Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1970, Side 21

Bjarmi - 01.01.1970, Side 21
Sir Georg kom inn í stóra salinn, sem þeir höfðu safnazt saman í, ásamt Oscar Bernadotte, Svía- prins. Fundarmenn risu úr sætum og æptu fagn- aðaróp. Mörgum öðrum af elztu félögunum var einnig tekið með mikilli hrifningu. Þegar hátíðin stóð sem hæst, barst önnur stór- frétt. Sir Georg hafði verið útnefndur heiðurs- borgari Lundúnaborgar! Hverjum hefði dottið slíkt í hug forðum, þegar hann kom með bróður sínum, atvinnulaus og þreyttur, gegnum miðborg Lundúna og leitaði sér atvinnu? En þetta er allt, eins og Georg komst sjálfur að orði, verk Drott- ins. Enn veiúíist honum þróttur til að taka þátt í starfinu af miklum áhuga nokkur ár. En hann varð að sætta sig við, að elli kerling var komin til sögunnar. Hin aldna hetja fór að lýjast. Sjálf- ur skildi hann það ekki almennilega. Hann vildi ekki leggja niður vopnin. — Ég vil starfa, meðan mér endast kraftar, sagði hann. — Enn bíða ótal verkefni. Og með hjálp Guðs vil eg berjast við hinn vonda til hinztu stundar. Hann var enn skýr í hugsun. Hann gat enn verið skjótur og hnyttinn í tilsvörum. Einn vina hans óskaði honum til hamingju, þegar hann varð 84 ára gamall, og viðhafði þessi ógn hátíð- legu orð: — Ó, konungur, lif um eilífð! Georg svaraði um hæl: — Mér finnst ég hafa heyrt fólk segja þetta áður, nefnilega þegar það var að biðja mig um peninga! En líkaminn fylgdist ekki fullkomlega með. Dag nokkurn bauð læknirinn honum að fara til Suð- urlanda. Einn vina hans lét þá í ljós gleði sína yfir því, að Sir Georg skyldi veitast þetta leyfi. En sá, sem átti að fara í leyfið, var allt annað en ánægður. — Mér er ekkert um þetta gefið. Þetta truflar algerlega starf mitt, sagði hann. Einn daginn hitti hann gamlan vin, Samúel Thompson. Sir Georg gerði svolítið gys að hon- um, af því að hann sæist orðið aldrei á samkom- unum. Thompson svaraði því til, að læknarnir hefðu ráðlagt honum að fara ekki á samkomur. — Einmitt það, einmitt, sagði Sir Georg. — Það segja þeir líka við mig. En ég skal segja þér, hvernig menn eiga að fara að, þegar svo stend- ur á. Ég skal segja þér leyndarmál mitt. Hann hallaði sér betur að vini sínum: — Fáðu þér ann- an lækni, kæri vinur, fáðu þér annan lækni! Dr. John Mott hitti hann einnig í Lundúnum um þetta leyti. Hann segir, að Sir Georg hafi reynzt örðugt að hugsa í samhengi og fylgjast með samtali. En það, sem var kjarni lífs hans og hugur hans snerist um, var enn skýrt í vitund hans. — Hittið þér nokkurn tíma mann, sagði hann allt í einu, — án þess að þér talið við hann um Jesúm Krist? Hann var sífellt á ferðinni, meðan hann átti þess kost að vera í Lundúnum. Síðdegis á hverjum sunnudegi, þegar menn voru að fara í heimboð eða á leið heim úr ferða- lögum, hittu þeir fyrir gamlan, gráhærðan mann, sem dreifði smáritum meðal fólksins, brosandi og vingjamlegur. Það var hinn mikli verzlunar- jöfur, aðalsmaðurinn, sem gekk þarna um göt- urnar með frakkavasana troðfulla af smáritum. Hann varð að leggja hönd á plóginn í starfi Drott- ins síns, og úr því að hann gat ekki talað lengur, varð hann að gera það á þennan hátt. Kvöld nokkurt var hann með nokkrum ungum vinum sínum. Þeir spurðu hann, hvað væri honum efst í huga um þær mundir. — Þakklæti til Guðs, svaraði öldungurinn, — af því að hann hefur af náð sinni notað mig til að efla guðsríki meðal ungra manna. Daginn eftir hitti hann einn starfsmann félags- ins úti á götu. Sir Georg stöðvaði hann. — Hann dvínar vonandi ekki? — Dvínar ekki? anzaði starfsmaðurinn undr- andi. — Áhuginn í starfinu dvínar vonandi ekki? — Nei, svaraði starfsmaðurinn glaður. — Við höfum aldrei átt eins dásamlegt ár eins og það, sem nú er liðið. Þá brosti Sir Georg hlýlega eins og hann var vanur. — Guði sé lof, Guði sé lof! Síðan skyldi Heimssambandið halda hátíðlegt 50 ára afmæli sitt. Það var árið 1905, og átti há- tíðin að fara fram í París. Þangað vildi hinn aldni Sir Georg komast. Hann lagði af stað, þrátt fyrir eindregin mótmæli læknanna. Garpinn gamla langaði til að sjá „nýgræðinginn". Hann gekk hægt inn eftir gangveginum á miðju gólfi að ræðustólnum, en fornvinur hans, Hodder, og Howard, sonur hans, studdu hann. Ungir menn frá tuttugu og fimm þjóðum höfðu skipað sér í fylkingu honum til heiðurs. Og þegar aldna hetj- an gekk fram að ræðustólnum, fór fagnaðarbylgja um hinn mikla skara ungra manna. Þá vaknaði öldungurinn Georg Williams. Það var eins og hann rétti úr sér. Nýr ljómi kom í augun, og röddin var gædd þrótti og glóð. Síðan flutti hann þeim kveðju sína. — Ungu menn! Gefið Guði hjörtu ykkar, með- an þið eruð ungir, ef þið viljið njóta hamingju um dagana og verða að liði. Kristilegt félag ungra manna er síðasti og dýrmætasti arfurinn, sem ég læt eftir mig. Ég ánafna hann ykkur, kæru ungu menn frá mörgum löndum. Þið verðið að halda starfinu áfram, já, færa út kvíarnar. Ég vona, að þið finnið eins mikla hamingju í starfinu og ég hef fundið og að stai’f ykkar verði enn árang- ursrikara. Því að þá munuð þið afla sál ykkar sjálfra og margra annarra mikillar blessunar. Þetta urðu síðustu orðin, sem Georg Williams sagði á opinberum vettvangi. En ráðstefnan sjálf varð verðugur endir á löngum starfsdegi hans. BJARMI 21

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.