Bjarmi - 01.01.1970, Page 11
Árum saman hafa prestaskólar
víða skipað prófessora og út-
skrifað prestsefni, þar sem öll
áherzla var lögð á einkunna-
skalann og bóklega fræðslu, en
ekki hirt nokkurn hlut um líf.
Fjöldi leikmanna víða um heim
hafa treyst prestunum og leið-
sögn þeirra, og þeir þrá að geta
það áfram, en víða eru þeir nú
orðnir ráðvilltir vegna upp-
lausnar í guðfræði og kenningu.
Einkanlega er þetta áberandi
sums staðar í Þýzkalandi og
Bandarík junum.
Líf og starf
1 grein þessari segir, að vand-
inn verði ekki leystur nema
þeir, sem lífið eigi, og þess
vegna hinn rétta skilning á
fagnaðarerindinu, sjái ábyrgð
sina og hegði sér samkvæmt
því. Margir þeirra þekki að
vísu ekki mikið til guðfræði-
kenninga nútímans, en þeir
þekki Jesúm Krist. Þessir menn
séu ekki andstæðir kirkjunni,
hinni sönnu kirkju, en hins
vegar séu oft margir í hinni op-
inberu kirkjustofnun, sem kunni
illa við þessa andlega sinnuðu
menn og vilji helzt vera lausir
við þá, því þeir spilli fyrir kirkj-
unni. Að minnsta kosti verði
þeir að breytast í samræmi við
kröfur klerkanna, en því fylgir
sú hætta, að með því sé glóðin,
sem ómissandi sé fyrir lifandi
söfnuð, slökkt. Framtíð kirkj-
unnar velti því fyrst og fremst
á því, hvort kirkjan gjöri þeim
mönnum, sem trúna og sann-
færinguna eiga, og þekkja Krist
fagnaðarerindisins, kleift að
vinna starf sitt innan hennar,
eða meini lýð Guðs að vinna
verk hans, segir W. Linsley,
ritstjóri tímaritsins, í grein
sinni.
Þú og ég
1 sambandi við þetta er þess
að gæta, að þessar hugsanir
ættu að vera sjálfsprófunarefni
Nútímamaðurinn er snnnarlega stollur af sínum tíma, tækni og háþróaðri
mcnningu. Þó gerast atburSir nær daglega, sem sýna, a'ð cnn á maðurinn langt
í land. Á undnnförnum mánuðum og árum hafa á götum stórhorganna í lönd-
um þcim, sem telja sig háþróuðust allra, gcrzt atburðir, scm kostað liafa manns-
líf og auk þess þúsundir milljóna. Maðurinn er enn liinn sami eins og á dög-
um Krists, er Iiann kom fram og lirópaði til niannanna santa boðskap og Jó-
hannes skírari: „Takið sinnaskiplum!“ Þess cr þörf enn í dag og verður ávallt.
fyrir hvern og einn. Það á ekki
aðeins að beina því til kirkj-
unnar sem slíkrar, heldur til
vor einstaklinganna, hvort lif-
andi vakningarkristindómur
fær aðgang að, þar sem vér er-
um. Spurningin er ekki aðeins
um það, hvort sönn trúarvakn-
ing sneiði hjá kirkjunni, heldur
hvort hún fari framhjá oss
hverjum og einum. Það er
hættulegt að kenna prestunum
um allt. Það getur jafnvel orð-
ið hálfgerð meinloka. Spurn-
ingin fyrir einlægan mann hlýt-
ur að vera: Hvernig er því far-
ið með sjálfan mig? Hið al-
menna prestsdæmi, sem Lúther
bendir greinilega og iðulega á,
er raunveruleiki, og þess vegna
ber hver kristinn maðm’ sína
ábyrgð.
BJARMI 11