Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1964, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1964, Blaðsíða 7
BJARMI 7 BÓK ÆSKUNNAR Framh. af 2. síðu: einnig að taka sinnaskiptum. Það var eins og ljós hefði verið tendr- að fyrir hana með þessum línum í „Bók æskunnar“, það ynni sitt hljóðláta verk: efldi trúarneistann, sem Guð hafði tendrað í hjarta hennar, en — henni var það ekki ljóst þá. NáMSVETRINUM var lokið. Fögnuðurinn yfir því að vera heima fyllti hana svo algjörlega í fyrstu, að hún gleymdi nær því þránni eftir því kraftaverki, sem hún beið eftir. Mesti annatími árs- ins var kominn: Vorið. Það kom hljóðlega með gnótt sólskins að deginum til en frost um nætur, dögum og vikum saman, og það líf, sem átti að spretta upp af jörð- inni, vissi ekki almennilega, hvort það ætti að áræða að leggja af stað út í birtuna. Sólin kallaði: komið! En frostið rak á hverri nóttu frjóangana aftur niður í moldina. Kvöld nokkurt dimmdi í lofti og vindurinn kom volgur og mild- ur úr suðri og rigningarúðinn lagð- ist yfir jörðina. Morguninn eftir hafði kraftaverkið gerzt: allar þessar mörgu þúsundir frjóanga, sem höfðu vikum saman verið reiðubúnar, brutust nú í ofdirfsku upp. Allt grænkaði! Vorið náði til fjalla, leysti ísfjötrana og sleppti lækjunum lausum niður hlíðar og með vorflauminn niður í dalinn. Allt ólgaði og söng af gleði og vor- hug: fuglakliður, kindajarm, lambsgrátur og gleðibaul dýranna, sem sluppu út í Ijósið og græn- gresið. Hún tók innilegri og sælli þátt í þessu en nokkru sinni áður. Hún hoppaði eins og lömbin, þegar hún hljóp út í fjós. Þegar hún sat í kyrrð og mjólkaði, komu hugsan- irnar: einkennilegt, að hún skyldi vera svona glöð, fyrst hún hafði ekki tekið raunverulegum sinna- skiptum? — Það var ef til vill ekki hættulegt að gleyma Guði, þegar allt gekk vel, þegar vor ríkti og allir voru heilbrigðir, en þegar haustið kæmi aftur---------. Og svo var það dauðinn, og svo var það allt þetta Ijóta, sem leyndist í hjartanu, sem var ógerlegt að sigr- ast á-----------. Góði Guð, hjálpa mér til þess að taka sönnum sinna- skiptum, áður en haustar aftur. Það var eins og einhver vissa seitlaði um hana: það myndi ger- ast í sumar. — Ó, já, ef sumarið kæmi til hennar! Sumarið kom, og kyrrðin og friðurinn uppi í seli — starfið og fögnuðurinn yfir því að vera til og fá að vera þarna meðal alls þess, sem henni þótti svo vænt um. Og svo yar þessi nýja ábyrgð: hún var ein með búslóðina uppi í sel- inu og það í fyrsta sinn. Það bar oft við, að þetta gagntók huga hennar allan daginn, en það bar einnig við, að hún sleppti því, sem hún var að gjöra, og hljóp inn til þess að lesa eitthvað í bókinni, sem varð æ betur lifandi fyrir henni, því að Guð varð henni svo einkennilega nálægur, þegar hún las. Svo var það sunnudag nokkurn í júlí. Lækir og jökultungur glitr- uðu í sólskininu, og það var langt síðan nokkurt ský hafði sézt á himni. Morgunverkum var iokið Hún hljóp ljósklædd og létt í spori upp að fossinum, þar sem henni fannst indælt að sitja ein á sunnu- dögum. Þar var gróðurríkur, lítill hvammur með birkigróðri í — síð- ustu birkihríslurnar, áður en ör- æfin tóku við. Hún sat þarna dá- litla stund og hlustaði á orgelleik árinnar, áður en hún lauk upp bókinni og las orðin, sem hún kunni vel frá því áður: „HiS sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, var aS koma í heiminn. Harm var i heiminum og heimurinn var orS- inn íil fyrir hann og heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki viS hon- um. En öllum þeim, sem viS honum tóku, gaf hann rétt til þess aS verSa GuSs börn, — þeim, sem trúa á nafn hans.“ Það var eins og öll hljóð dæju. Það var eins og ný gleði sprytti upp í kyrrðinni, gleði sem hún þorði tæplega að trúa að væri til: er það satt, að sá, sem trúir á Jes- úm, eigi rétt til að vera Guðs barn? Þá er hún ef til vill Guðs barn? Það er Guð, sem hefur komið því til leiðar! Og það er fyrir sakir Jesú, að hún hefur öðlazt þennan rétt. Þótt henni takist ekki að vilja réttilega — þótt henni takist ekki að ráða við vonda hjartað, þá má hún samt vera Guðs barn fyrir sakir Jesú-----------. Hún áræðir að senda þakkarhugsun upp í blá- an himininn. Hún þorir ekki al- mennilega að nota orð, því að þetta er allt of stórkostlegt til þess að geta verið satt. Hún gekk hægt heimleiðis. Við- lag úr söng varð allt í einu lifandi fyrir henni og kallaði á lagið, og hún söng, fagnandi og þó hljóð- lega: „Jesús, Jesús. HváS sem þú þarft á himni og storS þér veitir þáS eina orS.“ Fjallafjólan ljómar og angar inn í runnunum. Stúlkan tínir svolít- inn vönd. Ef það hefði ekki verið svona hræðilega langt til Dan- merkur, hefði hún farið þangað í kvöld og leitað uppi þennan ókunna mann, sem hafði skrifað orðin um fjötraða viljann, og hún mundi segja: Þökk! Og þá fengi hún ef til vill að setja þessi litlu fjalla- blóm, sem anguðu svo yndislega, á skrifborðið hans. Hún var ekki viss um, að hún hefði tekið sannarlegum sinna- skiptum, en fyrst hún hafði öðl- azt rétt til þess að vera barn Guðs, mundi Guð sjálfsagt sjá um það. DÓMKIRKJAN OG ALÞINGISHÚSIÐ TILRAUN GERÐ MEÐ GUÐS ORÐ Gunnar Edmann, sem fær lista- mannalaun hjá ríkinu sem rithöf- undur, hefur eftir guðræknis- stund í sjónvarpi ritað um „til- raunina Guð“ í „Útvarpsraddir — sjónvarp“. Vér tökum þetta úr því: „Ef vér fjarlægjum allt, sem haldið er frarn um Nýja testa- mentið bæði af kristnum og andkristnum aðilum, og tök- um að lesa bók Mannssonar- ins innan að, orð fyrir orð, sem þar er ritað; og ef vér tökum að fást eitthvað við það, sem þar er, gerum tilraun- ir með orð hans í sjálfs vor lífi, þá mun óhjákvæmilega eitthvað gerast. — Þessi leyndardómur felst í orði hans, en losnar úr læðingi í fram- kvæmd: „orðin sem ég tala eru andi og eru líf.“ Dæmið um efniskjarnann, en kraftar hans eru huldir, unz vér gjörum eitthvað við hann, setjum hann í kjarnakljúfa, er dæmi um það, hvernig unnt sé að leysa úr læðingi hulinn mátt andlegs veru- leika: Það er ekki fyrr en vér setj- um orð Jesú í kjarnakljúf vilja vors, er vér af fúsu geði reynum orð hans með því að „breyta eftir þeim“, að hulinn veruleiki þeirra verkar, tek- ur smám saman að leysa úr læðingi mátt sinn og sann- leika; já, hann opinberar sig svo, að vér getum með allri veru vorri skilið hann sem raunsannindi. Gunnar Edmann ályktar: Meistari fagnaðarerindisins býður oss með frjálsri Galíleu- aðferð sinni leið til þessa skilnings á innsta kjarna veru- leikans, þá (eins og aðferð raunvísinda) sem með þolin- mæði er unnt að reyna: „Ef einhver er sá, sem vill gjöra vilja hans, sem sendi mig, hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum mér.“ — Þ. e. Guð, sem unnt er að prófa. (Þýtt úr sænska stúdentablað- inu „Vi tro“.) Ég er hræddur aö deyja Framh. af 6. síSu: styrk, er þú þarft á að halda, þegar þú kemur á leiðarenda. Á síðustu næturvökunni mun hann ennþá einu sinni koma til móts við þig, hann sem vann sigur á dauð- anum og gjörði hann að engu — einnig þinn dauða. Og svo framarlega sem páskar boða, að Jesús sé sigurvegari dauð- ans og herra lífsins, þá er dauðinn búinn að vera. Magne C. Króhn (B.A. þ.).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.