Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1958, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.12.1958, Blaðsíða 8
B BJARMI <J(jazhL$v.emi\ L cLoLtýibuL tAVUL Framh. af 5. síðu. útsendara liins illa, Satan sjálf- an. Eitt sinn, er mér fannst Satan geisa meir en ella kom dýiðlegt orð til mín: „En Guð friðarins mun bráðlega sundurmola Satan undir fótum yðar. Náðin Drott- ins vors Jesú Krists sé með yð- ur.“ Róm. 16, 20. Þetta orð varð mér til óumræðilegrar trúar- styrkingar þá og ég fann, að þrátt fyrir allt þurfum við ekkert að óttast, þvi að Guð er með okkur og hann er sá, sem hefur sigrað og mun að lokum sigra öll liin illu öfl. Biðjið, að við mættum lifa í svo nánu samfélagi við Drottin okkar og Frelsara, að Satan gefist ekkert færi á að fella okkur með sínum klækja- brögðum. Gleymum lieldur ekki öllum þakkarefnunum. Ríki Guðs hef- ur framgang hér í Konsó. Sálir frelsast fyrir náð Guðs. Er nokk- uð stærra, nokkuð undursam- legra? Ein þeirra er meira virði en öll auðæfi heimsins, segir Guðs Orð okkur. — Guð er okkur iika nálægur á sérstakan hátt hér. Við fáum að þreifa á því hvern einasta dag. Oft virðast okkur erfiðleikarnir óyfirstiganlegir og haráttan svo liörð, en einmitt þá fáum við að reyna nálægð Guðs á undursamlegan hátt, hans hjálpandi trúfesti, hans varð- veizlu. Nú er kominn fimmtudagur, 25. sept í dag er svo heitt, að við erum alveg að sitikna. Það er stundum hreint eins og allur máttur sé frá manni tekinn í þessum hita. Og þó þarf ég ekki að kvarta. Ég hef þolað hitann alveg ágætlega. En samt sem áð- ur dregur liann voðalega mikið úr vinnuþreki manns. Hérna í þvottakörfunni minni liggur lítil telpa og sefur vært. Það er heldur ekki langt síðan liún fékk hananann sinn og drakk nærri fullan pela af mjólk. — Það var komið með hana á klinik- ina fyrir nærri 4 mánuðum síðan, Þá aðeins sólarhrings gainla. Hún var fædd nærri 2 mán. fyrir tím- ann, vóg aðeins tæpar 6 merkur og var ekkert nema skinn og bein. Það var heil hryggðarmynd að sjá hana. Það var varla hægt að segja, að hún liktist mann- veru. Móðir hennar dó rétt eftir fæðinguna, — og nú var fólkið í vandræðum með liana, sagði, að liún myndi áreiðanlega deyja, ef það hefði hana. Móðurhróðir hennar er einn af skóladrengj- unum hér og var það eiginlega hann, sem hafði mestan álmga á, að reynt yrði að hjarga lífi herin- ar.„ Hún deyr, ef hún verður lijá okkur,“ sagði hann, „en ef þið reynið að taka hana, þá lifir hún kannski.“ Já, það var svo satt, að hún myndi deyja, ef liún færi aftur heim með sínu fólki; hún leit salt að segja út fyrir að geta gefið upp öndina þá og þegar. En Inga tók það skýrt fram við fólkið, að hún myndi líka gela dáið, þó að hún reyndi nú að talía liana og gera það sem liægt væri fyrir liana. Inga kallaði á mig til að ræða málið, — og við komum okltur loks saman um, að réltast myndi vera að talca liana. Það væri kannski svolilil von þá, að lífi liennar yrði lijarg- að, — og þó fannst Ingu mögu- leikarnir mjög litlir. „Hún var jú eins og minnstu „kassabörn“ heiina á Fæðingardeildinni,“ sagði Inga, og hér var ekki þeirri tækni fyrir að fara, sem slík hörn fá að njóta þar. — Nú var úlhú- in svolítil vagga handa henni úr litlum pappakassa og Inga með- höndlaði hana af mestu snilld. Ég dáðist lireint og beint að þvi, því að sjálf þorði ég naumast að snerta hana af ótta við að hrjóta hennar fíngerðu bein. Já, þið hefðuð átt að sjá liana þá, — og sjá hana svo núna, live feit hún er orðin og reglulega falleg og skemmtileg. Það er áreiðanlega eitt af Guðs stóru undrum, að hún skyldi lifa og því trúum við, að Guð ætlist eitthvað sérstakt fyrir með liana. Faðir hennar vill ekkert hafa með liana að gera, sagði, að Inga mætti hara eiga hana. Það er ekki enn húið að skíra hana; en það verður gert strax og Benedikt kemur frá Addis. Hún á að heita Asther, sem er amharíska formið yfir Esther. Hún verður nú send á barnaheimilið í Agere Maöiain eins fljótt og hægt er. Það er allavega hezt, hæði fyrir hana og Ingu og okkur öll, því að eftir því sem hún verður lengur, eftir því verður erfiðara að láta liana frá sér. Minnizt líka Asther litlu í bænum ykkar! Inga er enn uppi á klinik. Það hefur verið óhemju mikið að gera í dag, — eins og reyndar flesta daga. Síðastliðinn mánuð var tala sjúklinga 1164, svo að þið sjáið, að það er eilthvað að taka höndunum lil fyrir hjúkr- unarkonuna okkar hlessaða. Þar að auki liafði liún fjöldann allan af inniliggjandi sjúklingum, eða 18, þegar mest var. Hún notar viðhyggingu við sjúkraskýlið fyr- ir slíka sjúklinga og herbergið, sem Felix dg Kristín noluðu fyr- ir eldhús. Það er auðvitað ekki mikið, en Ingu finnst dásamlegt að liafa það. Þörfin er mikil fyr-Sii' ir sjúkrastofu hér í Konsó, og hver veit, nema að lnm rísi upp með líð og thna. Annars Iíða dagarnir hér í Konsó liver öðrum líkir. Það er alltaf í nógu að snúast allan lið- langan daginn, — og þó finnst mér svo oft, að ég geri svo óend- anlega lítið, sé svo ónýtur þjónn. En þó er það mín lieitasla þrá og okkar allra, að við mættum reyn- ast trú i þessari dýrðlegu þjón- ustu, sem Drottinn hefur gefið okkur. Biðjið, að svo mætti verða. Nú var Inga að koma inn. Ég spurði hana, hve margir sjúkling- ar liefðu verið í dag. Rúmlega 80, var svarið. Abet! verður mér að orði (það er undrunar- og upphrópunarorð á amharísku). Á meðal þessara sjúklinga voru nokkrir fárveikir, sem verða að liggja hér eitthvað til að fá dag- lega meðhöndlun. Einkanlega eru það sjúklingar með heila- himnubólgu og malaríu. H. E. WISLDFF 37/ann Æom Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: þeim, sem trúa á nafn hans. Jóh. 1, 11—12. Fagnaðarboðskapur jólanna er það, að Jesús kom. Það stendur skrifað svo skýrt og öruggt. En hans eigin rnenn tóku ekki við honum. Það var svar heims- ins við boðskap himinsins. Og það eru margir, sem gefa sama svar enn í dag. En öllum þeim, sem tóku við honum, GAF HANN rétt til að verða GUÐS BÖRN. Barnið sem hvíldi í jötunni hefur rétt til að veita barnaréttinn öllum þeim, sem taka á móti honum. Svo algjörlega hefur Guð hund- ið frelsi vort Jesú Kristi. Barnarétt hjá Guði verður þú að eignast. Hann er ekki hægt að innvinna sér. Og ekki getum vér erft hann á náttúrlegan hátt. Hvað þarf þá til, að geta orðið Guðs barn? Ekkert annað en það, AÐ TAKA Á MÓTI JESÚ. Svo einfalt er það. Það stendur ekki skrifað, að allir þeir, sem geta beðið, trúað og skilið Guðs orð eignist rétt til að verða Guðs börn. Það stendur að ALLIR ÞEIR, SEM TÓKU Á MÓTI HONUM — JESÚ — ÖÐLIST ÞANN RÉTT. S. O. þýddi. Jií leMncfa Þetta er síðasta tölublað „Bjarma“ á þessu ári. Um leið og kaupendum, og öðrum vinum blaðsins, eru færðar ein- lægar þakkir fyrir liðna árið, scnda útgefendur þeim einlægar óskir um og farsælt komandi ár, með bæn um ríkulega blessun Drottins þeim öllum til lianda. Jafnframt eru kristniboðsvinum færð- ar þakkir fyrir mikinn og góðan stuðn- ing við kristniboðið á liðnu ári. Kostn- aður jókst tilfinnanlega á árinu ekki sízt við það, að greiða verður 55% skatt af öllu því fé, sem sent er til Konsó. Sá skattur nam nálægt 96 þús. krónum á árinu. Þrátt fyrir það virðast tekjur og gjöld krislniboðsins ætla að standast nokkurn veginn á, og er það aukinni fórnfýsi kristniboðsvinanna að þakka. Nánar verður sagt frá hag kristniboðsins í næsta blaði, þegar ljósar liggur fyrir, hverjar tekjur og gjöld ásins verða. Hitt er mikið þakk- arefni, að gjafir skuli hafa vaxið í hlulfalli við liinfar mjög svo auknu þarf- ir starfsins. Kl. 9. Við vorum að enda við Biblíulesturinn fyrir starfsmenn- ina. Við áttum indæla og bless- unarríka síund saman. Og nú sitjum við Inga hér aftur einar og spilum á grammófóninn henn- ar. Það er dásamlegra fyrir okk- ur en þið getið gert ykkur grein fyrir, að geta hlustað á fallega og uppbyggilega músík. Það er svo mikil livíld í því og endurnæring. Nú syngur amerískur kvartett, fallegan, kristilegan söng. Hann fjallar um Guðs umhyggju fyrir sínum hörnum. Hann ber um- hyggju fyrir þeim í öllum kring- umstæðum lífsins, í öllum erfið- leikum og sorgum, — alltaf! Ekki veit ég live oft við höfum spilað þessa plötu og margar henni lík- ar. Að endingu bið ég ykkur öllum hlessunar og friðar Drottins Jesú Ivrists. „Engill Drottins setur vörð kring um þá, er óttast hann, og frelsar þá. Finnið og sjáið, að Drottinn er góður; sæll er sá maður, er leitar hælis hjá lion- um. Óltist Droltin, þér hans heilögu, því að þeir, er óttast hann líða engan skort.“ Margré t Hró bjartsdóttir. Ritstjórn: Bjarni E-yjólfsson. Gunnar Sigurjónsson. Áskriftargjald kr. 25.00 á ári. Gjalddagi 1. júní. Afgreiðsla: Þórsgötu 4. Sími 13504. Pósthólf 651. Félagsprentsmiðjan h/f

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.