Bjarmi - 01.01.1970, Qupperneq 20
Fra heimsborg til ^ara veraldar
Hér birtist niðurlagið á ævi-
sögu stofnanda K.F.U.M., sem
birzt hefur liér í blaðinu und-
anfarin tvö ár.
Framhaldssaga um Georg Williams, stofnanda K.F.U.M., eftir Sverre Magelssen
Mr. Williams verður Sir Williams.
Georg Williams var reglumaður.
Alla ævi beitti hann sig þvílíkum sjálfsaga, að
mörgum mundi þykja nóg um. Hann vann afrek,
af því að hann var hraustur á líkamanum og
hafði skarpa hugsun. Hann starfaði linnulaust að
kalla fram á síðustu æviár.
Hann hefur skilið eftir sig blað, sem af má
ráða, hvernig hann hagaði lífi sínu. Þar eru
nokkrar reglur um daglegt líf. Blaðið er máð og
óslétt. Það hefur oft verið tekið fram. Og enginn
efi á því, að Georg lagði sig allan fram um að
fara eftir því, sem þar stóð.
Hann hefur skrifað:
„Drottinn hjálpi mér til að taka ákvarðanir,
og hann gefi mér náð til að halda þær.
Eg hef ákveðið að kaupa mér vekjaraklukku
og ætla að vera kominn fram úr rúminu, áður en
hún hefur hringt til enda.
Eg ætla að lesa og íhuga kafla í Guðs orði á
hverjum morgni og verja stund til bænar.
Eg ætla að leitast við að lifa meira í anda bæn-
arinnar.
Eg ætla ekki að láta undan freistingum, sem
verða á vegi mínum, heldur ætla eg að berjast
sífellt við þær.
Eg ætla að hefja strax baráttu við djöfulinn,
í hvaða mynd, sem hann kemur til min.
Eg ætla að biðja meira fyrir ástvinum mínum
og berjast meira fyrir afturhvarfi þeirra.
Eg ætla að biðja daglega fyrir ungu mönnun-
um í Kirkjugötu hjá Pálskirkjunni.
Eg ætla að haga lífi mínu þannig, að eg fram-
kvæmi ákveðnar fyrirætlanir á ákveðnum dögum
og á ákveðnum tímum. Eg ætla að reyna að verða
ætíð reglusamur og nákvæmur.
Eg ætla að gera mér far um að kynnast Bibl-
íunni betur, og eg ætla að hafa biblíulestra með
elskulegu Helene minni.
Eg ætla að lesa það yfir, sem eg hef einsett
mér að gera, hvern nýársdag.“
Það er eftirtektarvert, hversu ákvarðanir hans
miðast mjög við viljann. „Eg ætla“, skrifar hann.
En vilji hans hafði líka göfgazt og þjálfazt. Og
Guð hafði fyllt huga hans nýjum krafti. Og það
veitti honum getu til þess að framkvæma marg-
ar ákvarðanir sínar.
Árin liðu. Alltaf var Georg Williams jafn-
áhugasamur í starfi félagsins. Hann fylgdist einn-
ig með starfinu víð um heim. Sífellt var hann á
faralds fæti. Oft mátti ætla, að hann væri ferða-
starfsmaður K.F.U.M., en ekki heildsali í stór-
borginni! Hann var sífellt á fundum og ráðstefn-
um, bæði í Englandi og útlöndum.
Lundúnafélagið var orðið 50 ára gamalt, áður
en menn áttuðu sig. Það var ótrúlegt. Og Georg
hafði verið í broddi fylkingar öll þessi ár. En
þegar menn horfðu á hann, beinvaxinn og hraust-
an, þótti ósennilegt, að hann hefði látið að sér
kveða í erfiðu starfi svo mörg ár. Hann var eins
og tákn lifsins og kraftarins í félaginu.
Rétt fyrir afmælishátíðina spurðust tíðindi.
Nokkrir leiðtogarnir voru saman komnir til
fundar. Þá barst Georg Williams bréf. Það var
reyndar frá hennar hátign, drottningunni. Djúp
kyrrð ríkti í hópnum, þegar Georg opnaði bréfið.
Hvað var nú á seyði?
Georg fölnaði og varð alvarlegur í bragði.
Bréfið flutti þá fregn, að drottningin hefði hafið
hann upp i stétt aðalsmanna „fyrir frábært starf
hans í þágu mannkynsins".
Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Þetta hafði aldrei hvarflað að honum.
Hann rétti einum starfsmanninum bréfið.
— Hvað segir þú um þetta?
— Ég óska þér til hamingju! mælti starfsmað-
urinn. — Þetta er sannarlega verðskuldaður
heiður.
— Nei, nei! sagði Georg og stóð upp. — Mér
ber enginn heiður fyrir þetta, heldur aðeins fé-
laginu. Einnig þetta er frá Drottni. Við skulum
leggja þetta fram fyrir hann.
En upp frá þessum degi var Mr. Williams orð-
inn Sir Georg. Þetta var viðurkenning frá þeim,
sem hæst voru settir. En vinir hans mátu þetta
meira en Williams sjálfur. Það, sem gladdi hann,
var, að þessi virðingarvottur varpaði ljóma á fé-
lagið og starf þess, enda fór hann ekki dult með
þá gleði.
Tvö þúsund manns söfnuðust til fagnaðar á
50 ára afmælinu. Þeir komu hvaðanæva til þess
að sýna móðurfélaginu þakklæti. Það vakti mikla
hrifningu meðal þeirra, þegar fregnin barst, að
Williams hefði verið aðlaður. Og ráðstefnan varð
sönnun þeirrar virðingar og þess kærleika, sem
Georg William naut um heim allan.
20 BJARMI