Bjarmi - 01.03.1964, Blaðsíða 8
B BJARMI
KRISTNIBOÐSSTÖÐIN ÞARF MILLJON KRÚNUR
Það eru engar ýkjur, að íslenzka
kristniboðið í Konsó hafi vaxið
jafnt og þétt. Þar hafa verið mikl-
ar framkvæmdir í byggingarmál-
um á undan förnum árum, hver
byggingin risið á fætur annarri.
Síðastliðið haust var tekið í notk-
un stórt og gott skólaliús, liús hef-
ur verið hyggt fyrir námskeið,
íhúðarhús hefur verið reist fyrir
hjúkrunarkonurnar og reynt lief-
ur verið að hæta húsakost starfs-
manna og lieimavistardrengja.
Meðal verkefna í ár er það að
hefja byggingu nýs íbúðarhúss fyr-
ir kristnihoðsfjölskyldu, þar sem
gjört er ráð fyrir því, að tvær fjöl-
skyldur séu í Konsó, að minnsta
kosti oftast nær. Þá er og miðað
að mikilli stækkun sjúkraskýlisins.
Það er mikið gleðiefni, að allt
til þessa liafa nægar tekjur fengizt
til þess starfs, sem unnið hefur
verið á kristnihoðsstöðinni í Konsó.
Hitt er auðskilið mál, að með vexti
stöðvarinnar aukast útgjöldin.
Samkvæmt fjárhagsáætlun þeirri,
sem gerð hefur verið fyrir árið
1964, og samþykkt var á kristni-
hoðaþingi lútherskra kristnihoða í
Suður-Eþíópíu, er ráð fyrir því
gert, að kristniboðið í Konsó muni
þurfa á að halda allt að einni millj-
ón íslenzkra króna nú í ár. Það
er óneitanlega mikið, miklu meira
en nokkurn grunaði fyrir fáeinum
árum, að íslenzkir kristnihoðsvinir
þyrftu að leggja af mörkum á einu
ári. Reynsla undan farinna ára
liefur samt sýnt, að fórnfýsin hef-
ur vaxið með sívaxandi þörf
kristniboðsins. Þó dylst engum, að
að þessu sinni þarf sérstakt átak
til þess að geta orðið við ósk þeirri,
sem borizt hefur frá kristnihoð-
unum í Konsó. Þeir liiðja þess í
hréfi, að málið sé einfaldlega lagt
fram fyrir vini kristnihoðsins og
þeim skýrt frá því, hve hrýn nauð-
syn sé, að þetta fé fáist í ár.
Kristniboðarnir liafa verið svo
lieppnir, að undan farið ár liefur
starfað á kristnihoðsstöðinni húsa-
smiður og múrari, sem hefur
reynzt með þeim ágætum, að fá-
títt er þar syðra. Hann er fús til
þess að starfa á kristniboðsstöðinni
enn um skeið, og finnst kristni-
hoðunum velta mikið á því, að
unnt sé að ljúka sem mestu af
byggingum, meðan starfskrafta
hans nýtur. Hann liefur reynzt
samur og sanngjarn, að því er laun
og annan kostnað snertir.
Á þessu stigi málsins skal ekki
frekar fjölyrt um þetta. Málið er
einfaldlega lagt fram fyrir yður,
kæru kristniboðsvinir. Það er kall
frá Konsó um það, að vér í kær-
leika vorum til kristniboðsins vilj-
um bregðast vel við, þegar vér er-
um livött til meiri fórnar. Margir
liafa gefið ótrúlega mikið á liðn-
um árum. Um það bera tekjur
kristnihoðsins vott. Að þessu sinni
erum vér beðin um það mikinn
skerf, að hjá ýmsum verður vafa-
laust um raunverulega fórn að
ræða. Eigum vér ekki að minnast
þessa sérstaklega á kristniboðsdeg-
inum, sem verður á pálmasunnu-
dag, ef Guð lofar, eins og verið
liefur undan farin ár? Eigum vér
ekki að Iáta hann verða sérstakan
„Þess vegna segi eg þér: Hinar
mörgu syndir hennar eru fyrir-
gefnar, því að hún elskaði mikið.
En sá elskar lítið, sem lítið er fyr-
irgefið" (Lúk.7,47).
Maðurinn, sem situr fyrir fram-
an mig, kinkar kolli — til sam-
þykkis.
— Já, þú hefur rétt fyrir þér.
Þannig er ástandið hjá mér. Stöðn-
un er orðið! Kyrrstaða! Það er
ekki nein framför lengur. Eg veit
ekki, hvað að er hjá mér. Engin
hrifning og engin neyð. En það er
eins og allt líf sé dautt í mér. Eg
þekki ekkert orð í Biblíunni, sem
dæmir mig eins og þetta, sem seg-
ir, að við eigum að vaxa í trúnni.
— Vöxtur er eðli lífsins. Alls
staðar, þar sem líf er, hlýtur líka
að vera vöxtur. Hætti vöxturinn,
er það merki þess, að lífið sé út-
dautt.
— Það er einmitt þetta, sem
skelfir mig, og þess vegna er eg
kominn til þín. Hvað á eg að gera?
Biddu mig um hvað, sem þú vilt,
nema það eitt að biðja meira og
lesa meira. Eg hef bæði beðið og
lesið, en það stoðar ekki. Eg er
víst ekki hæfur til þess að lifa
sem trúaður maður.
— Hefur þú lesið síðara bréf
Péturs?
— Hvað stendur þar?
— Þar stendur, að við eigum að
vaxa í náö og pekkingu á Drottni
vorum og frelsara, Jesú Kristi.
— Þetta um að vaxa í náð seg-
átakadag, þar sem vér berum fram
ríkulegri skerf en nokkru sinni áð-
úr, svo að vér getum nú snemma
árs sent kristniboðunum þau gleði-
tíðindi, að vel hafi verið brugðizt
við málaleitan þeirra? Kristnihoð-
ið í Konsó hefur náð svo sterkum
tökum á hjörtum margra, að það
eitt, að fregn skuli koma um það,
að þörf sé á þessari stóru upphæð
þar, nægir til þess, að margur
hregðist fljótt við og beri fagnandi
fram skerf sinn.
Sameinumst svo í bæn til Guðs
um það, að liann sendi kristniboð
inu í Konsó það, sem til þarf,
hvort sem um er að ræða fjár-
muni, starfskrafta eða bænariðju.
ir mér lítið, en eg hef líka álitið,
að meiri þekking á Jesú mundi
hjálpa mér. Eg hef rannsakað guð-
spjöllin og lesið allt, sem eg hef
komizt yfir um hann, og vonast
til þess, að það hefði einhver áhrif
á persónuleika minn. En árangur-
inn hefur orðið eins og þú hefur
heyrt.
— Þú segir, að þú sért ekki hæf-
ur til að lifa sem trúaður maður.
Hvaða ákveðnar syndir eru það,
sem hrjá þig?
— Þú lest Biblíuna, segir þú.
Hefur Guð þá ekki bent þér á sér-
stakar syndir, sem þú verður að
taka að berjast á móti? Biblían
talar um að standa í gegn synd-
inni, svo að blóðið renni. Á hvaða
sviði er baráttan þér erfiðust?
— Þú svarar ekki. Það stafar
vonandi ekki af því, að þú ert á
meðal þeirra, sem Pétur talar um,
er hafa „gleymt hreinsun fyrri
synda sinna?“ Menn þessir eru
bæði blindir og skammsýnir, segir
Pétur, og sé þér þannig farið, furð-
ar mig ekki á því, þótt orðin „að
vaxa í náð“ segi þér lítið. Þú
kveðst vera syndari, en það eru
engar ákveðnar syndir, sem þjá
samvizku þína. Þú lest Biblíuna
þína, en þú sérð ekki, að hún
bendir á nálega hverri blaðsíðu á
syndir, sem þér ber að snúa þér
frá. Þegar þú lifir ekki lengur í
daglegu uppgjöri synda þinna, hef-
ur þú að sjálfsögðu ekki lengur
neina þörf á náð Guðs nema á
fræðilegan hátt. Hvernig getur þá
verið um að ræða nokkurn vöxt
í náðinni? Hvernig getur þú þá
öðlazt nýja þekkingu á Jesú?
Biblíulestur þinn og æviskrár þín-
ar um Jesúm geta raunar veitt þér
þekkingu á honum, en það, sem
þú þarfnast, er ný og lifandi þekk-
ing á honum sem þínum frelsara,
er frelsar þig frá þinni ákveðnu
synd.
Hættu að lesa Biblíuna aðeins
sem hugvekjubók. Lestu hana til
þess að komast að raun um, hvern-
ig Guð vill, að þú lifir. Leggðu
hana ekki frá þér, fyrr en þú hef-
ur fundið Guðs vilja með þig í dag.
Það má vera, að þú fáir meiri
þörf á náð Guðs og fyrirgefningu
syndanna.
Minnztu þess, sem Jesús hefur
sjálfur sagt: „Sá elskar lítið, sem
lítið er fyrirgefið."
Ö. öystese (B.A.Þ.).
Erlend kristni
Samkvæmt fréttum frá Geneve hefur
hreyfing innan þýzku evangelisku kirkj-
unnar, „Sammlung“, en sú hreyfing var
með mjög kaþólskar tilhneigingar, verið
leyst upp. Leiðtogi hennar var lútherskur
guðfræðingur, Wolfgang Lehmann, sem var
mjög aðsópsmikill. 1 síðasta tölublaði af
tímariti hreyfingarinnar segir Lehmann, að
„sameiningin við Róm takist ekki nema með
því, að evangelísku kirkjurnar mætist á
grundvelli meginsanninda kristindómsins.
Frá Tékkóslóvakíu.
Vatíkanið og tékkneska rikisstjórnin hafa
gert samkomulag sín á milli varðandi deilu
þá, sem staðið hefur síðan eftir valdatöku
kommúnista árið 1948. Afleiðing samkomu-
lagsins er m. a. sú, að erkibiskupinn í Prag,
Josef Beran, fer í næsta mánuði til Rómar.
Beran var sleppt úr haldi í októbermán-
uði, eftir að hann hafði verið í varðhaldi í
14 ár. Fjórir biskupar voru látnir lausir
samtimis honum. Þeir voru síðustu kaþólsku
klerkarnir, sem voru í fangelsi í Tékkósló-
vakiu. Margir prestar höfðu verið handtekn-
ir og ákærðir fyrir starfsemi fjandsamlega
ríkinu eftir valdatöku kommúnista 1948.
Flestir losnuðu úr haldi, er þeir höfðu heit-
ið ríkisstjórninni hollustu. Beran var einn
þeirra fáu, sem neituðu að rita undir.
Talið er, að Beran, sem er 74 ára gam-
all, verði útnefndur kardínáli af páfa.
Aðalatriði í samkomulagi Vatíkansins og
Pragstjórnarinnar eru þessi:
1. Beran verður kvaddur til Rómar einn
af fyrstu dögum marzmánaðar.
2. Beran heldur titlinum erkibiskup Prag,
en Vatíkanið felur postullegum fulltrúa
biskupsverkin.
3. Tékkneska stjórnin veitir biskupunum
fullt frjálsræði til þess að stjórna samkvæmt
kirkjurétti í biskupsdæmum þeirra.
4. Vatikaninu er veittur réttur til þess
að útnefna nýja biskupa.
5. Vatíkanið mun ekki krefjast þess, að
biskupar þeir, sem í varðhaldi hafa verið,
hverfi aftur til biskupsdæma sinna.
(Þýtt úr Kristilegu dagblaði).
Kristniboðinu hafa borizt eftirtaldar
gjafir í febrúarmánuði.
Frá einstaklingum:
B.Á. 300 kr. N.N. 1000 kr. Z. 1000 kr.
Á.S. 1000 kr. K. 1000 kr. R. 300 kr. Þ.
100 kr. G.G. frá M. 500 kr. G.I. 100 kr.
B. og Þ. 900 kr. K.D. 200 kr. G.B. (Ve.)
674 kr. Gjafir frá ýmsum Eyrarbakka
kr. 854,70. Ónefnd 700 kr. Þ.P. 400 kr.
M.Kd. 200 kr. H.Ó. og J.S. 100 kr. Frá
ýmsum Reykjalundi 720 kr. K.J. Patr.
1200 kr. H.G. Burstabr. 500 kr. S.I. 1000
kr. N.N. 200 kr. G.J. (Sigl.) 200 kr. L.D.
150 kr. L.S. 200 kr. Ó.K. 100 kr. G.Á. 100
kr. Á.D. 1000 kr. Vextir af tíeyringnum
1963 4800 kr. Skriffæri f. Konsóbörn 350
kr. Ónefdn 300 kr. F.P. 200 kr. Frá göml-
um eyfirzkum bónda 100 kr. Tveir eld-
húsbaukar kr. 438,92. N.N. 200 kr.
Frá félögum og samkomum:
Sunnud.skóli Ve. á jólaföstu kr. 350.15.
Kristniobðsvikan í Keflavík kr. 8207,20.
Gjafir afh. í Hveragerði 2275 kr. Úr
bauk Rípurkirkju kr. 152,05. Samkomur
í Selfosskirkju kr. 4795,15.
Ritstjórar:
Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigurjónsson.
Árgangur kr. 50.00. Gjalddagi l.júní.
Afgreiðsla:
Þórgsötu 4, Rvík. Sími 13504. Pósth. 651.
Kirkjueining. 1 fyrra birtist í „Bjarma“ grein, sem skýrði
frá tilraunum anglíkönsku kirkjunnar og
meþódistakirkjunnar til sameiningar. Nú er sagt frá því í er-
lendum blöðum, að þrjúhundruð meþódistar hafi komið saman
í Lundúnum til þess að andmæla uppástungunni um samein-
ingu kirkju þeirra og ensku biskupakirkjunnar. Þessir þrjú-
hundruð menn stofnuðu ný samtök, sem þeir kölluðu „Raust
meþódismans". Hópur guðfræðinga meþódistakirkjunnar, sem
eru andvígir sameiningunni, hafa komið saman til þess að und-
irbúa útgáfu rita um þau trúarlegu vandamál, sem slík sam-
eining myndi hafa í för með sér.
Sá sem lítið erfyrirgefid
PRENTBMIÐJAN LEIFTUR