Bjarmi - 01.03.1964, Blaðsíða 1
5____6. Ébl.
Rcykjavík, marz 1964.
57. árg.
BOÐSKAPURINN um upprisu Jesú var megin-
aflgjafi í lífi og trú frumkristinna manna.
Sú dýrðlega vissa, að hann vceri upprisinn,
gjörði þá ósigrandi, svo að þeir hrósuðu sigri
yfir öllUj sem mœtti þeim, meira að segja
dauðanum. Sú staðreynd, að dauðinn hefði verið
sigraður — að dáinn maður hefði brotizt undan váldi
hans — var svo stórkostleg, að hún gjörbylti öllu
fyrir þeim, sem heyrðu og trúðu. Enda er það enn
í dag jafnótrúleg og stórkostleg fregn, að hinn kross-
festi og dáni — því dáinn var hann — hafi brotið
af sér fjötra dauðans, sigrað hann i gröfinni og ris-
ið upp til nýs lífs! Hvílík tiðindi fyrir þá, sem eru
dauðanum ofurseldir. Það hlaut að gjörbreyta állri
aðstöðu þess, sem heyrði og trúði þeim boðskap, að
burtu állar syndir vorar, afmá sekt vora í dauða sin-
um á krossi. Án uppgjörs við skapara vorn og Drott-
in verður framtíðin kviðvœnleg, en i samfélaginu við
hinn krossfesta frelsara göngum vér inn í hið ál-
gjöra uppgjör við Guð — dýpri og einlœgari reikn-
ingsskil en nokkur syndugur maður er fœr um að
framkvœma. Það uppgjör annaðist hann fyrir oss, er
hann afmáði skuldábréfið, er stóð gegn oss, og negldi
það á Ja'oss. Því uppgjöri lauk hann í dauða sínum.
Og í upprisu sinni býður hann oss þátttöku i nýrri
tilveru, þar sem hið fyrra er farið — þar sem synd
vor er afmáð. Og með hrein reikningsskil megum
vér byrja nýtt líf í samfélaginu við hann, eilíft líf,
þar sem oss er óhœtt, því að vér erum í honum, sem
er upprisan og lífið. Vér erum orðnir hluttákendur
KRAFTUR UPPRISU HANS
Dauðinn dó
Dauðinn dó, en lífið lifir,
lífs og friðar sólin skær
ljómar dauðadölum yfir,
dauðinn oss ei grandað fær,
lífið sanna sálum manna
sigurskjöld mót dauða ljær.
Kóngur lífs á krossi deyddur
krónu lífs mér bjó hjá sér;
dapur nú er dauði neyddur
dýrðarlíf að færa mér.
Þótt hann æði, þótt hann hræði,
það ei framar skaðvænt er.
Hann, sem reis með dýrð frá dauða,
duft upp lætur rísa mitt,
leyst úr fornum fjötrum nauða,
fyrir blóðið helga sitt.
Hold og andi lífs á landi
lífgjafara sinn fá hitt.
honum stœði til boða hlutdeild í þessum sigri, með
því að tengjast hinum upprisna i trú. Og þeir, sem
trúðu, fengu að reyna kraft upprisu hans. Hann
veitti þeim fögnuð, djörfung og styrk til þess að
fylgja hinum krossfesta og játa hann, hvað sem það
kostaði. Einlœg vissa postulanna og annarra lœri-
sveina Jesú veitti þeim þann kraft, sem bauð öllu
byrginn og sigraði állt. Siguraflið í boðskap postul-
anna og lífsneistinn, sem kveikti i öðrum, var hvort
tveggja fólgið í orðinu um hinn upprisna og lifandi
Jesúm Krist. Það er augljós staðreynd fyrir öllum
þeim, sem lesa frásagnir Nýja testamentisins um
frumkristna menn og þá, sem tóku trú fyrir orð
þeirra.
Skyldi ekki ein meginskýring þess, hve sljó og
áhrifálitil nútíma kristni er, vera sú, að orðið um
hinn upprisna Jesúm Krist á ekki nœgilegt rúm i
trú vorri og lifi? Það er ekki sá veruleiki, sú sœla
staðreynd fyrir oss, sem það œtti að vera í krafti
þess, að það er sannleikur, heilagur sannleikur. Ef
vér gcefum þvi greiðari aðgang að hjarta vor-u og
leyfðum þessu sannleiks orði að ná tökum á oss,
yrðum vér frjálsari og djarfari menn og lif vort állt
krafti fyllra.
Tilgátur mannanna um framháldstilveru og állar
tilraunir þeirra til þess að komast að raun um, hvort
eða hvernig tilveran sé fyrir handan, verða heldur
rislágar og smáar móts við þann volduga boðskap,
að einn, sem lifað hefur í fylkingu vor mannanna,
dáið og lagzt í gröf, hafi yfirunnið dauðann — og
keypt oss öllum örugga lausn úr helgreipum hans.
Enginn boðskapur er stórkostlegri en sá, að frelsari,
sem dó fyrir oss, sé risinn upp frá dauðum oss til
hjálprœðis. Hvað er öruggara varðandi framtíð vora
andspœnis dauða og ókominni tilveru handan hans
en það, að sonur Guðs, sem elskaði oss og gaf sjálf-
an sig i sölurnar fyrir oss, hafi sigrazt á váldi dauð-
ans, bi'otið brodd hans og tryggi þeim, sem þiggja
vilja, líf i samfélagi við hann og föðurinn um állar
aldir? Er nokkuð til öruggara en að eiga álla fram-
tíð sína í gegnumstungnum, heilögum höndum hans
bceði þann tíma, sem vér eigum ólifað hér á jörð
og síðan um ókunna eilífð? Hún er ekki lengur ókunn,
þegar vér vitum, að vér eigum að lifa henni með
honum, sem kom til jarðarinnar til þess að bera
Jesús minn, sem dauðann deyddir,
deyja gef mér eins og þú,
í upprisu hans og fáum að reyna kraft hennar, sem og vjg þjg) í ijos er ]eiddir
nægir oss til sigurs í lífi og dauða. lífið, æ að halda trú.
Kristur er upprisinn! Það táknar einfáldlega, að Lát mig þreyja þér og deyja,
vér erum vaktir upp með honum og höfum eignazt þrá mín heit og bæn er sú.
hlutdeild í eilífu lífi hans, fyrir náð hans. Helgi Hálfdánarson.
Gyðingaöldungur byrjar páskahaldið sainkvæmt siðvenju feðra sinna um aldaraðir.