 50—60 færeysk skip á Páskadagsmorgunn, til þess að bjóða mönnum á samkomu í sam- komusal, sem við höfðum fengið lánaðan. Þá var oft þröngt á sjó- mannastofunni. — Sjómennirnir þurftu á margs konar fyrirgreiðslu og aðstoð að halda, og það var okkur mikil ánægja að veita þá aðstoð, sem unnt var. Einn þurfti á lækni að halda, annar þurfti að komast á sjúkraliús og sá þriðji þurfti á að halda aðstoð við að selja veiðina. Enn annar hafði orð- ið fyrir ásiglingu og þurfti að komast í samhand við danska sendiráðið. Svo var ef til vill ein- hver dáinn, og þá þurfti að senda likið heim. Já, mörgu þurfti að sinna og sjómönnunum þótti vænt um að geta snúið sér til sjómanna- stofunnar með erfiðleika sína. Við H. E. Wislöff: Löngunin er lífsins hungur „Sálu mína langaði til, já hún þráði forgarða Drottins. Sálm. 84.3." Vakinn maður þráir lífið í Guði. I fyrstu ef til vill veikt og óljóst eins og hálffálmkennt. „Þá langar en ei þora" eins og 1 sálminum stendur. Síðar kemur það skýrara í ljós, að það er Guð sem hann þráir. Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó, Guð. Sál mína þyrstir efíir Guði, hinum lifandi Guði. Sálm. 42.2-—3. Já, Guðs börn þelckja þessa löngun hjartans. Það er ef til vill enginn, sem ber dýpri þrá í hjarta en sá maður, sem er vakandi krist- inn. Hann þráir Guð og meiri fyllingu Guðs Anda, meiri helgun. Sá sem hefur fundið for- smekk lífsins í Guði, þráir fyllinguna. „Dragðu mig nœr þér, drag mig þér ncer, Dýr- mœti herra og frelsari kœri" stendur í sálminum. Þessi löngun er það oft, er knýr til helgunar. Hún er ávöxtur af starfi Heilags Anda og ber vott um heilbrigt trúarlíf. Þú hefur ástœðu til að óttast þann dag, er þú ekki lengur finnur þessa þrá brenna þér f brjósti. Jesús býður öllum leitandi sálum. að koma til sín. Hann getur svalað hinni dýpstu löngun mannssálarinnar og þrá eftir fyrirgefningu, friði og blessun Guðs. Sé löngunin lífsins hungur, er Jesús lífsins brauð. (S. O. þýddi lausl.) VATMSKOGUR... Framh. af 2. síðu. gleði. Meðan þetta skeður og að þessu er unnið, er starfið i Vatna- skógi nauðsynlegt og gott og á allan rétt á sér. Ennfremur á það rétt á föstum sessi i fyrirbæn allra þeirra, er unna framgangi Guðs ríkis með þjóð vorri, og ekkert er starfi eins og þessu nauðsynlegra. Ætti að setja fram sérstakar óskir um fyrirbæn starfinu i Vatna- skógi til handa, vildum vér minna á að biðja fyrir því í fyrsta lagi, að þar verði aldrei misst sjónar af hinu eiginlega takmarki þess, en þvert á móti sótt að því í trú og af trúmennsku, og í öðru lagi, að Guð sendi starfinu í auknum mæli sjálfboðaliða, unga og trúaða menn, sem vilja vinna að því, að félagar þeirra öðlist sömu blessun og þeir hafa orðið aðnjótandi sjálfir. Þetta er lúð eðlilega og sjálf- sagða: „Seg þeim hvað ]iú sjálfur reyndir, sjálfur veizt og þreif- ar á ....“ Þórður Möller.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.