Bjarmi - 01.01.1970, Side 17
Steinunn GuSmundsdóttir Jón Lýðsson
dóttur, þeirri fádæma góðu
konu.
Upp frá því varð frú Anna
þezta vinkona mín. Þessi gáf-
aða og menntaða kona var nógu
auðmjúk til þess að geta haft
bréfaskipti við mig um langt
árabil.
Ég fluttist hingað að Bitru
árið 1922. Ári síðar giftist ég
mínum ágæta manni, Jóni Lýðs-
syni.
Árið 1927 gerði ég það fyrir
beiðni sýslumanns að taka ljós-
móðurumdæmið fyrir Bitru og
Kollafjörð. Ég hafði þá eignazt
tvö börn. Oft var ég sótt fyrstu
árin og gekk allt að óskum. En
þegar ég hafði eignazt mitt
fimmta og síðasta barn, 1932,
var ég orðin þreytt og slitin,
enda ekki fyllilega heilbrigð.
Varð þá að ráði, að umdæminu
var skipt, önnur Ijósmóðir,
Magdalena Guðlaugsdóttir á
Þambárvöllum, tók að sér að
þjóna fyrir mig Bitrunni, en ég
hafði Kollafjörðinn. Heimili
mitt var stórt, börn og gamal-
menni, og því erfiðleikum bund-
ið að vera lengi að heiman.
Aftur sagði ég af mér 1940,
en engin kom í staðinn, svo ég
hélt áfram.
Þá var það haustið 1942, að
sýslumaður bauð mér að taka
aftur uppsögnina. Ég baðst und-
an því, enda kom þá ný ljós-
móðir.
Mér var ekki sársaukalaust að
skilja við töskuna og mitt kæra
starf, sem ég var búin að njóta
mikillar blessunar af. En allt
tekur enda, og nú taldi ég þvi
alveg lokið.
En þegar þessi ljósmóðir fór
aftur 1945, bað sýslumaður mig
enn að taka við umdæminu aft-
ur. Mér fannst það fyrst óhugs-
andi. Eftir bæn og umhugsun
fannst mér vera við mig sagt:
„Með hvoru vegsamar þú Guð
fremur, að neita að fylla autt
sæti, eða treysta honum til að
vera máttugur í veikleika þín-
um?“ Ekki svaraði ég þó, fyrr
en ein kona, sem átti von á
barni, bað mig að vera hjá sér.
Þá gat ég ekki sagt nei.
Svo fékk ég þriðja og síðasta
skipunarbréfið árið 1946.
Áfangarnir eru þannig þrír i
þessu litla ljósmóðurstarfi mínu,
sem ég get sagt, að alltaf hafi
verið að mér rétt, en ég ekki
sótt eftir.
Á vegum ljósmóðurstarfsins
hef ég lifað óumræðilega sælar
stundir, eignazt hlýhug og vel-
vild allra, að mér finnst nú.
Ekkert starf minnir mann bet-
ur á að leitast við að vera við-
búinn síðasta kallinu, og reynsl-
an hefur sýnt mér, hve öruggt
er að feia Drottni vegu sína, al-
veg skilyrðislaust. Þá hefi ég
þreifað á, að yfir mér er vakað.
Og hann, sem í veikum er mátt-
ugur, hefur notað mig til að
rétta fæðandi konum hjálpar-
hönd. Og sælt er að gleyma
sjálfri sér um stund og sam-
gleðjast foreldrum og heimilis-
fólki. Skemmtilegt er að hjúkra
heilbrigðri sængui’konu og
barni, vera hjá þeim fyrstu sól-
arhringana og gera allt, sem
hægt er, til þess, að þeim geti
liðið sem bezt.
II.
Mér var tekið með miklum
kærleika í Árneshreppi, þegar
ég kom úr ljósmæðraskólanum,
og þakklæti fyrir að vilja leggja
þetta á mig.
Fyrsta ferðin mín hófst viku
eftir að ég kom heim úr skólan-
um. Heimili mitt var á hrepps-
enda, og þar gat ég ekki verið
nema stöku sinnum. Ég fór fót-
gangandi með bróður mínum á
tveim dögum yfir þrjá fjallvegi.
Þar voru þrjár fjölskyldur, og
fékk ég að sitja yfir öllum kon-
unum það sumar. Þetta voru allt
nákomnir ættingjar mínir. Ég
undi mér því vel, þó að biðin
eftir fæðingum yrðu mánuður.
Fyrsta konan var frumbyi’ja,
25 ára að aldri. Hún var lítil
vexti, svo ég var hrædd við litla
grind, sem líka kom á daginn.
Sótt byrjaði eðlilega, að kvöldi,
en ágerðist ekki fyrr en undir
kvöld næsta dags. Snemma
morguns hins þriðja dags virt-
ist mér ekkert hafa gengið og
bað þá um að reynt væri að ná
í lækni. Til þess var útlitið öm-
urlegt: Sjór þá ófær, og krapa-
vaðall hlaut að vera á Trékyllis-
heiði. Ekki var sími, og engin
bjargráð önnur en að senda
mann fótgangandi. Til þess
fékkst fórnfús göngugarpur,
Guðmundur Árnason í Nausta-
vík. Ég bið Guð að launa hon-
um í eilífðinni mikilsverða að-
stoð þá og síðar á árunum mín-
um við ljósmóðurstörfin í Ár-
neshreppi.
Ekki var hægt að búast við
lækni fyrr en eftir sólarhring,
og þó því aðeins, að hægt væri
að komast á sjó frá Hólmavík,
en nú var ófært. Þetta var á
BJAUMI 17