Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1970, Side 8

Bjarmi - 01.01.1970, Side 8
Ég þakka Guði fyrir, að hann gefur mér tækifæri til þess að segja frá því, með hvaða hætti ég komst til trúar, eftir að ég hef sjálfur fundið skýringu á því í Guðs orði. I Efesusbréfi 1,4 segir: .. Guð hefur fyrir grundvöllun heimsins útvalið oss í Kristi tii þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum í kær- leika.“ Og ennfremur hjá Jere- mía 1,5: „Áður en ég myndaði þig í móðurkviði, útvaldi ég þig.“ Að ég er kristinn, og á auk þess hlutdeild í heilagri þjónustu, er því algerlega vegna náðar Guðs og útvalningar í Kristi. Lofaður sé Guð! Hans er rík- ið, og mátturinn og dýrðin.“ Ég er frá Báfeng í Honan- héraði, fæddur 1889. 1 barnaskólanum fræddi kennarinn mig um heimspek- inga til forna og helga menn, hversu þeir, vegna dyggða sinna og sjálfsaga, báru af sam- tímamönnum. Ég varð hrifinn af því og óskaði þess heitast að verða lærisveinn þeirra. Er ég hafði náð meiri þroska og var kominn yfir tvítugt, var ég farinn að brjóta heilann um ráðgátur lífsins. Hvers vegna fæddist ég? Hver er tilgangur lífs míns og allrar tilveru? Slíkar spurningar létu mig ekki í friði. Enginn hinna miklu meistara okkar kínversku trú- arbragða, konfúsíanismans, dá- ismans og búddismans, gáfu mér fullnægjandi svar. Eftir tvítugsaldur hætti ég námi og byrjaði með lyfjasölu í smáum stíl. Jafnframt lærði ég nokkuð til lækninga af eldri bróður mínum. Það var úrræði til þess að hafa í sig og á. Æðri hugsjónir hafði ég engar. Lífs- skoðun minni var þannig hátt- að, að hvers konar synd var mér leyfileg, ef ekki varðaði við landslög. Allt var mér leyfilegt, svo sem áfengisnautn, ópíum, fjárhættuspil, ljótt orðbragð og saurlifnaður. Ég var sem sé „dauður í synd og yfirtroðslu“, eins og segir í Guðs orði. Þegar kínverski prestur- inn og vakningaprédikar- inn Ljó Dá Sheng kom til Islands, í hoði Kristni- hoðssambandsins, prédik- aði liann á ýmsum stöðum á landinu, alls 22 sinnum, ýmist í kirkjum eða sam- komuhúsum, og var þá ævinlega túlkaður. Hann VITNIS- BURÐUR KlN- VERJANS var einn af kunnustu og mest metnu kristnu leið- togum í heimalandi sínu. Ilann flúði fyrir nokkrum árum, vegna trúarofsókna, til eylandsins Taiwan (áð- ur Formósa), undan suð- urströnd Iv.na. Vitnisburð- ur lians er hér skráður eftir lians eigin frásögn. Kristniboðsstöð höfðu Norð- menn þá þegar stofnað í ná- grannabænum, Dayin. Þar var fastráðinn kínverskur trúboði, Lí Sjen Dji að nafni, maður úr sömu sýslu og ég. Hann var bráðmælskur, og oft fór ég að hlýða á hann. Það var samt ekki af góðum hug sprottið. Ég þóttist vita, að útlent trúboð í Kína kæmi ekki til af góðu. Einkum var nafn Jesú Krists mér þyrnir í augum. Trúboð- arnir störfuðu í skjóli yfirvald- anna og því gagnslaust að sporna við þvi. Ég ákvað nú samt að kynna mér kenningar þessa landa míns og kveða hann síðan í kútinn. Hann mundi þá verða sér til skammar í deilum við mig og yrði honum úr því ekki líft í Dayin. Þannig hófust stælur okkar. Útkoma þeirra varð samt ævin- lega sú, að ég varð undir og kom ekki orði fyrir mig. Loks fór svo fyrir mér, að vitnis- burður og boðskapur Lí Sjen Dji snart samvizku mína. Sjálf- sagt tuttugu sinnum á hálfu öðru ári háðum við langar rök- ræður. Þær snerust einatt um biblíuleg meginatriði, svo sem persónuleika og almætti Guðs, sköpun alheimsins, tilgang mannlífsins hér á jörð, vald syndarinnar, sekt og dóm, Guð og manninn, krossinn, þörf hjálpræðis o. s. frv. Smám saman glæddist hja mér nýr skilningur. Þó lét ég mig ekki, hélt áfram að stæla og beitti nýjum brögðum. Ég hugsaði sem svo: Þar sem ég hef ekki lesið þessa Biblíu hans, er engin von til, að ég geti gert hann orðlausan. Ég verð að kynna mér kenningar hennar og mæta honum síðan með hans eigin vopnum. Ég hóf nú lesturinn og festi mér einkum í minni það, sem braut í bág við okkar kínversku trúarfræði og siðvenjur. Lestur Biblíunnar hafði þau áhrif á mig, að ég hóf enga sókn gegn fagnaðarerindinu. Andstaða mín linaðist dag frá degi, óvið- ráðanlega. Ég varð að viður- kenna, að kenningar ki’istin- H R.IAKMI

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.